Sveitarstjórn

294. fundur 19. september 2017 kl. 16:15 - 17:42 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Íris Hauksdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir boðaði forföll og 1. varaforseti Valdemar Þór Viðarsson stjórnaði fundi í hennar stað.
Íris Hauksdóttir mætti sem varamaður á fundinn í stað Heiðu Hilmardóttur.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833, frá 07.09.2017.

Málsnúmer 1709003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Byggðaráð fór ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í Víkurröst til að skoða húsnæði Félagsmiðstöðvar, Tónlistarskólans á Tröllaskaga og SÍMEY eftir breytingar sem og kynna sér starfsemina.

    Eftirtalin tóku á móti byggðaráði:
    Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
    Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
    Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT.
    Svanfríður Inga Jónasdóttir, verkefnastjóri/ráðgjafi hjá SÍMEY
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:00.

    Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 5. september 2017, þar sem lagt er til að hafinn verði undirbúningur að ráðningu sálfræðings í samráði við HSN og Fjallabyggð í 100% stöðu.

    HSN hefur lagt til við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð að auglýst verði 100% staða sálfræðings og að HSN útvegi skrifstofuaðstöðu, tölvu og aðgengi að öðrum sálfræðingum innan stofnunarinnar og að kostnaðarskiptingin verði HSN 45%, Dalvíkurbyggð 27,5% og Fjallabyggð 27,5%.

    Áætlað er að kostnaður Dalvíkurbyggðar yrði um 2,5 m.kr. á ári.

    Óskað er eftir kr. 2.000.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til að ráða sálfræðing í 27,5% stöðu hjá Dalvíkurbyggð.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka þátt í ofangreindu verkefni og ráðningu á sálfræðingi. Hvað varðar beiðni um viðauka þá er afgreiðslu frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um útfærslu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Valdís Guðbrandsdóttir.
    Bjarni Th. Bjarnason.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • 1.3 201709036 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833
  • 1.4 201709025 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók

    Hlynur vék af fundi kl. 13:48.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833
  • Á 823. fundi byggðaráðs þann 1. júní 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

    'Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: 'Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017.' Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd.'

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Jóhann Antonsson á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, dagsettur þann 16. júlí 2017, þar sem vakin er athygli á listaverkasafni JSBrimars í eigu Dalvíkurbyggðar og því beint til sveitarfélagsins að það setji fjármagn í "Listasafn Dalvíkurbyggðar". Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu til byggðaráðs að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Dalvíkurkirkju um styrk á móti fasteignagjöldum vegna ársins 2018 vegna safnaðarheimilis, móttekin 1. september 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til fjárhagsáætlunargerðar 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið.

    Á 58. fundi byggðaráðs þann 27. september 2016 var eftirfarandi bókað:
    'Með fundarboði liggur fyrir tvíþætt beiðni frá forsvarsmönnum Kaffihússins Bakkabræðra. Endurnýjun á salernisaðstöðu í Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að settur verði sýningargluggi á vegginn úr setustofu á 2. hæð kaffihússins yfir í rýmið þar sem sýningarvélarnar í Ungó standa.
    Beiðni um endurnýjun á klósettaðstöðu í Ungó. Niðurstaðan menningarráðs er að endurnýjunar á klósettaðstöðu sé þörf. Lagt er til að eignarsjóður leggi fram kostnaðaráætlun vegna viðhalds og endurnýjunar á klósettaðstöðu og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Hvað varðar beiðni Kaffihússins með sýningarglugga inn í rými þar sem nú eru sýningarvélar í Ungó, er Menningarráð hlynnt því að skoða þessa hugmynd og leggur til að eignasjóði verði falið að vinna ítarlega kostnaðaráætlun og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.'
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríkar og Helga ehf. á fund."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund.
    Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsett þann 1. september 2017, þar sem minnt er á ofangreint erindi frá árinu 2016 vegna fjárhagsáætlunar 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Sjá lið 8 hér að ofan. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi til nokkurra verkefna. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs vegna skipulagsmála og að ráðin komi með tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, dagsett þann 30. ágúst 2017, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík, en stjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning og framkvæmdir á endurbyggingu á íþróttasvæði félagsins á næsta ári.
    Samþykkt stjórnar UMFS byggir á aðkomu Dalvíkurbygðar um fjármögnun á framkvæmdakostnaði og árlegs rekstrarstyrks til að reka svæðið.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og til umhverfisráðs hvað varðar skipulagsmál og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Blakfélaginu Rimum, ódagsett, þar sem óskað er eftir auka fjárveitingu vegna uppbyggingar á strandblakvelli í Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Á 283. fundi umhverfisráðs þann 14. október 2016 var eftirfarandi bókað:
    'Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.
    Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskað eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.
    Á 281 fundi umhverfisráðs var afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að kalla forsvarmenn/fulltrúa frá mótorsportfélagi Dalvíkur til fundar með ráðinu.
    Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningasviðs ásamt formanni umhverfisráðs funduðu með forsvarmönnum félagsins 13.10.2016 og minnisblað frá þeim fundi til umræðu á fundinum.Minnisblað lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað þar til afmörkun svæðisins berst frá Mótorsportfélagi Dalvíkur.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.'
    Lagt fram til kynningar."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs vegna skipulagsmála og óskar eftir tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 14:34.

    Tekið fyrir erindi frá Björgunarsveitinni á Dalvík, dagsett þann 28. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi og áframhaldandi styrk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kritján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:39.

    Tekið fyrir erindi frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi, dagsett þann 1. september 2018, þar sem óskað er eftir fjárveitingu í gerð göngustígs með lýsingu og gróðursetningu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í umhverfisráði og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimardóttur, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem bent er á og minnt á nokkur umhverfismál; svæðið við enda Grundargötu, umhirða meðfram gangstígum sem liggja frá Böggvisbraut að Íþróttamiðstöð, erindi frá íbúum Túnahverfis haustið 2015. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Hafþóri Gunnarssyni, rafpóstur dagsettur þann 31. ágúst 2017, er varðar frágang og umhirðu á svæðum er liggja að lóð hans. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 820. fundi byggðaráðs þann 4. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 12:25

    Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíusarsyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 826. fundi byggðaráðs þann 6. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Á 291. fundi umhverfisráðs þann 16. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
    'Til umræðu innsent erindi frá Ísorku móttekið 15. febrúar 2017 vegna uppsetningar og tengingar á rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu barst að gjöf frá Orkusölunni ehf.
    Á 288. fundi umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þann 10. mars síðastliðinn var lagt til að setja hleðslustöðina á bílastæði vestan við Ráðhús Dalvíkurbyggðar. Eftir nánari skoðun er staðsetning talin hentugri við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra falið að útfæra staðsetningu innan lóðar íþróttamiðstöðvarinnar í samráði við forstöðumann hennar. Ráðið bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á stöðinni í fjárhagsáætlun 2017. Samþykkt með fimm atkvæðum.'

