Frá sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs; Umsókn um niðurgreiðslu skólagjalda við Tónlistarskólann á Akureyri

Málsnúmer 202007034

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 951. fundur - 20.08.2020

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Tekið fyrir minnisblað, dagsett þann 14. ágúst 2020, frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir heimild til að niðurgreiða námskostnað vegna tónlistarnáms við Tónlistarskólann á Akureyri samkvæmt fyrirliggjandi umsókn frá nemenda. Kostnaður er kr. 182.488.

Í fjárhagsáætlun 2020 er ekki gert ráð fyrir niðurgreiðslu námskostnaðar vegna tónlistarnáms.

Gögn til upplýsingar;
Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.
Umsókn um niðurgreiðslu námskostnaðar.
Reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlög úr Jöfnunarsjóði til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að greiða kennslukostnað umfram skólagjöld vegna nemandands og felur sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs að koma inn með erindi vegna viðauka þegar bréf frá Tónlistarskóla Akueyrar liggur fyrir um málið.

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Á 951. fundi byggðráðs þann 20. ágúst s.l. samþykkti byggðaráðs að greiða kennslukostnað umfram skólagjöld vegna nemenda við Tónlistarskólann á Akureyri og fól sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma inn með erindi vegna viðauka þegar bréf frá skólanum lægi fyrir um málið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf Tónlistarskólans á Akureyri sem og beiðni sviðsstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun 2020, dagsett þann 1. september 2020, að upphæð kr. 353.820 fyrir árið 2020 en heildarkostnaður skólaárið 2020-2021 yrði kr. 707.640.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 353.820, nr. 28 við fjárhagsáætlun 2020 við deild 04530, lykill 4380 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 327. fundur - 15.09.2020


Á 954. fundi byggðaráðs þann 10. september s.l. samþykkti byggðaráð viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, viðauki nr. 28 að upphæð kr. 353.820 við fjárhagsáætlun 2020, deild 04530, lykill 4380. Um er að ræða viðauka vegna skólagjalda nemenda utan lögheimilis við Tónlistarskólann á Akureyri. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 353.820. liður 04530-4380 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.