Sveitarstjórn

366. fundur 20. febrúar 2024 kl. 16:15 - 18:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboðun eða fundarboð.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1094, frá 25.01.2024

Málsnúmer 2401010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; Mál 202301101.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; Mál 202401111.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; Mál 202311012.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1095, frá 08.02.2024.

Málsnúmer 2402002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202401017.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202402009.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202401116.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202302116.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1096, frá 15.02.2024

Málsnúmer 2402007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202402055.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202301098.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 201303097.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202308038.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202402027.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 276, frá 13.02.2024.

Málsnúmer 2402003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 290, frá 14.02.2024

Málsnúmer 2402005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202311011.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202311010.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 158, frá 06.02.2024

Málsnúmer 2402001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulagsráð - 17, frá 14.02.2024.

Málsnúmer 2402004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 18 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202304030.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202301077.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202303003.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202309104.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202401021.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202401076.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202205013.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 17, frá 02.02.2024.

Málsnúmer 2401012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202401137.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Ungmennaráð - 42, frá 26.01.2024.

Málsnúmer 2401011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 132, frá 12.02.2024.

Málsnúmer 2402006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202401123.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Frá 1094. fundi byggðaráðs þann 25.01.2024; Viðauki vegna kaupa á bíl fyrir Eigna- og framkvæmdadeild

Málsnúmer 202401111Vakta málsnúmer

Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 22. janúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 til kaupa á bíl fyrir Eigna- og framkvæmdadeild. Á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 7.000.000 vegna kaupa á bíl. Eftir þarfagreiningu og upplýsingaöflun um þá kosti sem eru í boði þá er niðurstaðan að óska eftir að kaupa nýjan VW Transporter T6.1 Double Cab 4x4 skv. tilboði sem er kr. 8.087.600. Í erindinu koma fram rök fyrir ofangreindu vali og kaupum. Helga Íris vék af fundi kl. 13:33Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 1.087.600 á lið 32200-11853 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.087.600 á lið 32200-11853 vegna kaupa á bifreið fyrir Eigna- og framkvæmdadeild. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá 1096. fundi byggðaráðs þann 15.02.2024; Viðaukabeiðni vegna veikindafleysinga

Málsnúmer 202402055Vakta málsnúmer

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2024 vegna veikindalauna að upphæð kr. 2.286.341 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr.7 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 2.286.341 vegna veikindalauna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

13.Frá 1096. fundi byggðaráðs þann 15.02.2024; Ráðning í starf verkefnastjóra þvert á svið

Málsnúmer 202402027Vakta málsnúmer

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 6. febrúar sl, þar sem óskað er eftir heimild til að ráða í starf verkefnastjóra þvert á við Framkvæmdasviðs og Fjármála- og stjórnsýlusviðs. Í erindinu er gert grein fyrir þarfagreiningu í starfið og helstu verkefnum. Í starfs- og fjárhagáætlun 2024 þá er gert ráð fyrir starfi verkefnastjóra í 100% starf á deild 09210. Sumarið 2023 voru gerðar breytingar á framkvæmdasviði þannig að í dag starfa þar þrír millistjórnendur í stað sviðsstjóra. Við undirbúning og vinnu við þær breytingar var ljóst að einhver verkefni féllu ekki beint undir starfssvið þeirra stjórnenda, þá er um að ræða ákveðna skörun á verkefnum á milli þessara tveggja sviða. Þá eru stefnumótandi verkefni sem heyra undir fjármála- og stjórnsýslusvið sem ekki hefur verið ráðrúm til þess að sinna sökum fjölda verkefna. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar ráðningu í 100% starf verkefnastjóra þvert á svið Framkvæmdasviðs og Fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði næsti yfirmaður og fari því með ráðningarvald og mannaforráð. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimilar ráðningu í 100% starf verkefnastjóra þvert á svið Framkvæmdasviðs og Fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði næsti yfirmaður með ráðningarvald og mannaforráð.