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 5. júlí 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 800.000 vegna þessa verkefnis inn á lið 11410-4396, en tekið skal fram að ekki er séð að hægt verði að finna fjármagn í þetta verkefni annars staðar.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs m.t.t. staðsetningar og kostnaðar sem nú liggur fyrir. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erind til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 825. fundi byggðaráðs þann 15. júní 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var tekið fyrir erindi frá Vistorku, dagsett þann 29. maí 2017, til sveitarstjórnar sem tengjst umsókn Vistorku í Orkusjóði um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur vék af fundi kl. 13:32.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.

    Guðmundur kynnti fyrir ráðinu fyrirtækið Vistorku ehf. sem og vörur frá Vistorku notaðar til endurvinnslu. Einnig kynnti Guðmundur samstarfsverkefni við einn skóla á Akureyri, blævænginn. Vistorka sótti um styrk til Orkusjóðs fyrir Norðurland til að setja upp hraðhleðslustöðvar á Norðurlandi og fengu úthlutun upp á 26 milljónir. Rætt var um rafbíla og hleðslustöðvar á svæðinu. Í dag eru 3 stöðvar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að sett verði upp ein millihleðslustöð í Dalvíkurbyggð.

    Byggðarráð felur Berki Þór Ottóssyni, sviðsstjóra umhverfisog tæknisviðs í samvinnu við Guðmund Hauk Sigurðsson framkvæmdastjóra Vistorku að vera í samskiptum við Orku náttúrunnar að setja upp hraðhleðslustöð á Dalvík í stað millihleðslustöðvar. "

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Bjórböðunum ehf. og Bruggsmiðjunni Kalda ehf., rafbréf dagsett þann 8. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lokið verði við varanlega vegagerð að Bjórböðunum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð beinir því til umhverfisráðs að huga að því að setja ofangreinda vegagerð á framkvæmdaáætlun 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Á 281. fundi umhverfisráðs þann 16. september 2016 var eftirfarandi bókað:
    'Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr 'kotunum' yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfiráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.
    Ráðið getur ekki orðið við umræddri beiðni að svö stöddu, en vísar erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Samþykkt með þremur atkvæðum. '
    Byggðaráð tekur undir afgreiðslu umhverfisráðs en samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að ofangreint erindi verði skoðað í tengslum við heildarskoðun á skipulagi á göngustígum í sveitarfélaginu."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu sem og tímasetta langtímaáætlun um gerð göngustíga og gangstétta í sveitarfélaginu með kostnaðaráætlun. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:

    Á 282. fundi umhverfisráðs þann 20. september 2016 var eftirfarandi bókað:

    'Tekið fyrir erindi frá Trausta Þorsteinssyni, dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem vakin er athygli á ástandi vegar að Framnesi sem og að huga þurfi að koma í veg fyrir landbrot á svæðinu.
    Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísa til umhverfisráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.
    Á 281. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað.
    Umhverfisráð samþykkir að gerðar verði lagfæringar á veginum að Framnesi og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.
    Samþykkið er gert með fyrirvara um að legu veganna á svæðinu verði ekki breytt í tengslum við umferðaöryggisáætlun.
    Samþykkt með þremur atkvæðum'.
    Byggðaráð vekur athygli umhverfisráðs á að ef ofangreind afgreiðsla umhverfisráð er tillaga til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020 þá er ekki hægt að afgreiða og samþykkja einstakar tillögur. Frumvarp að fjárhagsáætlun sem byggðaráð afgreiðir frá sér til sveitarstjórnar hverju sinni er tekið til umfjöllunar og afgreiðslu í heild sinni.

    Lagt fram til kynningar."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá húseigendum að Melum og Karlsrauðatorgi 21, dagsett þann 3. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lagt verði bundið slitlag á heimæð að Melum og Dalbæ. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst 2017, er varðar kantsteina í Grundargötu og Sandskeiði. Einnig óska þau eftir að fundin verði varanleg lausn á sandfoki úr fjörunni við Grundargötu 15. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps vegna skilta og merkinga í sveitarfélaginu en vinnuhópurinn var settur á laggirnar af byggðaráð við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2020.
    Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að vinnuhópurinn uppfæri ofangreinda tillögu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Á 814. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
    'Undir þessum lið kom á fund Atli Þór Friðriksson fyrir hönd Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar, kl. 13:00. Á 813. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2017 var eftirfarandi bókað: 'Tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðarafréttar, dagsett þann 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíð Stekkjarhús. Fram kemur m.a. að árið 2011 var gerður samningur milli Gangnamannafélagsins og sveitarfélagsins þess efnis að félagið sæi um viðhald og rekstur á húsinu og hefur því verið sinnt af félagsmönnum. Með auknum fjölda ferðamanna undanfarin ár og þá sérstaklega göngu og fjallafólks hefur notkun á húsinu aukist. Hugmynd félagsins er að reist verði viðbygging við norðvestur hlið hússins. Gerð hefur verið efniskostnaðaráætlun sem hljóðar upp á um kr. 2.200.000. Hugmynd félagsins er að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangnamannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Gangnamannafélagsins á fund.' Til umræðu ofangreint. Atli Þór vék af fundi kl. 13:16.
    Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum frá Gangnamannafélaginu. '

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársuppgjör Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar fyrir árið 2016.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2018 og 2019-2021.
    Byggðaráð tekur jákvætt í málið en vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar 2018."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 17. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjármagni frá Dalvíkurbyggð til að viðhalda fjallgirðingum á Árskógsströnd. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar landbúnaðarráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 817. fundi byggðaráðs þann 6. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, bréf dagsett þann 29. mars 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins með þátttöku í flugklasanum Air 66N til að fjármagna starf verkefnastjóra með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa í árí í 2 ár, árin 2018-2019.

    Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar atvinnumála- og kynningaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá íbúum í Laugarhlíðarhverfi í Svarfaðardal, dagsett þann 27. ágúst 2017, þar sem þess er óskað að vegir upp í hverfið verði lagfærðir, sett verði bundið slitlag ásamt lýsingu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.
    Byggðaráð óskar jafnframt eftir heildstæðri áætlun hvað varðar nýframkvæmdir og viðhald gatna, tímasett áætlun ásamt kostnaðaráætlun þar sem framkvæmdum er forgangsraðað.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 64. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018

    Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar.

    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til viðbótar þeim erindum sem hafa verið tekin fyrir vegna fjárhagsáætunar þá er minnt á neðangreindar afgreiðslur:

    1)
    201504045 - Málefni er varðar sölu og leigu á Félagslegum íbúðum: vinnuhópur



    b) Hvað varðar Víkurröst þá er spurning hvort hægt væri að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Hvað með t.d. klifurvegginn, nýtingu og ábyrgð á honum? Hægt er að skoða að markaðssetja afþreyingarpakka; t.d. golfhermir, klifurveggur. Vísað er til íþrótta- og æskulýðsráðs að haldið verði áfram með vinnu vinnuhóps um Frístundahús og eftirfarandi er hugmynd að vinnuhópi; íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður barna- og unglingaráðs Golfklúbbsins, upplýsingafulltrúi ‚ einn aðili t.d. úr ferðaþjónustunni, s.s. starfsmaður frá Bergmönnum vegna tengingar við ferðaþjónustu og klifur.





    2)



    Bókun og afgreiðsla byggðaráðs þann 20.10.2016 er varðar framkvæmdir frá umhverfis- og tæknisviði:









    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við veginn að Framnesi sem og framkvæmdum  á frístundasvæðinu á Hamri.  Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021.  





    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja um sjóvörn til ríkisins vegna vegar að Framnesi.





    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kr. 4.209.000 sem eftir standa fari þá í gatnakerfi og/eða gangstéttar þar sem brýnast er talin þörf á.     






    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 1) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.
    2) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 298 frá 22. ágúst 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:39 vegna vanhæfis.

    Tekið fyrir erindi frá stjórn Fiksidagsins mikla, ódagsett en mótttekið þann 29. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir hækkun á framlagi Dalvíkurbyggðar til Fiskidagsins mikla.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 833 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við gerð fjárhagsáætlunar 2018 að beinn styrkur verði hækkaður úr 3,5 m.kr. og í 5,5 m.kr. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834, frá 14.09.2017.

Málsnúmer 1709008FVakta málsnúmer

4. liður, viðauki við fjárhagsáætlun 2017.
  • Undir þessum lið komu á fund Dana Jóna Sveinsdóttir og Kristín Svava frá Leikfélagi Dalvíkur og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

    Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október 2016 var eftirfarandi bókað: "Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið. Á 58. fundi byggðaráðs þann 27. september 2016 var eftirfarandi bókað: 'Með fundarboði liggur fyrir tvíþætt beiðni frá forsvarsmönnum Kaffihússins Bakkabræðra. Endurnýjun á salernisaðstöðu í Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að settur verði sýningargluggi á vegginn úr setustofu á 2. hæð kaffihússins yfir í rýmið þar sem sýningarvélarnar í Ungó standa. Beiðni um endurnýjun á klósettaðstöðu í Ungó. Niðurstaðan menningarráðs er að endurnýjunar á klósettaðstöðu sé þörf. Lagt er til að eignarsjóður leggi fram kostnaðaráætlun vegna viðhalds og endurnýjunar á klósettaðstöðu og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Hvað varðar beiðni Kaffihússins með sýningarglugga inn í rými þar sem nú eru sýningarvélar í Ungó, er Menningarráð hlynnt því að skoða þessa hugmynd og leggur til að eignasjóði verði falið að vinna ítarlega kostnaðaráætlun og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.' Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríkar og Helga ehf. á fund."
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund. Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf. "


    Á 63. fundi menningaráðs þann 8. júní 2017 var eftirfarandi bókað, málsnúmer 201502057:
    "Formaður fór yfir það sem er framundan í starfi Leikfélagsins.
    Formaður leikfélagsins lagði fram minnispunkta og hugmyndir að nýtingu á Ungó. Fyrir liggur að framlengja þarf samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélagsins um afnot á húsnæðinu.
    Menningarráð felur sviðsstjóra að uppfæra samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur."

    Dana Jóna og Kristín gerðu grein fyrir starfsemi Leikfélags Dalvíkur og hugmyndum félagsins að nýtingu Ungós.

    Dana Jóna og Kristín véku af fundi kl.13:27.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834 Lagt fram til kynningar.
    Drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur mun fara fyrir fund menningarráðs í næstu viku.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.2 201709036 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók.

    Hlynur vék af fundi kl. 13:58.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834
  • 2.3 201705148 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834
  • Á 832. fundi byggðaráðs þann 31. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og mættir frá íþrótta- og æskulýðsráði Kristinn Ingi Valsson, formaður, og Jóna Guðrún Jónsdóttir, varamaður. Frá Skíðafélagi Dalvíkur mættu Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, Elísa Rán Ingvarsdóttir og Óskar Óskarsson. Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir bréf frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 5. júní 2017, þar sem farið er yfir fjárhagsstöðu Skíðafélags Dalvíkur, viðhaldsmál og fleira. Fram kemur m.a. að Skíðafélagið á eftir að fá 2,0 m.kr. af styrk frá sveitarfélaginu og stjórnin sér ekki annað í stöðunni en að félagið verði að fá þessa peninga greidda út strax. Til umræða ofangreint. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái greitt strax það sem eftir stendur af styrkveitingu ársins. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá stjórn Skíðafélags Dalvíkur á fund byggðaráðs í ágúst ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa." Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegu erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur um viðbótarstyrk árið 2017 til að koma rekstri skíðasvæðisins af stað í vetur. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi, dagsett þann 11. september 2017, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu til rekstrar, öryggismála og aðkallandi viðhalds á skíðasvæðinu og eignum félagsins á árinu 2017-2018. Óskað er eftir kr. 4.000.000 til að hægt verði að hefja skíðavertíðina 2017. Að auki er óskað eftir kr. 5.000.000 viðbótarstyrk fyrir árið 2018 vegna viðhalds og endurnýjun á búnaði.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni Skíðafélags Dalvíkur um kr. 4.000.000 viðbótarstyrk á árinu 2017 og viðauka við fjárhagsáætlun 2017, deild 06800.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa beiðni Skíðafélags Dalvíkur um viðbótarstyrk árið 2018 til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir viðauka nr. 16 / 2017 við deild 06800, mætt með lækkun á handbæru fé.
  • Tekið fyrir erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, f.h. íbúasamtaka á Hauganesi, rafpóstur dagsettur þann 11. september 2017, þar sem fram kemur að um sé að ræða formlegt erindi lögfræðings fyrir hönd aðila á Hauganesi sem hafa beðið hann að grennslast fyrir um fullyrðingar sem fram koma í 11 liðum vegna kaupsamnings sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um eignina Árskógur 1, 621. Dalvík.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn bæjarlögmanns um þetta mál. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 12. september 2017, er varðar minnisblað með forsendum fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834 Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umfjöllunar forsendur álagningar fasteignagjalda 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 5. september 2017, vegna göngustígar úr "kotunum" yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá.

    Frestur til að senda inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið. Á það skal þó bent að samhljóða erindi frá sömu aðilum vegna fjárhagsáætlunar 2017 var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes.

    Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá stjórn Kirkjugarða Dalvíkurprestakalls, er barst sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs þann 7. september 2017, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn upp að Upsakirkjugarði á fjárhagsáætlun 2018.

    Frestur til að senda inn erindi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018 var til og með 1. september 2017 og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 851 og nr. 852. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 834 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 26, frá 06.09.2017.

Málsnúmer 1709002FVakta málsnúmer

  • Til umræðu áherslur og stefna hvað varðar verkefni er snúa að markaðs- og kynningarmálum og atvinnumálum vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2018-2021. Atvinnumála- og kynningarráð - 26 Til umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Í reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki kemur fram að endurskoða skuli reglurnar á fjögurra ára fresti og var það gert af atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar síðast í janúar 2012.

