Byggðaráð

834. fundur 14. september 2017 kl. 13:00 - 15:43 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdemar Þór Viðarsson, mætti í hans stað.
Varaformaður, Kristján Guðmundsson, stjórnaði fundi.

1.Nýting Ungó v. erindis frá Gísla, Eiríki og Helga efh.

Málsnúmer 201609017Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund Dana Jóna Sveinsdóttir og Kristín Svava frá Leikfélagi Dalvíkur og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október 2016 var eftirfarandi bókað: "Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið. Á 58. fundi byggðaráðs þann 27. september 2016 var eftirfarandi bókað: 'Með fundarboði liggur fyrir tvíþætt beiðni frá forsvarsmönnum Kaffihússins Bakkabræðra. Endurnýjun á salernisaðstöðu í Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að settur verði sýningargluggi á vegginn úr setustofu á 2. hæð kaffihússins yfir í rýmið þar sem sýningarvélarnar í Ungó standa. Beiðni um endurnýjun á klósettaðstöðu í Ungó. Niðurstaðan menningarráðs er að endurnýjunar á klósettaðstöðu sé þörf. Lagt er til að eignarsjóður leggi fram kostnaðaráætlun vegna viðhalds og endurnýjunar á klósettaðstöðu og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Hvað varðar beiðni Kaffihússins með sýningarglugga inn í rými þar sem nú eru sýningarvélar í Ungó, er Menningarráð hlynnt því að skoða þessa hugmynd og leggur til að eignasjóði verði falið að vinna ítarlega kostnaðaráætlun og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.' Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríkar og Helga ehf. á fund."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund. Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf. "


Á 63. fundi menningaráðs þann 8. júní 2017 var eftirfarandi bókað, málsnúmer 201502057:
"Formaður fór yfir það sem er framundan í starfi Leikfélagsins.
Formaður leikfélagsins lagði fram minnispunkta og hugmyndir að nýtingu á Ungó. Fyrir liggur að framlengja þarf samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélagsins um afnot á húsnæðinu.
Menningarráð felur sviðsstjóra að uppfæra samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur."

Dana Jóna og Kristín gerðu grein fyrir starfsemi Leikfélags Dalvíkur og hugmyndum félagsins að nýtingu Ungós.

Dana Jóna og Kristín véku af fundi kl.13:27.
Lagt fram til kynningar.
Drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur mun fara fyrir fund menningarráðs í næstu viku.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201709036Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Hlynur vék af fundi kl. 13:58.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201705148Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Fjárhagsstaða, beiðni um viðbótarstyrk

Málsnúmer 201706026Vakta málsnúmer

Á 832. fundi byggðaráðs þann 31. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og mættir frá íþrótta- og æskulýðsráði Kristinn Ingi Valsson, formaður, og Jóna Guðrún Jónsdóttir, varamaður. Frá Skíðafélagi Dalvíkur mættu Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, Elísa Rán Ingvarsdóttir og Óskar Óskarsson. Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir bréf frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 5. júní 2017, þar sem farið er yfir fjárhagsstöðu Skíðafélags Dalvíkur, viðhaldsmál og fleira. Fram kemur m.a. að Skíðafélagið á eftir að fá 2,0 m.kr. af styrk frá sveitarfélaginu og stjórnin sér ekki annað í stöðunni en að félagið verði að fá þessa peninga greidda út strax. Til umræða ofangreint. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái greitt strax það sem eftir stendur af styrkveitingu ársins. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá stjórn Skíðafélags Dalvíkur á fund byggðaráðs í ágúst ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa." Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegu erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur um viðbótarstyrk árið 2017 til að koma rekstri skíðasvæðisins af stað í vetur. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi, dagsett þann 11. september 2017, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu til rekstrar, öryggismála og aðkallandi viðhalds á skíðasvæðinu og eignum félagsins á árinu 2017-2018. Óskað er eftir kr. 4.000.000 til að hægt verði að hefja skíðavertíðina 2017. Að auki er óskað eftir kr. 5.000.000 viðbótarstyrk fyrir árið 2018 vegna viðhalds og endurnýjun á búnaði.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni Skíðafélags Dalvíkur um kr. 4.000.000 viðbótarstyrk á árinu 2017 og viðauka við fjárhagsáætlun 2017, deild 06800.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa beiðni Skíðafélags Dalvíkur um viðbótarstyrk árið 2018 til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

5.Frá Pétri Einarssyni f.h. íbúasamtaka á Hauganesi; Árskógur 1 og nýgerður kaupsamningur

Málsnúmer 201709097Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, f.h. íbúasamtaka á Hauganesi, rafpóstur dagsettur þann 11. september 2017, þar sem fram kemur að um sé að ræða formlegt erindi lögfræðings fyrir hönd aðila á Hauganesi sem hafa beðið hann að grennslast fyrir um fullyrðingar sem fram koma í 11 liðum vegna kaupsamnings sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um eignina Árskógur 1, 621. Dalvík.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn bæjarlögmanns um þetta mál.

6.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021; Forsendur fjárhagsáætlunar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 12. september 2017, er varðar minnisblað með forsendum fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021.

7.Álagning fasteignagjalda 2018, fyrstu útreikningar

Málsnúmer 201709103Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar forsendur álagningar fasteignagjalda 2018.
Lagt fram til kynningar.

8.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Hólmfríði Kötlu Ketilsdóttur, göngustígur úr "kotunum".

Málsnúmer 201709040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 5. september 2017, vegna göngustígar úr "kotunum" yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá.

Frestur til að senda inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið. Á það skal þó bent að samhljóða erindi frá sömu aðilum vegna fjárhagsáætlunar 2017 var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
Lagt fram til kynningar.

9.Fjárhagsáætlun 2018-Deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes

Málsnúmer 201709051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes.

Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022.

10.Frá stjórn Kirkjugarða Dalvíkurprestakalls; Fjárhagsáætlun 2018; bundið slitlag að Upsakirkjugarði

Málsnúmer 201709102Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Kirkjugarða Dalvíkurprestakalls, er barst sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs þann 7. september 2017, þar sem stjórnin óskar eftir bundnu slitlagi á nýja veginn upp að Upsakirkjugarði á fjárhagsáætlun 2018.

Frestur til að senda inn erindi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018 var til og með 1. september 2017 og er því ofangreint erindi of seint fram komið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 851 og nr. 852.

Málsnúmer 201702014Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 851 og nr. 852.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:43.

Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs