Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 954, frá 10.09.2020

Málsnúmer 2009004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 327. fundur - 15.09.2020

Fundargerðin er í 32 liðum.
Liðir 1, 25 og 26 eru sér liðir á dagskrá.
Liðir 21, 28, 29 eru til afgreiðslu. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • Tekið fyrir erindi Jóhanns Karls Sigurðssonar og Braga V. Bergmanns fh. fyrrum starfsmanna blaðsins Dags á Akureyri, dags. 20.08.2020 þar sem óskað er eftir fjárhagsstuðningi vegna ritunar og útgáfu bókar um Sögu Dags á Akureyri 1918-1996. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 954 Byggaráð getur því miður ekki orðið við ofangreindu erindi en óskar verkefninu góðs gengis. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að breytingum á erindisbréfi UT-teymis sveitarfélagsins.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 954 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á erindisbréfi UT-teymis og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og endurskoðun á erindisbréfi UT-teymis eins og það liggur fyrir.
  • Teknar fyrir til kynningar leiðbeiningar innleiðingarhóps Samband íslenskra sveitarfélga um betri vinnutíma, samanber rafpóstur dagsettur þann 25. ágúst 2020, styttingu vinnuviku samkvæmt kjarasamningum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða samtals á vinnustað um breytt skipulag á vinnutíma liggi fyrir 1. október 2020 og að nýtt fyrirkomulag vinnutíma taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2021.

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi ofangreint hjá Dalvíkurbyggð.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 954 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að starfs- og kjaranefnd fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta þær séu þær innan ramma kjarasamninga. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að starfs- og kjaranefnd fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta þær séu þær innan ramma kjarasamninga.