    Með fundarboði fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að breytingum á reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki. Þær hafa einnig verið sendar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar til yfirferðar.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 26 Unnið að breytingum og upplýsingafulltrúa falið að uppfæra reglurnar miðað við þær breytingar sem voru gerðar á fundinum ásamt því að fá umsögn lögfræðings. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3.05.2017 var upplýsingafulltrúa falið að gera lokaskýrslu um verkefnið Ímynd Dalvíkurbyggðar fyrir næsta fund ráðsins og taka saman þar þá þrjá þætti sem verkefnið felur í sér: Dalvíkurbyggð sem vinnustaður, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitandi og Dalvíkurbyggð sem samfélag.

    Með fundarboði atvinnumála- og kynningarráðs fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að lokaskýrslu um verkefnið.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 26 Atvinnumála- og kynningarráð lýsir ánægju sinni með skýrsluna og verkefnið í heild sinni og þakkar þeim sem komu að gerð þess. Ráðið leggur áherslu á að unnið verði áfram með niðurstöður verkefnisins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.4 201709015 Fyrirtækjaþing 2017
    Í byrjun árs 2017 ákvað atvinnumála- og kynningarráð að halda íbúaþing þar sem umfjöllunarefnin yrðu tækifæri, bjartsýni og jákvæð uppbygging samfélagsins. Vegna dræmrar þátttöku var íbúaþingið fellt niður.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 26 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að halda fyrirtækjaþing í febrúar 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fjallað um forsendur og möguleika þess að fara í kynningar- og markaðsátak á sveitarfélaginu og með hvaða hætti væri hægt að standa að slíku. Atvinnumála- og kynningarráð - 26 Atvinnumála- og kynningarráð leggur til að gert verði kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð og óskar eftir því við byggðaráð að fá viðauka við fjárhagsramma 2018 að upphæð 1.000.000.- deild 21-50. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Í nóvember 2015 lagði atvinnumála- og kynningarráð fyrir atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu. Niðurstöður hennar eru hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sem nú er verið að vinna fyrir sveitarfélagið.

    Upplýsingafulltrúi lagði til að ráðist verði í álíka könnun aftur núna í nóvember 2017 og að sambærilegt form verði notað og í fyrri könnun til að fá samanburð.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 26 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að gerð verði atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu í nóvember 2017. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar 35. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

    Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst s.l. var jafnframt bókað:
    "Tekið fyrir rafbréf dagsett þann 18. ágúst 2017 þar sem boðað er til aukaaðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 7. september 2017 á Siglufirði. Á fundinum verða teknar fyrir breytingar á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo "lagareldissveitarfélög" geti gengið formlega í samtökin.

    Sjávarútvegsfundur hefst eftir hádegi 7. september á Siglufirði. Þar verður t.d. fjallað um skiptingu veiðigjalda til sveitarfélaga, byggðarkvóta og áhættumat Hafrannsóknarstofnunnar.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja aðalfundinn og sjávarútvegsfundinn."



    Atvinnumála- og kynningarráð - 26 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Félagsmálaráð - 210, frá 12.09.2017.

Málsnúmer 1708006FVakta málsnúmer

11. liður sér liður á dagskrá.
  • 4.1 201709022 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201709022 Félagsmálaráð - 210 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.2 201709024 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201709024 Félagsmálaráð - 210 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.3 201708008 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201708008 Félagsmálaráð - 210 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.4 201705177 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201705177 Félagsmálaráð - 210
  • 4.5 201709070 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201709070 Félagsmálaráð - 210
  • 4.6 201709071 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201709071 Félagsmálaráð - 210
  • 4.7 201709077 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201709077 Félagsmálaráð - 210
  • 4.8 201705037 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201705037 Félagsmálaráð - 210 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.9 201709096 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201709096 Félagsmálaráð - 210 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.10 201709061 fjárhagsáætlun 2018
    Félagsmálastjóri kynnti tímaramma með fjárhagsáætlun fyrir árið 2018, vinnublöð vegna starfsáætlunar og fjárhagsramma félagsmálasviðs vegna fjárhagsáætlunagerðar fyrir árið 2018. Félagsmálaráð - 210 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.11 201709076 Gjaldskrár 2018
    Teknar voru fyrir gjaldskrár félagsmálasviðs, um heimilisþjónustu, lengda viðveru, dagmæður og fjárhagsaðstoð. Gjaldskrárnar voru hækkaðar samkvæmt neysluvísitölu miðað við septembermánuð til viðmiðunar um hækkun ársins. Lagt er til að gjaldskrár næsta árs verði hækkaðar miðað við þessa tillögu nema miklar breytingar verði á vísitölunni. Félagsmálaráð - 210 Félagsmálaráð samþykkir að hækka gjaldskrár samkvæmt vísitölu um áramót 2017/2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Erindi barst frá Jafnréttisstofu dags. 07.09.2017 þar sem boðað er til árlegs landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Stykkilshólmsbæ. Fjallað verður um kynjamyndir í ferðaþjónustu, kynjajafnrétti í íþróttum, samstarfsverkefni gegn ofbeldi í nánum samböndum og farið yfir stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum og grunnskólum. Sveitarstjórnarfólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn ásamt öllum þeim sem koma að jafnréttismálum í sveitarfélaginu.

    Erindið var einnig tekið fyrir á 832. fundi byggðarráðs sem vísar erindi þessu til félagsmálaráðs.
    Félagsmálaráð - 210 Lagt fram Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir skýrsla frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra um tilraunaverkefni lögreglu og félagsmálayfirvalda í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð vegna ársins 2016. Félagsmálaráð - 210 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Erindi barst frá nefndarsviði Alþingis dags. 29. júní 2017 vegna frumvarps til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar sérþarfir, 438. mál og frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 439. mál. Ofangreind þingmál voru send til umsagnar 3. maí sl. Frumvörpin hlutu ekki afgreiðslu fyrir þingfrestun í vor en þar sem velferðarnefnd hefur málin til umræðu í sumar gefst umsagnaraðilum kostur á að senda frekari umsögn eða viðbótarumsögn við málið. Félagsmálaráð - 210 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liður fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Fræðsluráð - 219, frá 13.09.2017.

Málsnúmer 1709005FVakta málsnúmer

4. liður, sér liður á dagskrá.
  • Skólastjórar Krílakots, Dalvíkurskóla og Árskógarskóla lögðu fram og kynntu uppfærðar skólnámskrár og starfsáætlanir fyrir skólaárið 2017 - 2018. Fræðsluráð - 219 Fræðsluráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi námskrár- og starfsáætlanir en fram kom ábending um að hnykkja betur á fjármálalæsi í skólanámskrá Dalvíkurskóla. Frekari vinna mun fara fram á Krílakoti í vetur við að endurskoða skólanámskrá og starfsáætlun en námskráin eins og hún er núna mun gilda þetta skólaár.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri og skólastjórar Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Krílakots, kynntu þann hluta starfsáætlunar fræðslu- og menningarsviðs sem heyrir undir fræðsluráð. Sviðsstjóri kynnti drög að fjárhagsramma fyrir málaflokk 04 fyrir árið 2018. Fræðsluráð - 219 Stjórnendur Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Krílakots gerðu grein fyrir starfsáætlunum og framkvæmdaáætlun sinna skóla. Umræður urðu um lóð Dalvíkurskóla, hönnun hennar og mikilvægi þess að frágangur lóðar skólans verði forgangsmál. Fjárhagsramminn fyrir málaflokk 04 lagður fram til kynningar.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu fræðslusviðs eftir fyrstu sjö mánuði ársins 2017. Fræðsluráð - 219 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri lagði fram tillögu að gjaldskrám fræðslusviðs ársins 2018. Tillagan felur í sér 1,003% hækkun á gjaldskrám ársins 2017. Fræðsluráð - 219 Fræðsluráð samþykkir, með fimm atkvæðum, gjaldskrána fyrir árið 2018 þegar félagsheimilið Árskógur hefur verið tekið út úr gjaldskránni og skerpt hefur verið á ákvæði um afturvirka endurgreiðslu leikskólagjalda til foreldra í námi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sérliður á dagskrá.
  • Sviðsstjóri kynnti afgreiðslu byggðaráðs á erindi sem skólastjóri Dalvíkurskóla sendi byggðaráði 17. júlí 2017 þess efnis að sveitarfélagið greiði ritföng, stílabækur og þess háttar fyrir grunnskólanemendur í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður á hvern nemanda er 4.500 kr. á skólaárinu. Afgreiðsla byggðaráðs hljóðaði svo:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi til reynslu skólaárið 2017-2018 fyrir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla og Árskógarskóla á deildir 04210 og 04240 sem þessu nemur. Mætt með lækkun á handbæru fé".
    Fræðsluráð - 219 Fræðsluráð fagnar samþykktinni og þakkar Gísla Bjarnasyni fyrir frumkvæði hans í málinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri kynnti afgreiðslu byggðaráðs frá fundi þess þann 7. september 2017 þar sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði fram erindi um að ráðinn yrði sálfræðingur í 27,5% stöðu við fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar og félagsmálasvið. Erindið var samþykkt. Fræðsluráð - 219 Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð fagnar því að ráðinn verði sálfræðingur að skólunum og leggur til að um aðgengi að þjónustu hans gildi sömu reglur og verið hefur um sálfræðiaðstoð við nemendur, þ.e. að beiðnir um þjónustu fari í gegnum Nemendaverndarráð skólanna.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.7 201709050 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál bókað í trúnaðarmálabók. Fræðsluráð - 219
  • Á fundi byggðaráðs þann 4. maí var tekin fyrir umsókn frá Háskólanum á Akureyri um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017. Byggðaráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar í fræðsluráði. Fræðsluráð - 219 Fræðsluráð hefur vilja til að bregðast jákvætt við erindinu og vísar málinu til byggðaráðs til endanlegrar afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undanfarin ár hefur Sæplast Iceland ehf. gefið 1. bekkingum í Dalvíkurbyggð veglegar skólatöskur og ýmis námsgögn. Í ár gaf fyrirtækið skólatöskur og pennaveski til allra nemenda í 1. bekk í Dalvíkurbyggð. Fræðsluráð - 219 Fræðsluráð vill koma á framfæri þakklæti til Sæplast Iceland ehf. fyrir þessa veglegu gjöf sem skiptir heimilin í sveitarfélaginu miklu máli. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liður fundargerðinnar lagðir fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 92, frá 05.09.2017

Málsnúmer 1709001FVakta málsnúmer

  • 6.1 201705174 Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021
    Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir áherslur við gerð starfs-og fjárhagsáætlunar. Rætt var um forgangsröðun verkefna.

    Umræður sköpuðust um fyrirkomulag á starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og annarra starfsmanna sem undir hann heyra.
    Ráðið leggur til að skoðað verði hvort hægt sé að endurskipuleggja/búa til starf millistjórnanda fyrir íþróttamiðstöð, er varðar m.a. húsvörslu, rekstur á kerfum, starfsmannahald og ýmislegt fleira. Þetta yrði gert vegna áherslubreytinga á starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

    Ráðið mun funda aftur 18. september kl. 16:30 þar sem farið verður yfir endanlega starfs- og fjárhagsáætlun.
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 92 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Landbúnaðarráð - 113, frá 14.09.2017

Málsnúmer 1709007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
6. liður, sér liður á dagskrá.
  • Með innsendu erindi dags. 4. september 2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir búfjarleyfi fyrir 30-35 hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 113 Guðröður vék af fundi kl. 10:35
    Freyr Antonsson koma inn á fundin kl. 10:40

    Landbúnaðarráð sér sér ekki fært að verða við umsókn um búfjárleyfi þar sem umsækjandi uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru í samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð frá 2013.

    Landbúnaðarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn og umhverfisráð að fyrirhuguð staðsetning á hesthúsbyggingu og leigusamningar um land til beitar verði nú þegar tekið til endurskoðunar. Ráðið telur að það land sem þegar hefur verið leigt henti ekki til beitar og hefði ekki komið til úthlutunar ef leitað hefði verið álits landbúnaðarráðs.



    Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu hvað varðar afgreiðslu á tillögu landbúnaðarráðs:
    "Vinna við öflun gagna og umsagna vegna þessa máls fer nú í hönd. Málið verður aftur tekið upp og afgreitt þegar vinnu við öflun upplýsinga og umsagna er lokið."

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.
  • 7.2 201709069 Umsókn um beitiland
    Með innsendu erindi dags. 21 og 22 ágúst 2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir beitilandi til leigu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 113 Landbúnaðarráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar til næsta fundar þar sem málið þarfnast frekari skoðunar í heild sinni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu álit lögfræðings vegna gildandi leigusamninga. Landbúnaðarráð - 113 Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við samningsaðila samkvæmt umræðum á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 17. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjármagni frá Dalvíkurbyggð til að viðhalda fjallgirðingum á Árskógsströnd. Landbúnaðarráð - 113 Landbúnaðarráð leggur til að kr. 2.500.000 verði lagðar til fjallgirðingarsjóðs eins og fram kemur í áætlun frá 2016 þar sem fram kemur að fjárhagslegum stuðningi líkur að hálfu sveitasjóðs árið 2020.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu vinna og fyrirkomulag endurnýjunar á fjallgirðingu á Árskógsströnd. Landbúnaðarráð - 113 Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrár landbúnaðarráðs 2018. Landbúnaðarráð - 113 Ráðið samþykkir framlagða vísitöluhækkun á öllum gjaldskrám og einnig að greiðsla vegna refaveiða hækki samkvæmt umræðum á fundinum.
    Ráðið hefur þegar farið fram á hækkun framlags frá UST vegna minkaveiða.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Sviðsstjóri lagði fram starfs- og fjárhagsáætlun 2018 ásamt fylgigögnum. Landbúnaðarráð - 113 Ráðið leggur til að óskað verði eftir fjármagni til að kosta förgun á gömlum girðingum í landi sveitarfélagsins kr. 500.000 að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við framlögð gögn.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu áskorun frá íbúa- og félagasamtökum á Árskógsströnd. Landbúnaðarráð - 113 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 5, frá 12.09.2017.

Málsnúmer 1709006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
  • Drög að kostnaðarskiptingu vegna launa og launatengdra gjalda fyrir Tónlistarskólann á Tröllaskaga. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 5 Skólanefnd TÁT samþykkir framlagða kostnaðarskiptingu miðað við þær breytingar sem fram hafa komið og með þeim fyrirvara að ekki komi til óvæntra breytinga. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skólanefndar Tónlistarskólan á Tröllaskaga.
  • Þessum dagskrárlið var frestað. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 5 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Starfsáætlun TÁT fyrir starfsárið 2017 - 2018 lögð fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 5 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Umhverfisráð - 293, frá 01.09.2017.

Málsnúmer 1708009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður.
5. liður.
6. liður.
9. liður.
11.liður, sér liður á dagskrá.
12. liður, sér liður á dagskrá.
13. liður, sér liður á dagskrá.
14. liður
  • Til umræðu ábendingar/kvartani frá íbúa. Umhverfisráð - 293 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 21.ágúst 2017 óskar Sigurður Jónsson eftir stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi að Ölduhæð í landi Skáldalækjar- ytri. Umhverfisráð - 293 Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 21.ágúst 2017 óskar Filippía S Jónsdóttir eftir stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi að Sæbakka í landi Skáldalækjar-Ytri. Umhverfisráð - 293 Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 21. ágúst 2017 óskar Birkir Árnason eftir byggingarleyfi fyrir stálgrindarhús að Vallholti, Árskógsströnd. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • 9.5 201708056 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2017 óskar Þorvaldur Ingi Baldvinsson eftir lóðinni Hringtún 24, Dalvík. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að úthluta umsækjanda lóðinni.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 28. ágúst 2017 óskar Jolanta Krystyna Brandt eftir lóðinni Hrigtún 40, Dalvík. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að úthluta umsækjanda lóðinni.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • 9.7 201706065 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 13. júní 2017 óskar Gunnlaugur Svansson eftir lóðinni Sjávarbraut 5 til leigu.
    Á 291. fundi umhverfisráðs var eftirfandi bókað.
    "Ráðið leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar og sviðsstjóra falið að greina umsækjanda frá ástæðu þess."
    Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð sér sér ekki fært að verða við ósk umsækjanda um umrædda lóð að svo stöddu þar sem reglur um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð gera ráð fyrir að lóðir séu auglýstar áður en þeim er úthlutað. Lóðin að Sjávarbraut 5 hefur ekki verið auglýst en hún verður auglýst eins fljótt og kostur er á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Einnig bendir ráðið á að í reglunum um lóðaveitingar er ákvæði í gr. 3.3. sem segir að umsækjendur skuli tilgreina með glöggum hætti byggingaáform sín og framkvæmdahraða.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 18. ágúst 2017 óskar Óskar Óskarsson fyrir hönd Valeska ehf eftir lóðinni Sjávarbraut 5, Dalvík. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð sér sér ekki fært að verða við ósk umsækjanda um umrædda lóð að svo stöddu þar sem reglur um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð gera ráð fyrir að lóðir séu auglýstar áður en þeim er úthlutað. Lóðin að Sjávarbraut 5 hefur ekki verið auglýst en hún verður auglýst eins fljótt og kostur er á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Einnig bendir ráðið á að í reglunum um lóðaveitingar er ákvæði í gr. 3.3. sem segir að umsækjendur skuli tilgreina með glöggum hætti byggingaáform sín og framkvæmdahraða.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 23. ágúst 2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir stækkun á lóð við íbúðarhúsið við Árskóg samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð samþykkir umsókn um stækkun á lóðinni Árskógur lóð 1 og felur sviðsstjóra að gera nýjan lóðarleigusamning.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Karl Ingi Atlason situr hjá.
    Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Til máls tók:

    Bjarni Th. Bjarnason sem leggur til eftirfarandi tillögu:
    "Lagt er til að fresta ákvörðun um stækkun lóðar sem er tilkomin vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss. Óskað er eftir umsögnum frá Árskógarskóla, íbúasamtökum á Hauganesi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og hugsanlega fleirum. Sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála er falið að óska eftir umsögnum."

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.
  • Með innsendu erindi dags. 18. ágúst 2017 óskar Hallgrímur Hreinsson fyrir hönd Dalverks eignarhaldsfélags ehf eftir stækkun á lóðinni við Sandskeið 31 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 293 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Lögð var fram skipulagslýsing á íþróttasvæði Dalvíkur,
    deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
    Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Lögð fram skipulagslýsing af deiliskipulagi Lokastígsreits þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með innsendu erindi dags. 28. ágúst 2017 óskar Ella Vala Ármannsdóttir eftir breyttri notkun á íbúð 0203 úr íbúð í iðnaðarrými samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðna breytingu á skráningu á eign 0203 með fyrirvara um að breytingar á hönnun verði gerðar í samræmi við athugasemdir slökkviliðsstjóra.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • 9.15 201705135 Framkvæmdir U&T 2017
    Til umræðu staða framkvæmda 2017. Umhverfisráð - 293 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu, eru því þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar.

10.Umhverfisráð - 294, frá 06.09.2017.

Málsnúmer 1709004FVakta málsnúmer

  • Lögð fram gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018. Umhverfisráð - 294 Farið var yfir framlögð gögn frá sviðsstjóra. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu umsagnir og ábendingar vegna skipulagslýsingar á aðalskipulagsbreytingum á Árskógssandi, Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 294 Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 65, frá 06.09.2017.

