Ingvarir - umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 202506009

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 35. fundur - 06.06.2025

Erindi dagsett 2.júní 2025 þar sem Sylvía Ósk Ómarsdóttir sækir um stofnun íbúðarhúsalóðar úr landi Ingvara í Svarfaðardal.
Fyrir er eitt íbúðarhús á landinu.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir stofnun lóðar skv. erindinu. Áformin skulu grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auk þess sem umsagnar Vegagerðarinnar um staðsetningu heimreiðar skal aflað. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum á Helgafelli.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.