Sjávarstígur 2 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202506015

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 35. fundur - 06.06.2025

Erindi dagsett 2.júní 2025 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
Breytingin felur í sér tilfærslu á núverandi byggingarreit að lóðarmörkum til suðurs ásamt því að reiturinn er lengdur um 3 m til norðausturs.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið með þeirri breytingu að byggingarreitur verði ekki nær lóðarmörkum en 3 m.
Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 4, 6, 8 og 10.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.