Snjómokstur 2020

Málsnúmer 202002053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 936. fundur - 05.03.2020

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis.

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar, komu á fundinn kl. 13:00.

Til umræðu snjómokstur í vetur. Veturinn hefur verið mjög snjóþungur og miklir umhleypingar sem oft á tíðum kalla á daglegan snjómokstur bæði í þéttbýli og dreifbýli.

Með fundarboði fylgdi samantekt á kostnaði vegna snjómoksturs í Dalvíkurbyggð árin 2015-2020 þar sem fram kemur að í desember 2019 og janúar og febrúar 2020 er varið meiri fjármunum til snjómoksturs en í nokkrum öðrum mánuðum á þessu 5 ára tímabili.
Þannig er meðaltal kostnaðar vegna snjómoksturs árin 2015-2018 um 25 miljónir króna á ári. Árið 2019 varði Dalvíkurbyggð tæpum 40 miljónum króna í snjómokstur í heild, stærsti einstaki mánuðurinn var desember með 15 miljónir króna. Janúar 2020 kostaði 11,5 miljónir króna og áætlað er að febrúar hafi kostað um 14 miljónir króna í snjómokstri.
Í fjárhagsáætlun 2020 var gert ráð fyrir 25,8 miljónum í snjómokstur á deild 10600 og er það fjármagn að klárast um þessar mundir.

Aðeins er um að ræða að draga mjög verulega úr þjónustu eða samþykkja viðauka. Með fundarboðinu fylgdi beiðni um viðauka upp á 20 miljónir króna á deild 10600 lykil 4948, snjómokstur. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 15 milljónir króna, við deild 10600-4948 vegna snjómoksturs. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Jón Ingi greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Byggðaráð lýsir yfir áhyggjum sínum af því að það fjármagn, sem er úthlutað til Vegagerðarinnar til snjómoksturs, dugar engan vegin til í árferði eins og verið hefur í vetur. Því er nauðsynlegt að til komi aukafjárveitingar til Vegagerðarinnar til snjómoksturs í Eyjafirði á móti þeim aukafjárveitingum sem sveitarfélögin eru að leggja til. Sveitarstjóra er falið senda slíka beiðni til Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytis.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að sækja um viðbótarframlög úr Jöfnunarsjóði vegna snjómoksturs veturinn 2019-2020.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Jón Ingi Sveinsson lýsti yfir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:36.

Á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis.
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar, komu á fundinn kl. 13:00.
Til umræðu snjómokstur í vetur. Veturinn hefur verið mjög snjóþungur og miklir umhleypingar sem oft á tíðum kalla á daglegan snjómokstur bæði í þéttbýli og dreifbýli. Með fundarboði fylgdi samantekt á kostnaði vegna snjómoksturs í Dalvíkurbyggð árin 2015-2020 þar sem fram kemur að í desember 2019 og janúar og febrúar 2020 er varið meiri fjármunum til snjómoksturs en í nokkrum öðrum mánuðum á þessu 5 ára tímabili. Þannig er meðaltal kostnaðar vegna snjómoksturs árin 2015-2018 um 25 miljónir króna á ári. Árið 2019 varði Dalvíkurbyggð tæpum 40 miljónum króna í snjómokstur í heild, stærsti einstaki mánuðurinn var desember með 15 miljónir króna. Janúar 2020 kostaði 11,5 miljónir króna og áætlað er að febrúar hafi kostað um 14 miljónir króna í snjómokstri. Í fjárhagsáætlun 2020 var gert ráð fyrir 25,8 miljónum í snjómokstur á deild 10600 og er það fjármagn að klárast um þessar mundir. Aðeins er um að ræða að draga mjög verulega úr þjónustu eða samþykkja viðauka.
Með fundarboðinu fylgdi beiðni um viðauka upp á 20 miljónir króna á deild 10600 lykil 4948, snjómokstur. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 15 milljónir króna, við deild 10600-4948 vegna snjómoksturs. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn. Jón Ingi greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Byggðaráð lýsir yfir áhyggjum sínum af því að það fjármagn, sem er úthlutað til Vegagerðarinnar til snjómoksturs, dugar engan vegin til í árferði eins og verið hefur í vetur. Því er nauðsynlegt að til komi aukafjárveitingar til Vegagerðarinnar til snjómoksturs í Eyjafirði á móti þeim aukafjárveitingum sem sveitarfélögin eru að leggja til. Sveitarstjóra er falið senda slíka beiðni til Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytis.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að sækja um viðbótarframlög úr Jöfnunarsjóði vegna snjómoksturs veturinn 2019-2020."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun 2020.

