Skóladagatöl fyrir 2020 - 2021

Málsnúmer 202002018

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 246. fundur - 12.02.2020

Stjórnendur leik - og grunnskóla fóru yfir fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2020 - 2021.
Fræðsluráð leggur til að leik-grunn- og tónlistarskóli reyni eftir fremsta megni að samræma skóladagatöl fyrir skólaárið 2020 - 2021, sérstaklega þó skipulagsdaga skólanna.
Stefnt er að því að leggja skóladagatöl skólanna fullbúin fyrir næsta fund ráðsins.

Fræðsluráð - 247. fundur - 11.03.2020

Ágústa Kristín Bjarnadóttir staðgengill leikskólastjóra á Krílakoti og Katrín Fjóla Guðmundsdóttir deildarstjóri í Dalvíkurskóla fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2020 - 2021
Fræðsluráð samþykkir skóladagatal Dalvíkurskóla og vísar því til samþykktar í sveitastjórn.

Fræðsluráð vísar skóladagatali Árskógarskóla og Krílakots ásamt fylgiskjali inn í Byggðarráð Dalvíkurbyggðar til umræðu. Sviðsstjóra er falið að kostnaðargreina tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 247. fundi fræðsluráðs þann 11. mars 2020 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Ágústa Kristín Bjarnadóttir staðgengill leikskólastjóra á Krílakoti og Katrín Fjóla Guðmundsdóttir deildarstjóri í Dalvíkurskóla fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2020 - 2021.

Fræðsluráð samþykkir skóladagatal Dalvíkurskóla og vísar því til samþykktar í sveitastjórn."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 19. fundur - 03.04.2020

Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri TÁT fór yfir skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2020 - 2021.
Skóladagatal TÁT er samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum

Byggðaráð - 941. fundur - 15.04.2020

Jón Ingi kom aftur inn á fundinn kl. 15.07.

Undir þessum lið mætti Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, á fundinn kl. 15:08.

Á 247. fundi fræðsluráðs þann 11. mars 2020 var m.a. eftirfarandi samþykkt:
"Fræðsluráð vísar skóladagatali Árskógarskóla og Krílakots ásamt fylgiskjali inn í Byggðarráð Dalvíkurbyggðar til umræðu. Sviðsstjóra er falið að kostnaðargreina tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla."

Með fundarboði fylgdi útreikningur sviðsstjóra á kostnaði vegna tillagna á breytingum á starfsumhverfi leikskólanna.

Gísli vék af fundi kl. 15:39.
Byggðaráð samþykkir að bæta við tveim viðbótar skipulagsdögum og að loka leikskólum milli jóla og nýárs á skólaárinu 2020-2021. Jafnframt er óskað eftir minnisblaði frá sviðsstjóra með útreikningum á kostnaði vegna þessarar tillögu.

Sveitarstjórn - 324. fundur - 21.04.2020

Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir komu aftur inn á fundinn kl. 16:49

Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2020 sat Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fundinn undir þessum lið og lagði fram kostnaðargreindar tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla. Gísli vék af fundi kl. 15:39.

"Byggðaráð samþykkir að bæta við tveim viðbótar skipulagsdögum og að loka leikskólum milli jóla og nýárs á skólaárinu 2020-2021. Jafnframt er óskað eftir minnisblaði frá sviðsstjóra með útreikningum á kostnaði vegna þessarar tillögu."

Á 19. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 3. apríl 2020 fór Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri TÁT yfir skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2020 - 2021. Fræðsluráð bókaði eftirfarandi:

"Skóladagatal TÁT er samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum"

Til máls tóku:
Gunnþór E. Gunnþórsson
Þórhalla Franklín Karlsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla eins og það liggur fyrir með því fyrirkomulagi, á leik- og grunnskólastigi, hvað varðar skipulagsdaga, vetrarfrí og jólafrí sem verið hefur undanfarin átta ár enda hefur það gengið vel í samreknum skóla.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum skóladagatal Krílakots og þá tillögu að bæta við tveim viðbótar skipulagsdögum og að loka milli jóla og nýárs á Krílakoti skólaárið 2020-2021.
Markmið þessara breytinga er liður í því verkefni að samræma starfskjör, starfs- og vinnutíma kennara þvert á skólastig. Það verkefni mun halda áfram næstu misseri og verður til umfjöllunar í fræðsluráði.

Ef til breytinga á starfsumhverfi kennara kemur í yfirstandandi kjaraviðræðum mun sveitarstjórn endurskoða og samræma enn frekar þau skóladagatöl sem nú eru samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum skóladagatal Tónlistarskólans á Tröllaskaga