Málsnúmer 1708011FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
4. liður.
7. liður, vantar upplýsingar um breytingar á framkvæmdaáætlun..
  • Fyrir fundinum liggja verkfundargerðir nr. 2 frá 27. júní 2017, nr. 3 frá 25. júlí 2017, nr. 4 frá 9. ágúst 2017, nr. 5 frá 22. ágúst 2017, sem er síðasti verkfundur því verkinu er lokið. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 65 Lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með tölvupósti frá Skipulagsstofnun, sem dagsettur er 25. ágúst 2017, kemur fram eftirfarandi "Vísað er til erindis Dalvíkurbyggðar dags. 9. ágúst sl. Í erindinu kemur fram að Dalvíkurbyggð hafi tekið ákvörðun um matsskyldu vegna landfyllingar, tl. 10.23 í og vegna viðlegubryggju, tl. 10.14 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Í ákvörðun um matsskyldu landfyllingar kemur fram að efni í fyllinguna sé um 75.000 m³ þar af sé um helmingur dýpkunarefni. Skipulagsstofnun staðfestir að skv. upplýsingum í meðfylgjandi greinargerð er hér um framkvæmdir í C-flokki að ræða og þ.a.l. á hendi sveitarfélagsins að taka ákvörðun um matsskyldu."
    Með bréfi frá Umhverfisstofnun, sem dagsett er 28. ágúst 2017, er veitt leyfi til vörpunar efnis í hafið með ákveðum skilyrðum.
    Með bréfi frá umhverfis- og tæknisviði Dalvíkurbyggðar, sem dagsett er 30. ágúst 2017, er veitt framkvæmdar- og byggingarleyfi vegna framkvæmda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna landfyllingar L4 og lengingu viðlegubryggju.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 65 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fyrir fundinum liggja drög að útboðs- og verklýsingu fyrir byggingu stálþilsbakka við Austurgarð. Reiknað er með því að útboðsgögnin verði að fullu tilbúin til útboðs um miðja næstu viku.
    Óskað er heimildar til að bjóða verkið út við fyrsta hentugleika.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 65 Veitu- og hafnaráð samþykkir með 5 atkvæðum að verkið "Dalvíkurhöfn: Hafskipabryggja - bygging stálþilsbakka" verði boðið út þegar útboðsgögn verða tilbúin, sem áætlað er að verði um miðjan september. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • Samkvæmt verkáætlun er gert ráð fyrir að boðin sé út fylling efra burðarlags ofan á það efni sem upp verður dælt þegar hafnasvæðið verður dýpkað. Nauðsynlegt er að ljúka gerð útboðsgagna sem fyrst og einnig vali á verktaka til verksins eftir að útboð liggur fyrir þegar dælingu lýkur. Því er óskað eftir því að veitu- og hafnaráð gefi leyfi sitt fyrir því að framangreindur verkþáttur verði boðinn út. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 65 Veitu- og hafnaráðs samþykkir með 5 atkvæðum að heimilt verði að bjóða út verkið " Yfirkeyrsla á efra burðalagi á landfylling við Dalvíkurhöfn." Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • Til umræðu athugasemdar við skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar á Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.

    Í breyttum áformum felst að stöðinni verður skipt í tvö svæði, áfanga 1 og áfanga 2. Lagt er til að fyrri áfanginn, ferskvatnshluti eða seiðadeild, verði á hluta lóðarinnar Öldugötu 31 og innan byggingarreits samkvæmt deiliskipulagi en síðari hlutinn, sjógönguseiðadeild, á nýrri landfyllingu austan við höfnina. Lagnir fyrir frárennsli og flutning seiða þurfa að liggja frá seiðadeild og niður í sjógöngudeild og til sjávar. Að aðskilja ferskvatnshlutann frá sjótengdu eldi er m.a. hentugt í því tilliti að fyrirbyggja sjúkdóma því auðvelt er að loka smitleiðinni á milli þessara deilda.

    Með framlagningu og kynningu lýsingar þessarar er umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við mótun þessarar aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags áður en gengið verður frá skipulagstillögum og þær auglýstar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 65 Veitu- og hafnaráð vill benda á eftirfarandi:
    1.
    Vatnsveita Dalvíkurbyggðar getur ekki útvegað allt það neysluvatn sem þarf til starfsseminnar.

    2.
    Hvað varðar fráveitu frá seiðaeldisstöðinni þá bendir ráðið á nauðsyn þess að farið sé að samþykkt um Fráveitu Dalvíkurbyggðar.

    3.
    Til lengri tíma litið þá hefur tilfærsla á ytri mannvirkjum við ferjubryggju verið til skoðunar til að bæta við viðlegu við höfnina á Árskógssandi og landsvæði fyrir bifreiðastæði vegna ferjuhafnar, því er rétt að taka tillit til þess við gerð deiliskipulagsins.

    Að öðru leyti gerir veitu- og hafnaráð ekki aðrar athugasemdir við umrædda lóðaumsókn
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 11.6 201709039 Fjárhagsáætlun 2018
    Á fundinum var farið yfir tímaramma fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 og þau atriði sem vinna þarf til þess að hægt sé að ljúka verkinu innan tilskilsins tímamarka. Einnig voru fjárhagsramma þeirra málaflokka sem heyra undir veitu- og hafnaráð kynntir. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 65 Afgreiðslu málsins frestað til næasta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Vegna flutnings á ytri mannvirkjum Dalvíkurhafnar og stækkunar lands til norðurs er nauðsynlegt að breyta legu yfirfalls við norðurdælustöð Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Tilgangur yfirfallsins er að vera til taks þegar bilanir verða í dælubúnaði eða dælur hafa ekki undan því vatni sem inn í dælustöð kemur.

    Fyrir fundinum liggur tillaga að legu lagnarinnar og er óskað leyfis að bjóða verkið út. Til fjármögnunar verkefnis er lagt til að þeim fráveituverkefnum sem stóð til að vinna að á Árskógssandi og Hauganesi á þessu ári verði frestað.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 65 Veitu- og hafnaráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimilt verði að bjóða út verkið "Yfirfall fráveitu frá norðurdælustöð" og samþykkir framlagða breytingu á framkvæmdaáætlun þessa árs. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Upplýst var á fundinum að sú breyting sem veitu- og hafnaráð samþykkti á framkvæmdaáætlun ársins 2017 er að fresta framkvæmdum við útræsi á Árskógssandi og Hauganesi, 3,5 m.kr á hvorum stað eða alls 7,0 m.kr. og setja í verkið "Yfirfall fráveitu frá norðurdælustöð".

    Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til að sveitarstjórn vísi þessum lið aftur til veitu- og hafnaráðs og því beint til veitu- og hafnaráðs að þessi verkefni við útræsi verði kláruð samkvæmt framkvæmda- og fjárhagsáætlun.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að heimila að verkið "Yfirfall fráveitu frá norðurdælustöð" verði boðið út.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs Eyfjörðs.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

12.Frá íbúasamtökum Hauganesi; Borgarafundur-krafa frá íbúasamtökum Hauganesi.

Málsnúmer 201709105Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökum á Hauganesi, dagsett þann 13. september 2017, þar sem fram kemur að krafist er þess að efnt verði til borgarafundar um hestabúgarð við Árskógarskóla og félagsheimili Árskógsstrandar 29. september 2017 í Félagsheimili Árskógssands kl. 20:00. Farið er fram á að sveitarstjóri geri grein fyrir þeim ráðstöfunum sem sveitarfélagið hefur gert til stofnunar hestabúgarðs á ofangreindum stað og hvers vegna og svarir því hvers vegna beitarlandi í eigur bæjarins er ráðstafað án opinberrar auglýsingar þar sem öllum er gefinn kostur að sækja um. Verði ekki við þessu orðið munu íbúasamtökin knýja fram borgarafund á grundvelli 108. gr. sveitarstjórnarlaga.

