Atvinnumála- og kynningarráð

26. fundur 06. september 2017 kl. 13:00 - 15:27 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Freyr Antonsson Formaður
 • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
 • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
 • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
 • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Jón Steingrímur Sæmundsson, aðalmaður, boðaði forföll og hans varamaður Guðmundur St. Jónsson mætti í hans stað.

1.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021

201705174

Til umræðu áherslur og stefna hvað varðar verkefni er snúa að markaðs- og kynningarmálum og atvinnumálum vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2018-2021.
Til umræðu.

2.Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki, endurskoðun á reglum

201709014

Í reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki kemur fram að endurskoða skuli reglurnar á fjögurra ára fresti og var það gert af atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar síðast í janúar 2012.

Með fundarboði fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að breytingum á reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki. Þær hafa einnig verið sendar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar til yfirferðar.

Til umræðu ofangreint.
Unnið að breytingum og upplýsingafulltrúa falið að uppfæra reglurnar miðað við þær breytingar sem voru gerðar á fundinum ásamt því að fá umsögn lögfræðings.

3.Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014

201401050

Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3.05.2017 var upplýsingafulltrúa falið að gera lokaskýrslu um verkefnið Ímynd Dalvíkurbyggðar fyrir næsta fund ráðsins og taka saman þar þá þrjá þætti sem verkefnið felur í sér: Dalvíkurbyggð sem vinnustaður, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitandi og Dalvíkurbyggð sem samfélag.

Með fundarboði atvinnumála- og kynningarráðs fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að lokaskýrslu um verkefnið.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð lýsir ánægju sinni með skýrsluna og verkefnið í heild sinni og þakkar þeim sem komu að gerð þess. Ráðið leggur áherslu á að unnið verði áfram með niðurstöður verkefnisins.

4.Fyrirtækjaþing 2017

201709015

Í byrjun árs 2017 ákvað atvinnumála- og kynningarráð að halda íbúaþing þar sem umfjöllunarefnin yrðu tækifæri, bjartsýni og jákvæð uppbygging samfélagsins. Vegna dræmrar þátttöku var íbúaþingið fellt niður.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að halda fyrirtækjaþing í febrúar 2018.

5.Kynningar- og markaðsátak

201709016

Fjallað um forsendur og möguleika þess að fara í kynningar- og markaðsátak á sveitarfélaginu og með hvaða hætti væri hægt að standa að slíku.
Atvinnumála- og kynningarráð leggur til að gert verði kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð og óskar eftir því við byggðaráð að fá viðauka við fjárhagsramma 2018 að upphæð 1.000.000.- deild 21-50.

6.Atvinnulífskönnun 2017

201709017

Í nóvember 2015 lagði atvinnumála- og kynningarráð fyrir atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu. Niðurstöður hennar eru hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sem nú er verið að vinna fyrir sveitarfélagið.

Upplýsingafulltrúi lagði til að ráðist verði í álíka könnun aftur núna í nóvember 2017 og að sambærilegt form verði notað og í fyrri könnun til að fá samanburð.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að gerð verði atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu í nóvember 2017.

7.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; 35. fundargerð stjórnar.

201706024

Til kynningar 35. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst s.l. var jafnframt bókað:
"Tekið fyrir rafbréf dagsett þann 18. ágúst 2017 þar sem boðað er til aukaaðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 7. september 2017 á Siglufirði. Á fundinum verða teknar fyrir breytingar á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo "lagareldissveitarfélög" geti gengið formlega í samtökin.

Sjávarútvegsfundur hefst eftir hádegi 7. september á Siglufirði. Þar verður t.d. fjallað um skiptingu veiðigjalda til sveitarfélaga, byggðarkvóta og áhættumat Hafrannsóknarstofnunnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja aðalfundinn og sjávarútvegsfundinn."Til kynningar.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að færa fundartíma ráðsins yfir á fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 13:00.

Fundi slitið - kl. 15:27.

Nefndarmenn
 • Freyr Antonsson Formaður
 • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
 • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
 • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
 • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi