Leitað leyfis landeigenda eða annars rétthafa, erindi til allra sveitastjórna

Málsnúmer 202002068

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 935. fundur - 27.02.2020

Tekinn fyrir rafpóstur frá fjórum félögum í Félagi Húsbílaeigenda, 4x4 og Boreal ehf., dagsettur 18. febrúar 2020.
Í erindinu er óskað eftir að þeir sem eiga tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað sem er útbúinn salernisaðstöðu, t.a.m. ferðasalerni, þurfi ekki að leita leyfis landeigenda til að tjalda/nátta, heldur gildi almannarétturinn, enda skal ferðamaðurinn virða umgengisreglur í hvívetna og gæta að grónu landi.
Byggðaráð hafnar erindinu samhljóða og bendir á 9. grein Lögreglusamþykktar Dalvíkurbyggðar nr. 778/2018 þar sem segir: "Eigi má gista í tjaldvögnum, tjöldum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum, sendibifreiðum með svefn­aðstöðu og öðrum sambærilegum búnaði á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða. Það á einnig við um gistingu á almannafæri innan marka sveitarfélagsins".

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá fjórum félögum í Félagi Húsbílaeigenda, 4x4 og Boreal ehf., dagsettur 18. febrúar 2020. Í erindinu er óskað eftir að þeir sem eiga tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað sem er útbúinn salernisaðstöðu, t.a.m. ferðasalerni, þurfi ekki að leita leyfis landeigenda til að tjalda/nátta, heldur gildi almannarétturinn, enda skal ferðamaðurinn virða umgengisreglur í hvívetna og gæta að grónu landi.

Byggðaráð hafnar erindinu samhljóða og bendir á 9. grein Lögreglusamþykktar Dalvíkurbyggðar nr. 778/2018 þar sem segir: "Eigi má gista í tjaldvögnum, tjöldum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum, sendibifreiðum með svefn­aðstöðu og öðrum sambærilegum búnaði á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða. Það á einnig við um gistingu á almannafæri innan marka sveitarfélagsins"."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.