Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila.

Málsnúmer 201612123

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 807. fundur - 12.01.2017

Til umræðu samkomulag um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deilda lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga, sbr. rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 29. desember 2016.



Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu þá þarf eftirfarandi að liggja fyrir áður en skrifað er undir samning vegna Dalbæjar:



1. Yfirlýsing sveitarstjóra um upplýsingar um stöðu lífeyrisskuldbindinga og fullnaðaruppgjör.

2. Heimild sveitarstjórnar til samningsgerðar.



Dalbær er sjálfseignarstofnun en þar sem Dalbær er enn skráð sem stofnun sveitarfélags í fyrirtækjaskrá þá þarf líklega aðild Dalvíkurbyggðar hvað varðar samningagerðina.





Sveitarstjóri upplýsti á fundinum að stjórn Dalbæjar fjallaði um málið á fundi sínum þann 10. janúar s.l. og var ákveðið að fela forstöðumanni Dalbæjar og formanni stjórnar Dalbæjar að ganga til samninga við fjármálaráðuneytið um lífeyrisskuldbindingar.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sveitarstjóra undirritun yfirlýsingar sem og heimild til samningagerðar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Jafnframt samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreind heimild sveitarstjóra til undirritunar yfirlýsingar og heimild til samningagerðar veitir ekki heimild til greiðslu á 3% lífeyrisskuldbindingar Dalbæjar eins og kveðið er á um í Samkomulagi um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deild lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem það er Dalbæjar að standa skil á því.

Byggðaráð - 831. fundur - 24.08.2017

Á 807. fundi byggðaráðs þann 12. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu samkomulag um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deilda lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga, sbr. rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 29. desember 2016. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu þá þarf eftirfarandi að liggja fyrir áður en skrifað er undir samning vegna Dalbæjar: 1. Yfirlýsing sveitarstjóra um upplýsingar um stöðu lífeyrisskuldbindinga og fullnaðaruppgjör. 2. Heimild sveitarstjórnar til samningsgerðar. Dalbær er sjálfseignarstofnun en þar sem Dalbær er enn skráð sem stofnun sveitarfélags í fyrirtækjaskrá þá þarf líklega aðild Dalvíkurbyggðar hvað varðar samningagerðina. Sveitarstjóri upplýsti á fundinum að stjórn Dalbæjar fjallaði um málið á fundi sínum þann 10. janúar s.l. og var ákveðið að fela forstöðumanni Dalbæjar og formanni stjórnar Dalbæjar að ganga til samninga við fjármálaráðuneytið um lífeyrisskuldbindingar. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sveitarstjóra undirritun yfirlýsingar sem og heimild til samningagerðar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Jafnframt samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreind heimild sveitarstjóra til undirritunar yfirlýsingar og heimild til samningagerðar veitir ekki heimild til greiðslu á 3% lífeyrisskuldbindingar Dalbæjar eins og kveðið er á um í Samkomulagi um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deild lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem það er Dalbæjar að standa skil á því."