Jón Ingi Sveinsson greiddi ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Byggðaráð - 947. fundur - 11.06.2020

Lögð fram til kynningar staða á kostnaði vegna snjómoksturs það sem af er ári. Bókfært á deild 10600, snjómokstur og hálkueyðing, er tæpar 50 miljónir það sem af er ári en í fjárhagsáætlun 2020 með viðaukum er gert ráð fyrir 40 miljónum í heild fyrir árið.

Börkur og Steinþór viku af fundi kl. 14:27.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 338. fundur - 12.06.2020

Svar jöfnunarsjóðs vegna óskar Dalvíkurbyggðar um aukið framlag vegna snjómoksturs.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 8. september 2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna snjómoksturs. Fram kemur að fjármagn vegna snjómoksturs fyrir árið 2020 er uppurið og rúmlega það. Staða á 10600-4949 er nú kr. 49.912.892 og óskað er eftir kr. 11.905.540 til viðbótar út árið.

Með fundarboði fylgdi einnig svar frá Jöfnunarsjóði, dagsett þann 4. september 2020, sem hafnar beiðni Dalvíkurbyggðar um viðbótarframlag vegna íþyngjandi snjómoksturs veturinn 2020 í ljósi tekjufalls sjóðsins og áhrif þess á framlög sjóðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 12.000.000 á lið 10600-4949 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 327. fundur - 15.09.2020

Á 954. fundi byggðaráðs þann 10. september 2020 samþykkti byggðaráð viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 12.000.000, liður 10600-4949, samkvæmt viðaukabeiðni frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs vegna snjómoksturs það sem eftir lifir árs. Lagt er til að viðaukabeiðninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 12.000.000 við lið 10600-4949 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Umhverfisráð - 345. fundur - 04.12.2020

Til umræðu og endurskoðunar viðmiðunarreglur um snjómokstur í Dalvíkurbyggð.
Undir þessum lið koma Steinþór Björnssons, deildarstjóri Eigna- og framkvædmadeildar, til að kynna tillögur að breytingum kl. 08:26

Steinþór vék af fundi kl. 09:44
Umhverfisráð leggur áherslu á að gætt sé aðhalds í snjómokstri. Ekki skal hefja eða halda áfram snjómokstri nema skynsamlegt þyki með tilliti til veðurútlits.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu endurskoðunar á viðmiðunarreglum til næsta fundar.

Umhverfisráð - 346. fundur - 18.12.2020

Undir þessum lið kom á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF deildar, kl. 08:15.

Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs þar sem reglurnar eru samræmdar innan sveitarfélagsins með tilliti til reglna nærliggjandi sveitarfélaga og ábendinga sem borist hafa frá íbúum.
Einnig var forgangslisti moksturs í þéttbýli uppfærður.

Steinþór vék af fundi kl. 09:06



Umhverfisráð samþykkir samhljóða þær breytingar sem gerðar hafa verið á viðmiðunarreglum snjómoksturs og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Undir þessum lið komu á fundinn að nýju Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir kl. 16:29.

Á 346. fundi umhverfisráðs þann 18. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF deildar, kl. 08:15. Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs þar sem reglurnar eru samræmdar innan sveitarfélagsins með tilliti til reglna nærliggjandi sveitarfélaga og ábendinga sem borist hafa frá íbúum. Einnig var forgangslisti moksturs í þéttbýli uppfærður. Steinþór vék af fundi kl. 09:06
Umhverfisráð samþykkir samhljóða þær breytingar sem gerðar hafa verið á viðmiðunarreglum snjómoksturs og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að reglurnar taki gildi frá og með 15. febrúar 2021 til að gefa tíma til aðlögunar.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Guðmundur St. Jónsson.
Jón Ingi Sveinsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar viðmiðunarreglur snjómoksturs eins og þær liggja fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að bæta inn í reglurnar að þær taki gildi frá og með 15. febrúar nk.