Fjárhagsáætlun 2021; bílastæði við Stærri- Árskógskirkju

Málsnúmer 202009073

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Stærri-Árskógskirkju, samanber rafpóstur dagsettur þann 7. september 2020, þar sem óskað er eftir því að lagfæring og malbikun bílastæðis við kirkjuna verði sett inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Jafnframt óskar sóknarnefndin eftir því að Dalvíkurbyggð aðstoði við að þrýsta á Vegagerðina að lagfæra og leggja klæðningu á heimreiðina að kirkjunni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Stærri-Árskógskirkju, samanber rafpóstur dagsettur þann 7. september 2020, þar sem óskað er eftir því að lagfæring og malbikun bílastæðis við kirkjuna verði sett inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Jafnframt óskar sóknarnefndin eftir því að Dalvíkurbyggð aðstoði við að þrýsta á Vegagerðina að lagfæra og leggja klæðningu á heimreiðina að kirkjunni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu til þessa liðar og felur sviðsstjóra að afla upplýsinga fyrir næsta fund ráðsins 2. október.

Umhverfisráð - 343. fundur - 06.11.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Stærri-Árskógskirkju, samanber rafpóstur dagsettur þann 7. september 2020, þar sem óskað er eftir því að lagfæring og malbikun bílastæðis við kirkjuna verði sett inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Jafnframt óskar sóknarnefndin eftir því að Dalvíkurbyggð aðstoði við að þrýsta á Vegagerðina að lagfæra og leggja klæðningu á heimreiðina að kirkjunni.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að sækja um styrk í héraðsvegasjóð hjá Vegagerðinni.