Á 22. fundi stjórnar Dalbæjar þann 16. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
"5.
Samningar við fjármálaráðuneyti um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga.
Á fundi stjórnar Dalbæjar þann 10. janúar s.l. var farið yfir upplýsingar um svör fjármálaráðuneytis varðandi lífeyrisskuldbindingar Dalbæjar gagnvart LSR og LH. Formanni stjórnar og forstöðumanni var falið að ganga til samninga við fjármálaráðuneytið um lífeyrisskuldbindingarnar.
Með samkomulagi milli fjármálaráðherra og Sambands ísl. sveitarfélaga, sem dagsett er 28. október 2016 er samið um að ríkið yfirtaki 97% af lífeyrisskuldbindingum frá og með 1. janúar 2016.
Með rafpósti þann 12. janúar 2017 sendi sveitarstjóri fjármálaráðuneytinu samþykktir Dalbæjar og yfirlýsingu þess efnis að Dalbær væri sjálfseignastofnun, en jafnframt var óskað eftir að Dalbær yrði með í þeirri samningalotu, sem fram undan væri varðandi lífeyrisskuldbindingar óháð því hvort heimilið væri skilgreint sem sjálfseignastofnun eða sveitarfélagstofnun. Í svari fjármálaráðuneytis frá 17. febrúar s.l. kemur fram að ekki verði unnt að vinna að samningum við Dalbæ fyrr en að afloknum samningum við hjúkrunarheimili sem rekin eru af sveitarfélögum, en jafnframt staðfest að gildistími yfirtöku verði miðaður við áramót 2015/16.
Í rafbréfi fjármálaráðuneytis dags. 16. mars 2017 er upplýst að ágreiningur sé milli fulltrúa Sambands ísl. sveitarfélaga og ráðuneytisins um túlkun samkomulags frá október 2016 og því ekki komið að samningagerð við Dalbæ. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 21. ágúst 2017, þar sem lýst er útfærslu á uppgjöri lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimila á grundvelli samkomulags ríkis og og sambandsins frá 28. október 2016, um yfirtöku ríkisins á meginhluta lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimila sem sveitarfélög bera ábyrgð á. Málið hefur verið mjög flókið í útfærslu sem skýrir þá töf sem orðið hefur á framkvæmd þess. Fram kemur að það sé mjög mikilvægt að viðkomandi sveitarfélög bregðist við á þann hátt sem lýst er í erindinu og virði þá dagsetningu sem miðað er við; hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóði og óska eftir nýjum útreikningum á lífeyrisskuldbindingum sem taka mið af stöðu þeirra 31. maí 2017 og að sveitarfélögin tilkynni til fjármála- og efnahagsráðuneytis að þau hyggist ganga frá samkomulaginu fyrir 30. september n.k. og veiti framkvæmdastjóra formlegt umboð til að skrifa undir samkomulagið.


Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar og verður tekið fyrir að nýju í byggðaráði fyrir tilskilinn tíma.

Sveitarstjórn - 294. fundur - 19.09.2017

Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst 2017 var ofangreint mál á dagskrá.

Tekið fyrir erindi frá SÍS dags. 21. ágúst 2017 um „Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga“. Í lok júní 2017 náðist samkomulag á milli SÍS og ríkisins um forsendur uppgjörs. Í erindinu kemur m.a. fram að: „Mikilvægt er að hvert og eitt sveitarfélag tilkynni fjármála- og efnahagsráðuneytinu að það hyggist ganga frá samkomulagi á grundvelli framangreinds fyrir 30. september nk. og veiti framkvæmdastjóra þess formlegt umboð til að skrifa undir samkomulag þess efnis og sönnun þess þarf að fylgja tilkynningunni til ráðuneytisins.“

Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá tilkynningu til ráðuneytisins og veitir honum jafnframt umboð til undirritunar samkomulags við ráðuneytið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og felur honum að ganga frá tilkynningu til ráðuneytisins og veitir honum jafnframt umboð til undirritunar samkomulags við ráðuneytið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 842. fundur - 26.10.2017

Á 22. fundi stjórnar Dalbæjar þann 16. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

"5.
Samningar við fjármálaráðuneyti um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga.
Á fundi stjórnar Dalbæjar þann 10. janúar s.l. var farið yfir upplýsingar um svör fjármálaráðuneytis varðandi lífeyrisskuldbindingar Dalbæjar gagnvart LSR og LH. Formanni stjórnar og forstöðumanni var falið að ganga til samninga við fjármálaráðuneytið um lífeyrisskuldbindingarnar.
Með samkomulagi milli fjármálaráðherra og Sambands ísl. sveitarfélaga, sem dagsett er 28. október 2016 er samið um að ríkið yfirtaki 97% af lífeyrisskuldbindingum frá og með 1. janúar 2016.
Með rafpósti þann 12. janúar 2017 sendi sveitarstjóri fjármálaráðuneytinu samþykktir Dalbæjar og yfirlýsingu þess efnis að Dalbær væri sjálfseignastofnun, en jafnframt var óskað eftir að Dalbær yrði með í þeirri samningalotu, sem fram undan væri varðandi lífeyrisskuldbindingar óháð því hvort heimilið væri skilgreint sem sjálfseignastofnun eða sveitarfélagstofnun. Í svari fjármálaráðuneytis frá 17. febrúar s.l. kemur fram að ekki verði unnt að vinna að samningum við Dalbæ fyrr en að afloknum samningum við hjúkrunarheimili sem rekin eru af sveitarfélögum, en jafnframt staðfest að gildistími yfirtöku verði miðaður við áramót 2015 ? 16.
Í rafbréfi fjármálaráðuneytis dags. 16. mars 2017 er upplýst að ágreiningur sé milli fulltrúa Sambands ísl. sveitarfélaga og ráðuneytisins um túlkun samkomulags frá október 2016 og því ekki komið að samningagerð við Dalbæ. "


Á 4. fundi stjórnar Dalbæjar þann 18. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"4.
Uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
Kynnt var bréf Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 21.08.2018 þar sem greint er frá því að í lok júní hafi náðst samkomulag um fullnaðaruppgjör lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga. Ríkið tekur yfir 97% af nettááföllnum lífeyrirskuldbindingum hjá B-deildum lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og Brúar lífeyrissjóðs eins og þær eru samkvæmt sérstöku tryggingafræðilegu uppgjöri 31. maí 2017. Miðað er við stöðu lífeyrisskuldbindinga í árslok 2015. Tilkynna þarf fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 30. sept. n.k. að gengið verði frá fullnaðaruppgjöri á grundvelli samkomulagsins.
Stjórn Dalbæjar er sammála því að Dalvíkurbyggð hafi forgöngu í samningagerð vegna lífeyrisskuldbindinga."



Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra Dalbæjar að óska eftir upplýsingum um stöðu Dalbæjar hjá Brú lífeyrissjóði.

Sveitarstjórn - 296. fundur - 07.11.2017

Á 294. fundi sveitarstjórnar þann 19. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst 2017 var ofangreint mál á dagskrá. Tekið fyrir erindi frá SÍS dags. 21. ágúst 2017 um „Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga“. Í lok júní 2017 náðist samkomulag á milli SÍS og ríkisins um forsendur uppgjörs. Í erindinu kemur m.a. fram að: „Mikilvægt er að hvert og eitt sveitarfélag tilkynni fjármála- og efnahagsráðuneytinu að það hyggist ganga frá samkomulagi á grundvelli framangreinds fyrir 30. september nk. og veiti framkvæmdastjóra þess formlegt umboð til að skrifa undir samkomulag þess efnis og sönnun þess þarf að fylgja tilkynningunni til ráðuneytisins.“ Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá tilkynningu til ráðuneytisins og veitir honum jafnframt umboð til undirritunar samkomulags við ráðuneytið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar." Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og felur honum að ganga frá tilkynningu til ráðuneytisins og veitir honum jafnframt umboð til undirritunar samkomulags við ráðuneytið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar."

Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 1. nóvember 2017, ásamt sýnishornum af samningum til kynningar. Um er að ræða endanlega samninga sem ekki er gert ráð fyrir breytingum á. Samningarnir hafa verið undirritaðir af fjármála- og efnahagsráðherra. Gert er ráð fyrir að sveitarstjórar komi að eigin frumkvæði í húsnæði ráðuneytisins til að undirrita samningana. Æskilegt er að undirritun fari á næstu dögum. Ef hjúkrunarheimili sveitarfélags hefur sjálfstæðan fjárhag, en er ekki rekið sem deild innan sveitarfélags, þarf forstöðumaður hjúkrunarheimilis jafnframt að undirrita samninginn.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.