Strengjalögn í Svarfaðardal að vestan

Málsnúmer 202002087

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 334. fundur - 06.03.2020

Með innsendu erindi dags. 24. febrúar 2020 óskar Rögnvaldur Guðmundsson fyrir hönd RARIK eftir heimild landeiganda fyrir lagningu jarðstrengs í landi Hrísa og Hamars samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð fagnar því að strengjalögn í Svarfaðardal að austan verði lögð í jörðu og leggur til að samkomulagið verði undirritað.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 334. fundi umhverfisráðs þann 6. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 24. febrúar 2020 óskar Rögnvaldur Guðmundsson fyrir hönd RARIK eftir heimild landeiganda fyrir lagningu jarðstrengs í landi Hrísa og Hamars samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð fagnar því að strengjalögn í Svarfaðardal að austan verði lögð í jörðu og leggur til að samkomulagið verði undirritað.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.