Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 15:14 og Katrín Sif Ingvarsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:14.
Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 7.október 2025 þar sem Anna Kristín Guðmundsdóttir sækir um heimild til byggingar 15 m2 smáhýsis á lóð nr. 5 við Hringtún á Dalvík.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið.
Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hringtúni 3 og Miðtúni 1, auk þess sem samþykki framkvæmdasviðs skal liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur, dagsett þann 14. nóvember sl., þar sem Anna Kristín og Einar Dan óska eftir endurupptöku málsins. Fram kemur að þau, íbúar í Hringtúni 5, sætta sig ekki við afgreiðslu skipulagsráðs á málinu né þau rök sem liggja að baki, þ.e. að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi og vísa þar í staðsetningu annarra smáhýsa í hverfinu.
Einnig fylgdu með samskipti bréfritara við byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggð varðandi ofangreint.
Til umræðu ofangreint.
María vék af fundi kl. 15:37.
Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hringtúni 3 og Miðtúni 1, auk þess sem samþykki framkvæmdasviðs skal liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.