Lóð undir nýja slökkvistöð

Málsnúmer 202503050

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Lögð fram tillaga vinnuhóps um brunamál að staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í Dalvíkurbyggð.
Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar vestan Ólafsfjarðarvegar, á svæði sem nú er skilgreint sem a) íþróttasvæði og b) svæði fyrir verslun og þjónustu í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Skipulagsráð hafnar framlögðum tillögum að staðsetningu slökkvistöðvar.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um aðra staðarvalskosti.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga vinnuhóps um brunamál að staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í Dalvíkurbyggð.
Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar vestan Ólafsfjarðarvegar, á svæði sem nú er skilgreint sem a) íþróttasvæði og b) svæði fyrir verslun og þjónustu í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar framlögðum tillögum að staðsetningu slökkvistöðvar. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um aðra staðarvalskosti.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn feli sveitarstjóra að boða vinnuhóp og skipulagsráð á fund sem fyrst.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Skipulagsráð - 35. fundur - 06.06.2025

Vinnuhópur um nýja slökkvistöð Dalvíkurbyggðar óskar eftir tillögum frá skipulagsráði að staðsetningu lóðar undir stöðina.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.mars sl. og var þar lögð fram tilaga vinnuhóps að staðsetningu lóðar sem skipulagsráð hafnaði.
Skipulagsráð vísar til niðurstöðu sameiginlegs fundar skipulagsráðs og vinnuhóps dags. 25.mars 2025. Auk þess leggur skipulagsráð til að eftirfarandi staðsetningar verði skoðaðar nánar:

- Baldurshagareitur
- Skíðabraut 12