Frá íbúasamtökum Hauganesi; Borgarafundur-krafa frá íbúasamtökum Hauganesi.

Málsnúmer 201709105

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 294. fundur - 19.09.2017

Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökum á Hauganesi, dagsett þann 13. september 2017, þar sem fram kemur að krafist er þess að efnt verði til borgarafundar um hestabúgarð við Árskógarskóla og félagsheimili Árskógsstrandar 29. september 2017 í Félagsheimili Árskógssands kl. 20:00. Farið er fram á að sveitarstjóri geri grein fyrir þeim ráðstöfunum sem sveitarfélagið hefur gert til stofnunar hestabúgarðs á ofangreindum stað og hvers vegna og svarir því hvers vegna beitarlandi í eigur bæjarins er ráðstafað án opinberrar auglýsingar þar sem öllum er gefinn kostur að sækja um. Verði ekki við þessu orðið munu íbúasamtökin knýja fram borgarafund á grundvelli 108. gr. sveitarstjórnarlaga.

Þess er krafist að sveitarfélagið stöðvi nú þegar allar aðgerðir vegna ofangreinds málefnis og mótmælt er harðlega að tiltölulega nýlega uppgróið móland í nágrenni Hauganess sé leigt til hrossabeitar. Einnig er mótmælt harðlega byggingu hestabúgarðs á fyrirhuguðum stað.

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Mál er tengjast stækkun lóðar og fyrirhugaðri byggingu hesthúss norðan Árskógarskóla eru enn í skoðun og aflað er upplýsinga og umsagna. Það er því ekki tímabært að gefa út ákveðna dagsetningu fyrir íbúafund að svo stöddu. Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála að leggja fram upplýsingar og umsagnir þegar þeirra hefur verið aflað og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um íbúafund."

Einnig tóku til máls:
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.

Byggðaráð - 841. fundur - 19.10.2017

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:10.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:11.

Á 294. fundi sveitarstjórnar þann 19. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökum á Hauganesi, dagsett þann 13. september 2017, þar sem fram kemur að krafist er þess að efnt verði til borgarafundar um hestabúgarð við Árskógarskóla og félagsheimili Árskógsstrandar 29. september 2017 í Félagsheimili Árskógssands kl. 20:00. Farið er fram á að sveitarstjóri geri grein fyrir þeim ráðstöfunum sem sveitarfélagið hefur gert til stofnunar hestabúgarðs á ofangreindum stað og hvers vegna og svarir því hvers vegna beitarlandi í eigur bæjarins er ráðstafað án opinberrar auglýsingar þar sem öllum er gefinn kostur að sækja um. Verði ekki við þessu orðið munu íbúasamtökin knýja fram borgarafund á grundvelli 108. gr. sveitarstjórnarlaga. Þess er krafist að sveitarfélagið stöðvi nú þegar allar aðgerðir vegna ofangreinds málefnis og mótmælt er harðlega að tiltölulega nýlega uppgróið móland í nágrenni Hauganess sé leigt til hrossabeitar. Einnig er mótmælt harðlega byggingu hestabúgarðs á fyrirhuguðum stað. Til máls tók: Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu: "Mál er tengjast stækkun lóðar og fyrirhugaðri byggingu hesthúss norðan Árskógarskóla eru enn í skoðun og aflað er upplýsinga og umsagna. Það er því ekki tímabært að gefa út ákveðna dagsetningu fyrir íbúafund að svo stöddu. Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála að leggja fram upplýsingar og umsagnir þegar þeirra hefur verið aflað og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um íbúafund." Einnig tóku til máls: Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá eftirtöldum:

Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir hönd Árskógarskóla, dagsett þann 15. október 2017.
Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 16. október 2017.
Íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 15. október 2017.
Íþróttafélaginu Reyni, ódagsett en móttekin þann 13.10.2017.
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dagsett þann 11. október 2017.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, dagsett þann 16. október 2017, þar sem kynnt er ný tillaga að lausn fyrir hönd eiganda að Árskógi lóð 1 og umbjóðenda hans, eins og fram kemur í bréfinu.

Börkur vék af fundi kl. 14:38.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða forsvarsmenn íbúasamtakanna á Hauganesi og eigendur að Árskógi lóð 1 á fund byggðaráðs til að ræða ofangreint.

Byggðaráð - 842. fundur - 26.10.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðröður Ágústsson og Freydís Dana Sigurðardóttir, eigendur að Árskógi lóð 1, Pétur Einarsson f.h. eiganda að Árskógi lóð 1, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs sem staðgengill sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

Forsvarsmenn Íbúasamtakana á Hauganesi voru einnig boðaðir en enginn hafði tök á að mæta á fundinn.

Á 841. fundi byggðaráðs þann 19.10.2017 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá eftirtöldum:
Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir hönd Árskógarskóla, dagsett þann 15. október 2017.
Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 16. október 2017.
Íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 15. október 2017.
Íþróttafélaginu Reyni, ódagsett en móttekin þann 13.10.2017.
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dagsett þann 11. október 2017.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, dagsett þann 16. október 2017, þar sem kynnt er ný tillaga að lausn fyrir hönd eiganda að Árskógi lóð 1 og umbjóðenda hans, eins og fram kemur í bréfinu. Börkur vék af fundi kl. 14:38.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða forsvarsmenn íbúasamtakanna á Hauganesi og eigendur að Árskógi lóð 1 á fund byggðaráðs til að ræða ofangreint."

Til umræðu ofangreint.

Guðröður, Freydís Dana og Pétur viku af fundi kl. 13:52.

Þorsteinn vék af fundi kl. 14:05.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eigendur að Árskógi lóð 1 fái afrit af ofangreindum umsögnum.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að eiga fund með lögmanni eigenda Árskógs lóðar 1, Pétri Einarssyni, um þær tillögur sem fram hafa komið að lausn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúafundur sem óskað hefur verið eftir verði haldinn fimmtudaginn 9. nóvember n.k. en boða þarf til fundarins ekki síðar en 10 dögum fyrir fund. Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa að útbúa drög að fundarboði og finna fundarstjóra í samráði við sveitarstjóra.

Byggðaráð - 845. fundur - 16.11.2017

Á 842. fundi byggðaráðs þann 26. október s.l. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðröður Ágústsson og Freydís Dana Sigurðardóttir, eigendur að Árskógi lóð 1, Pétur Einarsson f.h. eiganda að Árskógi lóð 1, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs sem staðgengill sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00. Forsvarsmenn Íbúasamtakana á Hauganesi voru einnig boðaðir en enginn hafði tök á að mæta á fundinn. Á 841. fundi byggðaráðs þann 19.10.2017 var m.a. eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá eftirtöldum: Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir hönd Árskógarskóla, dagsett þann 15. október 2017. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 16. október 2017. Íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 15. október 2017. Íþróttafélaginu Reyni, ódagsett en móttekin þann 13.10.2017. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dagsett þann 11. október 2017. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, dagsett þann 16. október 2017, þar sem kynnt er ný tillaga að lausn fyrir hönd eiganda að Árskógi lóð 1 og umbjóðenda hans, eins og fram kemur í bréfinu. Börkur vék af fundi kl. 14:38. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða forsvarsmenn íbúasamtakanna á Hauganesi og eigendur að Árskógi lóð 1 á fund byggðaráðs til að ræða ofangreint." Til umræðu ofangreint. Guðröður, Freydís Dana og Pétur viku af fundi kl. 13:52. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:05.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eigendur að Árskógi lóð 1 fái afrit af ofangreindum umsögnum. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að eiga fund með lögmanni eigenda Árskógs lóðar 1, Pétri Einarssyni, um þær tillögur sem fram hafa komið að lausn. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúafundur sem óskað hefur verið eftir verði haldinn fimmtudaginn 9. nóvember n.k. en boða þarf til fundarins ekki síðar en 10 dögum fyrir fund. Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa að útbúa drög að fundarboði og finna fundarstjóra í samráði við sveitarstjóra."

Á 296. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember 2017 var samþykkt að íbúafundurinn færi fram miðvikudaginn 8. nóvember s.l.
Eigendur að Árskógi lóð 1 hafa fengið afhent afrit af þeim umsögnum sem bárust, sbr. a) liður hér að ofan.
Sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs hafa átt fundi með Pétri Einarssyni, lögmanni eiganda að Árskógi lóð 1 um tillögu að lausn, sbr. b) liður hér að ofan. Íbúafundurinn sem um ræðir í c) lið hér að ofan fór fram miðvikudaginn 8. nóvember s.l.