Skipulagsráð

35. fundur 06. júní 2025 kl. 12:30 - 15:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Landeldi og vinnsla norðan Hauganess - breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202504091Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð skipulagslýsing, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess. Uppfærð tillaga gerir ráð fyrir stækkun landfyllingar og breytingum á legu bygginga, auk þess sem gert er ráð fyrir vatnslögn og viðlegumannvirki fyrir skip.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202501016Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af Eflu verkfræðistofu, að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202501017Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af Eflu verkfræðistofu, að nýju deiliskipulagi fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Selárland - breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202503039Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnsustigi, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Selár við Hauganes.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Selárland - nýtt deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu og frístundabyggð

Málsnúmer 202503040Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af teiknistofunni NordicArch, að deiliskipulagi fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði í Selárlandi við Hauganes.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Böggvisbraut lauk þann 5.júní sl.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að endanlegri deiliskipulagstillögu í samvinnu við skipulagshönnuði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð á Árskógssandi lauk þann 5.júní sl.
Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Rarik.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að endanlegri deiliskipulagstillögu í samvinnu við skipulagshönnuði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð sunnan Dalvíkur lauk þann 5.júní sl.
Tvær athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Mílu, Náttúruverndarstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Rarik.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að endanlegri deiliskipulagstillögu í samvinnu við skipulagshönnuði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Skógarhólar - breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðisins, fjölgun byggingarlóða, landmótun og lagningu nýrrar götu út frá Skógarhólum.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10.apríl 2024 og var þar samþykkt að kynna tillögu á vinnslustigi samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Skipulagsráð samþykkir að ný gata til norðurs út frá Skógarhólum fái heitið Berjahólar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Garðatröð 1A (Hamar) - umsókn um byggingu geymsluskúrs

Málsnúmer 202504065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13.apríl 2025 þar sem Óðinn Gunnarsson sækir um leyfi til byggingar geymsluskúrs utan byggingarreits á frístundalóð nr. 1A við Garðatröð.

Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Jóabúð Hauganesi - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202202038Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 25.september 2024 var samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Hauganess vegna áforma um stækkun lóðarinnar Jóabúðar um 4 m til norðurs og 2 m til austurs.
Nú er lagt fram erindi þar sem lóðarhafi sækir um stækkun um 3 m til suðurs til viðbótar við fyrri umsókn, ásamt því að sótt er um breytingar á göngustígum og aðliggjandi lóð.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Þorsteinn Ingi Ragnarsson bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt . Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til fyrri afgreiðslu ráðsins dags. 25.september 2024.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

12.Sjávarstígur 2 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202506015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2.júní 2025 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
Breytingin felur í sér tilfærslu á núverandi byggingarreit að lóðarmörkum til suðurs ásamt því að reiturinn er lengdur um 3 m til norðausturs.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið með þeirri breytingu að byggingarreitur verði ekki nær lóðarmörkum en 3 m.
Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 4, 6, 8 og 10.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Sjávarstígur 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir notkun sprengiefnis í borholur

Málsnúmer 202505155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22.maí 2025 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um heimild til þess að nota sprengiefni í borholu undir sjávarbotni á lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og fer fram á gögn frá óháðum aðila sem sýna fram á hugsanleg áhrif af notkun sprengiefnis skv. erindinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Hóll, Svarfaðardal - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borholu

Málsnúmer 202504072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15.apríl 2025 þar sem Karl Ingi Atlason sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir heitu vatni fyrir varmadælu í landi Hóls í Svarfaðardal.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljoða með fimm atkvæðum.

15.Vegur að lóð vatnsveitumannvirkja við Upsa

Málsnúmer 202505099Vakta málsnúmer

Skilgreina þarf staðfang lóðar fyrir vatnsveitumannvirki Dalvíkurbyggðar í landi Upsa. Vegur sem liggur að umræddri lóð hefur ekki fengið formlegt heiti og því þarf að ákveða nafn.
Skipulagsráð samþykkir að vegur sem liggur frá Böggvisbraut að vatnsveitulóð í landi Upsa fái heitið Upsavegur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fylgiskjöl:

16.Ingvarir - umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 202506009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2.júní 2025 þar sem Sylvía Ósk Ómarsdóttir sækir um stofnun íbúðarhúsalóðar úr landi Ingvara í Svarfaðardal.
Fyrir er eitt íbúðarhús á landinu.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir stofnun lóðar skv. erindinu. Áformin skulu grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auk þess sem umsagnar Vegagerðarinnar um staðsetningu heimreiðar skal aflað. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum á Helgafelli.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Lóð undir nýja slökkvistöð

Málsnúmer 202503050Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um nýja slökkvistöð Dalvíkurbyggðar óskar eftir tillögum frá skipulagsráði að staðsetningu lóðar undir stöðina.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.mars sl. og var þar lögð fram tilaga vinnuhóps að staðsetningu lóðar sem skipulagsráð hafnaði.
Skipulagsráð vísar til niðurstöðu sameiginlegs fundar skipulagsráðs og vinnuhóps dags. 25.mars 2025. Auk þess leggur skipulagsráð til að eftirfarandi staðsetningar verði skoðaðar nánar:

- Baldurshagareitur
- Skíðabraut 12

18.Sandskeið - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 202506003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2.júní 2025 þar sem Reynir Lárusson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á Sandskeiði.
Skipulagsráð samþykkir erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

19.Aðalgata 4 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 202505087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14.maí 2025 þar sem Ektafiskur ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóð nr. 4 við Aðalgötu á Hauganesi.
Umsækjandi er jafnframt lóðarhafi.
Skipulagsráð samþykkir erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

20.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla fyrir málaflokk 09 fyrir mars - apríl 2025 varðandi stöðu bókhalds í samanburði við heimildir.
Frestað til næsta fundar.

21.Goðabraut 3 - Stjórnsýslukæra

Málsnúmer 202503123Vakta málsnúmer

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru á ákvörðun skipulagsráðs Dalvíkurbyggðar frá 12.febrúar sl. um heimild til hækkunar húss á lóð nr. 3 við Goðabraut á Dalvík.
Niðurstaða úrskurðarnefndar er sú að kærumálinu er vísað frá.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2025

Málsnúmer 202501031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 4.fundar dags. 5.júní 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:20.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi