Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 953, frá 03.09.2020

Málsnúmer 2009001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 327. fundur - 15.09.2020

Fundargerðin er í 9 liðum
2 liður er sér liður á dagskrá.
4 liður er til afgreiðslu.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • Á 930. fundi byggðaráðs þann 9. janúar 2020 var sveitarstjóra falið að senda hugmynd um breyttar áherslur vinabæjarmótanna til hinna vinabæjanna í samstarfinu.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur, dagsettur þann 31. ágúst 2020, frá Borga (Porvoo) sem er svar við rafpósti sveitarstjóra frá 28. janúar 2020 varðandi vangaveltur um hvernig á að fara með fyrirhugað vinabæjamót 2021 i ljósi stöðu mála vegna Covid vírusar.

    a) Halda áfram með áætlanir um mót á Dalvík 2021?
    b) Hætta við undirbúningsfund 2020 og halda hann árið 2021 með því markmiði af hafa mótið 2022 á Dalvik ?
    c) Setja allar áætlanir á bið og taka stöðuna í ágúst 2021 ?
    d) Aðrar tillögur.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 953 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leið c) fyrir ofan verði fyrir valinu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að allar áætlanir um vinabæjamót og undirbúnings þess verði sett á bið og staðan tekin í ágúst 2021.