Sjávarstígur 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir notkun sprengiefnis í borholur

Málsnúmer 202505155

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 35. fundur - 06.06.2025

Erindi dagsett 22.maí 2025 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um heimild til þess að nota sprengiefni í borholu undir sjávarbotni á lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og fer fram á gögn frá óháðum aðila sem sýna fram á hugsanleg áhrif af notkun sprengiefnis skv. erindinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 36. fundur - 12.08.2025

Erindi dagsett 22.maí 2025 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um heimild til þess að nota sprengiefni í borholu undir sjávarbotni á lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 6.júní sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi álit óháðs aðila á hugsanlegum áhrifum af norkun sprengiefnis.
Nú liggur fyrir umsögn Eflu verkfræðistofu og veitustjóra Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Lóðarhafar á Hauganesi skulu upplýstir um framkvæmdina.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.