Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar. Endurskoðun 2020.

Málsnúmer 202003010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 936. fundur - 05.03.2020

Með fundarboði fylgdu drög að endurskoðaðri lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar.
Einu efnislegu breytingarnar sem lagðar eru til eru við 24. grein. Þar er lagt til að opnunartími á áfengisveitingastöðum í flokki III verði lengdur til kl. 01:00 virka daga. Þetta er lagt til eftir ábendingar frá rekstraraðilum í sveitarfélaginu og einnig eftir samanburð við lögreglusamþykktir nágrannasveitarfélaganna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem fyrir liggja og vísar samþykktinni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdu drög að endurskoðaðri lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar. Einu efnislegu breytingarnar sem lagðar eru til eru við 24. grein. Þar er lagt til að opnunartími á áfengisveitingastöðum í flokki III verði lengdur til kl. 01:00 virka daga. Þetta er lagt til eftir ábendingar frá rekstraraðilum í sveitarfélaginu og einnig eftir samanburð við lögreglusamþykktir nágrannasveitarfélaganna.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem fyrir liggja og vísar samþykktinni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.