Félagsmálaráð - 242, frá 08.09.2020

Málsnúmer 2009003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 327. fundur - 15.09.2020

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 6 til afgreiðslu að hluta. Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • Tekinn fyrir til umfjöllunar samningur við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra um dagþjónustu. Búið var að staðfesta drög að samningi í félagsmálaráði í júní sl. sem og í sveitarstjórn. Erindi barst frá stjórn Dalbæjar eftir þann tíma, þar sem óskað er eftir hækkun á styrk Dalvíkurbyggðar vegna aukins launakostnaðar. Tillögur stjórnar Dalbæjar kynntar fyrir nefndarmönnum. Félagsmálaráð - 242 Félagsmálaráð getur ekki orðið við hækkun samningsins fyrir yfirstandandi ár 2020, en leggur til að greiðslur verði hækkaðar í samræmi við breyttan samning inn í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs hvað varðar höfnun á hækkun samningsins fyrir yfirstandandi ár 2020 og samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu um að greiðslur verði hækkaðar í samræmi við breyttan samning til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.