Þess er krafist að sveitarfélagið stöðvi nú þegar allar aðgerðir vegna ofangreinds málefnis og mótmælt er harðlega að tiltölulega nýlega uppgróið móland í nágrenni Hauganess sé leigt til hrossabeitar. Einnig er mótmælt harðlega byggingu hestabúgarðs á fyrirhuguðum stað.

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Mál er tengjast stækkun lóðar og fyrirhugaðri byggingu hesthúss norðan Árskógarskóla eru enn í skoðun og aflað er upplýsinga og umsagna. Það er því ekki tímabært að gefa út ákveðna dagsetningu fyrir íbúafund að svo stöddu. Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála að leggja fram upplýsingar og umsagnir þegar þeirra hefur verið aflað og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um íbúafund."

Einnig tóku til máls:
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.

13.Frá 210. fundi félagsmálaráðs; Gjaldskrár 2018

Málsnúmer 201709076Vakta málsnúmer

Á 210. fundi félagsmálaráðs þann 12. september 2017 var eftirfarandi samþykkt:
"Teknar voru fyrir gjaldskrár félagsmálasviðs, um heimilisþjónustu, lengda viðveru, dagmæður og fjárhagsaðstoð. Gjaldskrárnar voru hækkaðar samkvæmt neysluvísitölu miðað við septembermánuð til viðmiðunar um hækkun ársins. Lagt er til að gjaldskrár næsta árs verði hækkaðar miðað við þessa tillögu nema miklar breytingar verði á vísitölunni.
Félagsmálaráð samþykkir að hækka gjaldskrár samkvæmt vísitölu um áramót 2017/2018."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu félagsmálaráðs á gjaldskrám 2018;
Dagmæður niðurgreiðsla.
Heimilsþjónusta
Lengd viðvera.
Fjárhagsaðstoð, framfærslukvarðar.

14.Frá 219. fundi fræðsluráðs 13.09.2017; Gjaldskrá 2018

Málsnúmer 201709043Vakta málsnúmer

Á 219. fundi fræðsluráðs þann 13. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri lagði fram tillögu að gjaldskrám fræðslusviðs ársins 2018. Tillagan felur í sér 1,003% hækkun á gjaldskrám ársins 2017.
Fræðsluráð samþykkir, með fimm atkvæðum, gjaldskrána fyrir árið 2018 þegar félagsheimilið Árskógur hefur verið tekið út úr gjaldskránni og skerpt hefur verið á ákvæði um afturvirka endurgreiðslu leikskólagjalda til foreldra í námi."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs á gjaldskrám 2018;
Frístund
Leikskólar
Dalvíkurskóli

15.Frá 113. fundi landbúnaðarráðs; Gjaldskrár 2018

Málsnúmer 201709098Vakta málsnúmer

Á 113. fundi landbúnaðarráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrár landbúnaðarráðs 2018.
Ráðið samþykkir framlagða vísitöluhækkun á öllum gjaldskrám og einnig að greiðsla vegna refaveiða hækki samkvæmt umræðum á fundinum. Ráðið hefur þegar farið fram á hækkun framlags frá UST vegna minkaveiða. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs á gjaldskrám 2018;
Búfjárleyfi og lausaganga búfjár.
Fjallskil.
Hundahald.
Kattahald.
Leiguland
Reglur vegna refaveiða.
Upprekstur á búfé.

16.Frá 293. fundi umhverfisráðs þann 1.9.2017; Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020: Landnotkun við Árskógarskóla

Málsnúmer 201708082Vakta málsnúmer

Á 293. fundi umhverfisráðs þann 1. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum. Samþykkt með fimm atkvæðum"

Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að fresta ákvörðun um breytingu á aðalskipulagi við Árskógarskóla þangað til frekari gögn um málið liggja fyrir."

Einnig tók til máls:
Guðmundur St. Jónsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.

17.Frá 293. fundi umhverfisráðs þann 1. september 2017; Deiliskipulag íþróttasvæðis 2017

Málsnúmer 201708069Vakta málsnúmer

Á 293. fundi umhverfisráðs þann 1. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Lögð var fram skipulagslýsing á íþróttasvæði Dalvíkur, deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Valdís Guðbrandsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Valdemar Þór Viðarsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.

18.Frá 293. fundi umhverfisráðs þann 1.9.2017; Deiliskipulag Lokastígsreitur_2017

Málsnúmer 201708070Vakta málsnúmer

Á 293. fundi umhverfisráðs þann 1. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing af deiliskipulagi Lokastígsreits þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum. Samþykkt með fimm atkvæðum"

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.

19.Frá Eyþingi; Skýrsla RHA

Málsnúmer 201706058Vakta málsnúmer

Á 825. fundi byggðaráðs þann 15. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skýrsla RHA um kosti og galla sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna í samræmi við samþykkt aðalfundar 2016. Skýrslan var kynnt á stjórnarfundi Eyþings 7. júní og var til umfjöllunar á fundi fulltrúaráðs 8. júní 2017. Hún mun síðan verða til frekari umræðu á aðalfundi Eyþings í haust að lokinni umfjöllun í sveitarstjórnum innan Eyþings.
Lagt fram til kynningar."

Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn fagnar framkominni skýrslu sem RHA gerði fyrir EYÞING. Mikilvægt er að vinnu við sameiningu stoðstofnana á EYÞINGS svæðinu verði framhaldið. Huga skal að víðtækari sameiningu stoðstofnana en fram kemur í skýrslu RHA og má í því sambandi benda á símenntunarmiðstöðvar, Ferðamálastofu, skipulagsnefndir ofl. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum."

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.

20.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila

Málsnúmer 201612123Vakta málsnúmer

Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst 2017 var ofangreint mál á dagskrá.

Tekið fyrir erindi frá SÍS dags. 21. ágúst 2017 um „Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga“. Í lok júní 2017 náðist samkomulag á milli SÍS og ríkisins um forsendur uppgjörs. Í erindinu kemur m.a. fram að: „Mikilvægt er að hvert og eitt sveitarfélag tilkynni fjármála- og efnahagsráðuneytinu að það hyggist ganga frá samkomulagi á grundvelli framangreinds fyrir 30. september nk. og veiti framkvæmdastjóra þess formlegt umboð til að skrifa undir samkomulag þess efnis og sönnun þess þarf að fylgja tilkynningunni til ráðuneytisins.“

Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá tilkynningu til ráðuneytisins og veitir honum jafnframt umboð til undirritunar samkomulags við ráðuneytið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og felur honum að ganga frá tilkynningu til ráðuneytisins og veitir honum jafnframt umboð til undirritunar samkomulags við ráðuneytið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

21.Sveitarstjórn - 293

Málsnúmer 1706010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 826

Málsnúmer 1707001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 827

Málsnúmer 1707002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 828

Málsnúmer 1707004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 829

Málsnúmer 1708004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 830

Málsnúmer 1708005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 831

Málsnúmer 1708008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 832

Málsnúmer 1708010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:42.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Íris Hauksdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs