Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, beiðni um viðauka vegna langtímaveikinda á Krílakoti.

Málsnúmer 202002083

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 936. fundur - 05.03.2020

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett 25. febrúar 2020, þar sem hann óskar eftir viðauka við launáætlun á leikskólanum á Krílakoti vegna langtímaveikinda starfsmanns í þrjá mánuði. Ekki er gert ráð fyrir langtímaveikindum í launaáætlun fyrir fjárhagsárið 2020 og því ekki svigrúm inn í áætlun til að mæta þeim viðbótar kostnaði.

Óskað er eftir launaviðauka kr. 4.549.549 á deild 04140, Krílakot vegna ofangreinds, og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 4.549.549 kr við deild 04140, launaviðauki vegna langtímaveikinda á Leikskólanum Krílakoti. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Jón Ingi Sveinsson kom aftur inn á fundinn kl. 16:39.

Á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett 25. febrúar 2020, þar sem hann óskar eftir viðauka við launáætlun á leikskólanum á Krílakoti vegna langtímaveikinda starfsmanns í þrjá mánuði. Ekki er gert ráð fyrir langtímaveikindum í launaáætlun fyrir fjárhagsárið 2020 og því ekki svigrúm inn í áætlun til að mæta þeim viðbótar kostnaði.

Óskað er eftir launaviðauka kr. 4.549.549 á deild 04140, Krílakot vegna ofangreinds, og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 4.549.549 kr við deild 04140, launaviðauki vegna langtímaveikinda á Leikskólanum Krílakoti. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2020.