Frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; fjárfestingar 2019

Málsnúmer 201903093

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 901. fundur - 21.03.2019

Tekið fyrir erindi til sveitarstjóra frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett þann 18. mars 2019, er varðar almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við lög og reglur. Fram kemur að nefndin hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi einnig til umfjöllunar veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 317. fundur - 27.03.2019

Tekið fyrir erindi til sveitarstjóra frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett þann 18. mars 2019, er varðar almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við lög og reglur. Fram kemur að nefndin hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar umhverfisráðs.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 84. fundur - 03.04.2019

Með bréfi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sem dagsett er 18. mars 2019, en efni þess er almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.
Í niðurlagi bréfsins kemur fram að nefndin mun óska eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í lok ársins 2019, samanlagður útlagður kostnaður, gildandi fjárheimildi og breytingar á henni á árinu og mat á stöðu verkefnisins. bæði lokið og áætlað ólokið, gagnvar gildandi fjárheimild.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 935. fundur - 27.02.2020

Tekið fyrir erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórna, dagsett 10. febrúar 2020. Vísað er í bréf nefndarinnar frá 18. mars 2019 þar sem fjallað var um fjárfestingar og eftirlit með framvindu á árinu 2019.

Nefndin óskar eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019. Jafnframt er óskað eftir mati á stöðu verkefna gagnvart gildandi fjárheimildum.

Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar berist eftirlitsnefndinni að lokinni umræðu í sveitarstjórn og eigi síðar en 60 dögum eftir dagsetningu bréfsins.
Byggðaráð felur aðalbókara ásamt sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að taka saman umbeðnar upplýsingar og leggja fyrir byggðaráð á fundi fimmtudaginn 12. mars nk.

Byggðaráð - 937. fundur - 12.03.2020

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 fól byggðaráð aðalbókara ásamt sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að taka saman yfirlit um fjárfestingar árið 2019, að beiðni Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og leggja fyrir byggðaráð.

Með fundarboði fylgdi samantekt frá aðalbókara á fjárfestingum og framkvæmdum ársins ásamt skýringum. Farið yfir á fundinum.
Byggðaráð vísar samantektinni til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 fól byggðaráð aðalbókara ásamt sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að taka saman yfirlit um fjárfestingar árið 2019, að beiðni Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og leggja fyrir byggðaráð.

Með fundarboði fylgdi samantekt frá aðalbókara á fjárfestingum og framkvæmdum ársins ásamt skýringum. Farið yfir á fundinum.

Byggðaráð vísar samantektinni til umfjöllunar í sveitarstjórn."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór E. Gunnþórsson
Guðmundur St. Jónsson
Þórhalla Karlsdóttir
Dagbjört Sigurpálsdóttir
Jón Ingi Sveinsson
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 94. fundur - 01.04.2020

Tekið fyrir erindi til sveitarstjóra frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett þann 18. mars 2019, er varðar almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við lög og reglur. Fram kemur að nefndin hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í veitu- og hafnarráði.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 337. fundur - 08.05.2020

Tekið fyrir erindi til sveitarstjóra frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett þann 18. mars 2019, er varðar almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við lög og reglur. Fram kemur að nefndin hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019. Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfisráði.
Lagt fram til kynningar