Veitu- og hafnaráð

65. fundur 06. september 2017 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir varaformaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
 • Gunnar Aðalbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Dalvík, grjót og fyrirstöðugarður verkfundargerðir

201706061

Fyrir fundinum liggja verkfundargerðir nr. 2 frá 27. júní 2017, nr. 3 frá 25. júlí 2017, nr. 4 frá 9. ágúst 2017, nr. 5 frá 22. ágúst 2017, sem er síðasti verkfundur því verkinu er lokið.
Lagðar fram til kynningar.

2.Austurgarður, matskylda.

201708012

Með tölvupósti frá Skipulagsstofnun, sem dagsettur er 25. ágúst 2017, kemur fram eftirfarandi "Vísað er til erindis Dalvíkurbyggðar dags. 9. ágúst sl. Í erindinu kemur fram að Dalvíkurbyggð hafi tekið ákvörðun um matsskyldu vegna landfyllingar, tl. 10.23 í og vegna viðlegubryggju, tl. 10.14 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Í ákvörðun um matsskyldu landfyllingar kemur fram að efni í fyllinguna sé um 75.000 m³ þar af sé um helmingur dýpkunarefni. Skipulagsstofnun staðfestir að skv. upplýsingum í meðfylgjandi greinargerð er hér um framkvæmdir í C-flokki að ræða og þ.a.l. á hendi sveitarfélagsins að taka ákvörðun um matsskyldu."
Með bréfi frá Umhverfisstofnun, sem dagsett er 28. ágúst 2017, er veitt leyfi til vörpunar efnis í hafið með ákveðum skilyrðum.
Með bréfi frá umhverfis- og tæknisviði Dalvíkurbyggðar, sem dagsett er 30. ágúst 2017, er veitt framkvæmdar- og byggingarleyfi vegna framkvæmda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna landfyllingar L4 og lengingu viðlegubryggju.

Lagt fram til kynningar.

3.Dalvíkurhöfn, bygging stálþilsbakka

201708088

Fyrir fundinum liggja drög að útboðs- og verklýsingu fyrir byggingu stálþilsbakka við Austurgarð. Reiknað er með því að útboðsgögnin verði að fullu tilbúin til útboðs um miðja næstu viku.
Óskað er heimildar til að bjóða verkið út við fyrsta hentugleika.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með 5 atkvæðum að verkið "Dalvíkurhöfn: Hafskipabryggja - bygging stálþilsbakka" verði boðið út þegar útboðsgögn verða tilbúin, sem áætlað er að verði um miðjan september.

4.Landfylling við Dalvíkurhöfn, útboð.

201709038

Samkvæmt verkáætlun er gert ráð fyrir að boðin sé út fylling efra burðarlags ofan á það efni sem upp verður dælt þegar hafnasvæðið verður dýpkað. Nauðsynlegt er að ljúka gerð útboðsgagna sem fyrst og einnig vali á verktaka til verksins eftir að útboð liggur fyrir þegar dælingu lýkur. Því er óskað eftir því að veitu- og hafnaráð gefi leyfi sitt fyrir því að framangreindur verkþáttur verði boðinn út.
Veitu- og hafnaráðs samþykkir með 5 atkvæðum að heimilt verði að bjóða út verkið " Yfirkeyrsla á efra burðalagi á landfylling við Dalvíkurhöfn."

5.Umsókn um lóð fyrir seiðaeldi við Árskógssand

201611075

Til umræðu athugasemdar við skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar á Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.

Í breyttum áformum felst að stöðinni verður skipt í tvö svæði, áfanga 1 og áfanga 2. Lagt er til að fyrri áfanginn, ferskvatnshluti eða seiðadeild, verði á hluta lóðarinnar Öldugötu 31 og innan byggingarreits samkvæmt deiliskipulagi en síðari hlutinn, sjógönguseiðadeild, á nýrri landfyllingu austan við höfnina. Lagnir fyrir frárennsli og flutning seiða þurfa að liggja frá seiðadeild og niður í sjógöngudeild og til sjávar. Að aðskilja ferskvatnshlutann frá sjótengdu eldi er m.a. hentugt í því tilliti að fyrirbyggja sjúkdóma því auðvelt er að loka smitleiðinni á milli þessara deilda.

Með framlagningu og kynningu lýsingar þessarar er umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við mótun þessarar aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags áður en gengið verður frá skipulagstillögum og þær auglýstar.
Veitu- og hafnaráð vill benda á eftirfarandi:
1.
Vatnsveita Dalvíkurbyggðar getur ekki útvegað allt það neysluvatn sem þarf til starfsseminnar.

2.
Hvað varðar fráveitu frá seiðaeldisstöðinni þá bendir ráðið á nauðsyn þess að farið sé að samþykkt um Fráveitu Dalvíkurbyggðar.

3.
Til lengri tíma litið þá hefur tilfærsla á ytri mannvirkjum við ferjubryggju verið til skoðunar til að bæta við viðlegu við höfnina á Árskógssandi og landsvæði fyrir bifreiðastæði vegna ferjuhafnar, því er rétt að taka tillit til þess við gerð deiliskipulagsins.

Að öðru leyti gerir veitu- og hafnaráð ekki aðrar athugasemdir við umrædda lóðaumsókn

6.Fjárhagsáætlun 2018

201709039

Á fundinum var farið yfir tímaramma fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 og þau atriði sem vinna þarf til þess að hægt sé að ljúka verkinu innan tilskilsins tímamarka. Einnig voru fjárhagsramma þeirra málaflokka sem heyra undir veitu- og hafnaráð kynntir.
Afgreiðslu málsins frestað til næasta fundar.

7.Fráveita Dalvíkurbyggðar, breyting á yfirfalli dælustöðvar.

201709037

Vegna flutnings á ytri mannvirkjum Dalvíkurhafnar og stækkunar lands til norðurs er nauðsynlegt að breyta legu yfirfalls við norðurdælustöð Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Tilgangur yfirfallsins er að vera til taks þegar bilanir verða í dælubúnaði eða dælur hafa ekki undan því vatni sem inn í dælustöð kemur.

Fyrir fundinum liggur tillaga að legu lagnarinnar og er óskað leyfis að bjóða verkið út. Til fjármögnunar verkefnis er lagt til að þeim fráveituverkefnum sem stóð til að vinna að á Árskógssandi og Hauganesi á þessu ári verði frestað.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimilt verði að bjóða út verkið "Yfirfall fráveitu frá norðurdælustöð" og samþykkir framlagða breytingu á framkvæmdaáætlun þessa árs.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir varaformaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
 • Gunnar Aðalbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs