Ósk um viðræður um yfirtöku á götulýsingakerfi.

Málsnúmer 201904092

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 904. fundur - 23.04.2019

Tekið fyrir erindi frá Rarik dags. 10.apríl 2019, þar sem óskað er eftir að viðræðum við Dalvíkurbyggð um að sveitarfélagið yfirtaki götulýsingarkerfið í sveitarfélaginu.

Til umræðu ofangreint.

Börkur Þór vék af fundi kl. 15:33.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að skoða málið og senda m.a. fyrirspurn á Samband íslenskra sveitarfélaga með vísan í erindi frá Rarik.

Byggðaráð - 923. fundur - 09.10.2019

Á 904.fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var tekið fyrir erindi frá Rarik dags. 10.apríl 2019, þar sem óskað er eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um að sveitarfélagið yfirtaki götulýsingarkerfið í sveitarfélaginu. Þetta var bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að skoða málið og senda m.a. fyrirspurn á Samband íslenskra sveitarfélaga með vísan í erindi frá Rarik."

Börkur greindi frá gangi mála frá þessum fundi.

Börkur vék af fundi kl. 17:40.

Tl umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ganga til viðræðna við Rarik um yfirtöku á götulýsingarkerfi sveitarfélagsins.

Umhverfisráð - 329. fundur - 13.11.2019

Til umræðu gögn vegna mögulegrar yfirtöku sveitarfélagsins á götulýsingu í Dalvíkurbyggð
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 936. fundur - 05.03.2020

Þann 10. apríl 2019 óskaði RARIK eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um yfirtöku á götulýsingarkerfi sveitarfélagsins. Samkvæmt erindinu urðu ákveðin kaflaskil þegar raforkulög nr. 65 frá árinu 2003 tóku gildi. Samkvæmt þeim þá fellur götulýsing ekki undir einkaleyfisstarfsemi dreifiveitufyrirtækja. Uppsetning og rekstur götuljósa kemur þannig ekki inn í tekjuheimildir dreifiveitu eins og starfsemi við rekstur dreifikerfa. RARIK hefur því þurft að halda götulýsingunni utan við hefðbundinn rekstur og utan við tekjuuppgjör gagnvart Orkustofnun.

Með fundarboði fylgdu drög að samningi á milli RARIK og Dalvíkurbyggðar um afhendingu RARIK á götulýsingarkerfinu til eignar í Dalvíkurbyggð. Í drögunum kemur fram að sveitarfélagið yfirtekur og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það er við undirritun samnings og er dagsetning yfirtöku 1. júní 2020.

Börkur og Steinþór viku af fundi kl. 13:47.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning um afhendingu RARIK á götulýsingarkerfinu til eignar í Dalvíkurbyggð og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Þann 10. apríl 2019 óskaði RARIK eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um yfirtöku á götulýsingarkerfi sveitarfélagsins. Samkvæmt erindinu urðu ákveðin kaflaskil þegar raforkulög nr. 65 frá árinu 2003 tóku gildi. Samkvæmt þeim þá fellur götulýsing ekki undir einkaleyfisstarfsemi dreifiveitufyrirtækja. Uppsetning og rekstur götuljósa kemur þannig ekki inn í tekjuheimildir dreifiveitu eins og starfsemi við rekstur dreifikerfa. RARIK hefur því þurft að halda götulýsingunni utan við hefðbundinn rekstur og utan við tekjuuppgjör gagnvart Orkustofnun.

Með fundarboði fylgdu drög að samningi á milli RARIK og Dalvíkurbyggðar um afhendingu RARIK á götulýsingarkerfinu til eignar í Dalvíkurbyggð. Í drögunum kemur fram að sveitarfélagið yfirtekur og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það er við undirritun samnings og er dagsetning yfirtöku 1. júní 2020.

Börkur og Steinþór viku af fundi kl. 13:47.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning um afhendingu RARIK á götulýsingarkerfinu til eignar í Dalvíkurbyggð og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.