Umhverfisráð - 293, frá 01.09.2017.

Málsnúmer 1708009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 294. fundur - 19.09.2017

Til afgreiðslu:
4. liður.
5. liður.
6. liður.
9. liður.
11.liður, sér liður á dagskrá.
12. liður, sér liður á dagskrá.
13. liður, sér liður á dagskrá.
14. liður
  • Til umræðu ábendingar/kvartani frá íbúa. Umhverfisráð - 293 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 21.ágúst 2017 óskar Sigurður Jónsson eftir stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi að Ölduhæð í landi Skáldalækjar- ytri. Umhverfisráð - 293 Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 21.ágúst 2017 óskar Filippía S Jónsdóttir eftir stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi að Sæbakka í landi Skáldalækjar-Ytri. Umhverfisráð - 293 Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 21. ágúst 2017 óskar Birkir Árnason eftir byggingarleyfi fyrir stálgrindarhús að Vallholti, Árskógsströnd. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • .5 201708056 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2017 óskar Þorvaldur Ingi Baldvinsson eftir lóðinni Hringtún 24, Dalvík. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að úthluta umsækjanda lóðinni.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 28. ágúst 2017 óskar Jolanta Krystyna Brandt eftir lóðinni Hrigtún 40, Dalvík. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að úthluta umsækjanda lóðinni.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • .7 201706065 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 13. júní 2017 óskar Gunnlaugur Svansson eftir lóðinni Sjávarbraut 5 til leigu.
    Á 291. fundi umhverfisráðs var eftirfandi bókað.
    "Ráðið leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar og sviðsstjóra falið að greina umsækjanda frá ástæðu þess."
    Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð sér sér ekki fært að verða við ósk umsækjanda um umrædda lóð að svo stöddu þar sem reglur um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð gera ráð fyrir að lóðir séu auglýstar áður en þeim er úthlutað. Lóðin að Sjávarbraut 5 hefur ekki verið auglýst en hún verður auglýst eins fljótt og kostur er á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Einnig bendir ráðið á að í reglunum um lóðaveitingar er ákvæði í gr. 3.3. sem segir að umsækjendur skuli tilgreina með glöggum hætti byggingaáform sín og framkvæmdahraða.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 18. ágúst 2017 óskar Óskar Óskarsson fyrir hönd Valeska ehf eftir lóðinni Sjávarbraut 5, Dalvík. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð sér sér ekki fært að verða við ósk umsækjanda um umrædda lóð að svo stöddu þar sem reglur um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð gera ráð fyrir að lóðir séu auglýstar áður en þeim er úthlutað. Lóðin að Sjávarbraut 5 hefur ekki verið auglýst en hún verður auglýst eins fljótt og kostur er á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Einnig bendir ráðið á að í reglunum um lóðaveitingar er ákvæði í gr. 3.3. sem segir að umsækjendur skuli tilgreina með glöggum hætti byggingaáform sín og framkvæmdahraða.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 23. ágúst 2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir stækkun á lóð við íbúðarhúsið við Árskóg samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð samþykkir umsókn um stækkun á lóðinni Árskógur lóð 1 og felur sviðsstjóra að gera nýjan lóðarleigusamning.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Karl Ingi Atlason situr hjá.
    Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Til máls tók:

    Bjarni Th. Bjarnason sem leggur til eftirfarandi tillögu:
    "Lagt er til að fresta ákvörðun um stækkun lóðar sem er tilkomin vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss. Óskað er eftir umsögnum frá Árskógarskóla, íbúasamtökum á Hauganesi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og hugsanlega fleirum. Sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála er falið að óska eftir umsögnum."

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.
  • Með innsendu erindi dags. 18. ágúst 2017 óskar Hallgrímur Hreinsson fyrir hönd Dalverks eignarhaldsfélags ehf eftir stækkun á lóðinni við Sandskeið 31 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 293 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Lögð var fram skipulagslýsing á íþróttasvæði Dalvíkur,
    deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
    Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Lögð fram skipulagslýsing af deiliskipulagi Lokastígsreits þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með innsendu erindi dags. 28. ágúst 2017 óskar Ella Vala Ármannsdóttir eftir breyttri notkun á íbúð 0203 úr íbúð í iðnaðarrými samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 293 Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðna breytingu á skráningu á eign 0203 með fyrirvara um að breytingar á hönnun verði gerðar í samræmi við athugasemdir slökkviliðsstjóra.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • .15 201705135 Framkvæmdir U&T 2017
    Til umræðu staða framkvæmda 2017. Umhverfisráð - 293 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu, eru því þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar.