Frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka, fargjöld í öllum deildum

Málsnúmer 202002079

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 935. fundur - 27.02.2020

Með fundarboði fylgdi beiðni frá sveitarstjóra um viðauka vegna fargjalda í fjárhagsáætlun 2020. Samkvæmt upplýsingum frá aðalbókara keyrðist liðurinn fargjöld, í öllum deildum, ekki inn í áætlunarlíkan úr vinnubókum við gerð fjárhagsáætlunar 2020 vegna kerfisvillu, alls 3.159.000 kr.

Því er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna fargjalda, alls 3.159.000 kr. deilist á 22 málaflokka, gjaldaliður 4210, fargjöld.
Óskað er eftir að mæta þessari leiðréttingu með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna fargjalda, alls 3.159.000 kr. deilist á 22 málaflokka, gjaldaliður 4210, fargjöld og að viðaukanum verði með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi beiðni frá sveitarstjóra um viðauka vegna fargjalda í fjárhagsáætlun 2020. Samkvæmt upplýsingum frá aðalbókara keyrðist liðurinn fargjöld, í öllum deildum, ekki inn í áætlunarlíkan úr vinnubókum við gerð fjárhagsáætlunar 2020 vegna kerfisvillu, alls 3.159.000 kr. Því er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna fargjalda, alls 3.159.000 kr. deilist á 22 málaflokka, gjaldaliður 4210, fargjöld. Óskað er eftir að mæta þessari leiðréttingu með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna fargjalda, alls 3.159.000 kr. deilist á 22 málaflokka, gjaldaliður 4210, fargjöld og að viðaukanum verði með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2020.