Frá Umhverfis- og tæknisviði; Tímabundin ráðning á umhverfis- og tæknisvið

Málsnúmer 202009001

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 953. fundur - 03.09.2020

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 1. september 2020, er varðar viðaukabeiðni vegna tímabundinnar ráðningar skrifstofumanns á tæknideild áætlað frá 15. september til 31. desember 2020. Aðalverkefnið sem um ræðir er innfærsla á upplýsingum í viðhaldskerfi Hannarrs, en það verkefni hefur setið á hakanum í nokkur ár. Einnig er töluvert af teikningum sem þarf að skanna ásamt gjaldskráruppfærslum og innheimtu ýmis konar sem fylgir haustinu.

Um er að ræða viðaukabeiðni að upphæð kr. 2.511.954 á deild 09210.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl.09:42
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni nr. 27 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 2.511.954 vegna launa á deild 09210 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 327. fundur - 15.09.2020Á 953. fundi byggðaráðs þann 3. september 2020 samþykkti byggðaráð viðauka nr. 27 samkvæmt beiðni frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs við fjárhagsáætlun 2020, deild 09210 vegna tímabundinnar ráðningar á umhverfis- og tæknisvið. Viðaukabeiðnin er vegna launa og er að upphæð kr. 2.511.954 og byggðaráð lagði til að henni yrði mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir ofangreint með 6 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni og viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 2.511.954 við deild 09210 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Þórhalla Karlsdóttir greiðir atkvæði á móti.