Félagsmálaráð

242. fundur 08. september 2020 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202008054Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202008054

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201908017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir stöðumat á fjárhagsáætlun félagsmálasviðs frá janúar til júlí 2020
Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrár 2021

Málsnúmer 201909060Vakta málsnúmer

Lagt er til að gjaldskrár félagsmálasviðs verði hækkaðar um 2,4% á milli áranna 2020 og 2021 eins og forsendur eru í fjárhagsáætlunarferlinu. Teknar fyrir gjaldskrár sviðsins.
Félagsmálaráð samþykkir hækkun gjaldskrár um 2,4% samhljóða með fimm greiddum atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202009052Vakta málsnúmer

Teknar eru fyrir launaáætlanir félagsmálasviðs fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

5.Styrkumsókn 2021

Málsnúmer 202009003Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dags. 01.september 2020 frá Sigurbjörgu Harðardóttur verkefnastjóra Aflsins á Akureyri. Með rafpóstinum er verið að óska eftir styrkbeiðni til reksturs Aflsins fyrir árið 2021 þannig að hægt sé að þróa og efla starfsemina.
Félagsmálaráð frestar afgreiðslu erindisins fram yfir fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021.

6.Samningur um dagþjónustu 2020-2023

Málsnúmer 202004066Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir til umfjöllunar samningur við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra um dagþjónustu. Búið var að staðfesta drög að samningi í félagsmálaráði í júní sl. sem og í sveitarstjórn. Erindi barst frá stjórn Dalbæjar eftir þann tíma, þar sem óskað er eftir hækkun á styrk Dalvíkurbyggðar vegna aukins launakostnaðar. Tillögur stjórnar Dalbæjar kynntar fyrir nefndarmönnum.
Félagsmálaráð getur ekki orðið við hækkun samningsins fyrir yfirstandandi ár 2020, en leggur til að greiðslur verði hækkaðar í samræmi við breyttan samning inn í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021.

7.Nýir jafnaðartaxtar NPA 2020

Málsnúmer 202009019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 19. ágúst 2020 frá NPA miðstöðinni varðandi nýja jafnaðartaxta og nýjan kjarasamning við Eflingu varðandi NPA aðstoðarfólks.
Lagt fram til kynningar.

8.Ritun fundargerða og erindisbréf

Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer

Með fundarboði félagsmálaráðs fylgdu uppfærðar leiðbeiningar um ritun fundargerða og fundarsköp í framhaldi af endurskoðun á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og endurskoðun á erindisbréfi félagsmálaráðs.


Lagt fram til kynningar.

9.Tinna

Málsnúmer 202009040Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags 26.08.2020 frá Reykjavíkurborg en kynnt var tilraunaverkefnið Tinna sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Velferðarráðuneytisins. Meginmarkmið Tinnu var að bjóða upp á heildstæða þjónustu til einstæðra foreldra og barna þeirra. Boðið var upp á frekari kynningu til sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

10.Hjálparsími 1717 fyrir pólskumælandi

Málsnúmer 202009051Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 01.09.2020 frá Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Vakin er athygli á því að nú í byrjun september er opnað fyrir þjónustu fyrir pólskumælandi einstaklinga í hjálparsímanum sem og í netspjalli. Þjónustan er opin á fimmtudögum frá 20-23
Lagt fram til kynningar.

11.íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum

Málsnúmer 202009035Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 01.09.2020 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir um íþrótta og tómstundastyrki þegar líður á haustið. Endanleg dagsetning ræðst af því hvenær rafrænar lausnir sveitarfélaga verða tilbúnar. Samhliða verður ráðist í átakið "Allir með". Sveitarfélögin þurfa að setja saman leiðbeiningar um umsóknarferil innan síns sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.

12.Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Málsnúmer 201903089Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 03.09.2020 frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar en kynnt er að í byrjun september taki í gildi ný reglugerð til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk nr. 856/2018.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi