Lántaka skv. fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201911065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 927. fundur - 21.11.2019

Í fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar taki 90 m.kr. lán vegna hafnarframkvæmda við Austurgarð við Dalvíkurhöfn.

Við Austurgarð er lögð áhersla á endurnýjanlega orku og orkunýtni með öflugum rafmagnstengingum og tengingum skipa við heitt vatn til upphitunar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að leita eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga skv. fjárhagsáætlun 2019 og óska eftir grænu láni vegna þeirra umhverfissjónarmiða sem lögð var áhersla á við uppbyggingu Austurgarðs.

Byggðaráð - 936. fundur - 05.03.2020

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti samhljóða, á fundi sínum 29. nóvember 2019, að fela sveitarstjóra að leita eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga, fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar skv. fjárhagsáætlun 2019, að upphæð 90 milljónir króna.
Í lok janúar 2020 komu upplýsingar frá Lánasjóðnum um að umsókn Dalvíkurbyggðar hefði verið samþykkt og fylgdi lánssamningur með fundarboði byggðaráðs.

Þar sem lántakan náðist ekki inn á árið 2019 þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2020 upp á 90 miljónir króna til hækkunar langtímaskulda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, deild 42500. Fjárhæðin kemur til hækkunar á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2020, vegna lántöku Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, deild 42500, 90 miljónir króna. Fjárhæðin komi til hækkunar á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lánssamning og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti samhljóða, á fundi sínum 29. nóvember 2019, að fela sveitarstjóra að leita eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga, fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar skv. fjárhagsáætlun 2019, að upphæð 90 milljónir króna. Í lok janúar 2020 komu upplýsingar frá Lánasjóðnum um að umsókn Dalvíkurbyggðar hefði verið samþykkt og fylgdi lánssamningur með fundarboði byggðaráðs. Þar sem lántakan náðist ekki inn á árið 2019 þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2020 upp á 90 miljónir króna til hækkunar langtímaskulda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, deild 42500. Fjárhæðin kemur til hækkunar á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2020, vegna lántöku Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, deild 42500, 90 miljónir króna. Fjárhæðin komi til hækkunar á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lánssamning og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir hér með samhljóða með 7 atkvæðum á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 90.000.000, með lokagjalddaga þann 23. mars 2040, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar við Austurgarð, sem og til fráveituframkvæmda, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra, kt. 070268-2999, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2020.