14.Frá 1094. fundi byggðaráðs þann 25.01.2024; Vinnuhópur um farartæki, tæki og tæknibúnað

Málsnúmer 202301101Vakta málsnúmer

Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri,kl. 13:15. Til umræðu vinnuhópur Dalvíkurbyggðar um farartæki, tæki og tæknibúnað og endurskipun í hópinn. Hlutverk vinnuhópsins er að lágmarka rekstrarkostnað og hámarka öryggi og endingu farartækja, tækja og tæknibúnaðar í eigu sveitarfélagsins til lengri tíma. Markmiðið náist með því að skipuleggja reglubundið og tímasett viðhald,endurnýjun sem og skýrt skilgreindum eftirlits- og ábyrgðaraðila. Samkvæmt samþykktu erindisbréfi dagsettu í febrúar 2020 skipa vinnuhópinn: einn fulltrúi frá byggðaráði, einn frá veitusviði, einn frá hafnasviði og deildarstjóri EF deildar. Halla vék af fundi kl. 13:28Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að breyta nafni vinnuhópsins í Vinnuhópur um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar og breyta skipan hans þannig að í honum eigi enginn kjörinn fulltrúi sæti einungis starfsfólk sveitarfélagsins. Eftir breytingu skipa vinnuhópinn: Halla Dögg Káradóttir veitustjóri, Haukur Guðjónsson verkstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Arnar Rúnarsson starfsmaður veitna og Björn Björnsson hafnarvörður. Veitustjóra er falið að uppfæra erindisbréf hópsins með þessum breytingum. Jafnframt óskar byggðaráð eftir því að þegar fundargerðir vinnuhópsins eru til umræðu á fundum byggðaráðs mæti veitustjóri til fundar og fylgi þeim eftir. "
Til máls tók:
Freyr Antonsson, forseti, sem gerði grein fyrir að fyrir liggur uppfært erindisbréf undir málinu í fundarboði sveitarstjórnar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að uppfærðu erindisbréfi fyrir Vinnuhóp um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar.

15.Frá 1096. fundi byggðaráðs þann 15.02.2024; Málefni Byggðasafnins Hvols

Málsnúmer 202301098Vakta málsnúmer

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15. Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. voru húsnæðismál Byggðasafnins Hvols áfram til umræðu. Fram kom að unnið verður áfram að verkefninu og samþykkt að fá forstöðumann safna og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs aftur á fund eftir 2 vikur. Björk Hólm og Gísli gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem hefur farið fram á milli funda. Björk og Gísli viku af fundi kl. 13:35. Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna og starfsmönnum á sviði safnamála að halda áfram að tæma Byggðasafnið Hvol og pakka niður safnmunum til geymslu. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila forstöðumanni safna að nýta heimild í launaáætlun 2024 vegna sumarstarfa í ofangreinda vinnu með því skilyrði að það rúmist innan heimildar í launaáætlun. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að húsnæði safnsins verði sett á söluskrá. d)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áfram verði unnið að framtíðarsýn um húsnæðismál safna og að byggðaráð muni eiga fund með forstöðumanni og sviðsstjóra fyrir Páska og staða mála rædd."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá bókun byggðaráðs að forstöðumanni safna og starfsmönnum á sviði safnamála er falið að halda áfram að tæma Byggðasafnið Hvol og pakka niður safnmunum til geymslu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að heimila forstöðumanni safna að nýta heimild í launaáætlun 2024 vegan sumarstarfa í Hvoli í ofangreinda vinnu með því skilyrði að það rúmist innan heimildar í launaáætlun.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að húsnæðið Byggðasafns Hvols verði sett á söluskrá.
d) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að áfram verður unnið að framtíðarsýn um húsnæðismál safna.

16.Frá 290. fundi fræðsluráðs þann 14.02.2024; Morgunmatur í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202311011Vakta málsnúmer

Á 290. fundi fræðsluráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöðu á könnun sem lögð var fyrir foreldra varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að tilraun varðandi morgunmat verði gjaldfrjáls. Kostnaðargreining sýndi að viðbótarkostnaður, nema matarkostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. "
Til máls tók:
Helgi Enarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:28.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að tilraun varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla í apríl og maí 2024 verði gjaldfrjáls með því skilyrði að kostnaðurinn, fyrir utan matarkostnað, rúmist innan heimildar í fjárhagsramma Dalvíkurskóla.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með 6 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðaukabeiðni fyrir matarkostnaði í byggðaráð fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

17.Frá 290. fundi fræðsluráðs þann 14.02.2024; Tímasetning á byrjun á skóladegi í grunnskóla

Málsnúmer 202311010Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn að nýju á fundinn kl. 16:32.

Á 290. fundi fræðsluráðs þann 14. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson,skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður á könnun foreldra varðandi byrjun á skóladegi.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til út frá niðurstöðu könnunar að byrjun á skóladegi verði óbreytt að svo stöddu."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að byrjun á skóladegi verði óbreytt að svo stöddu út frá niðurstöðu foreldrakönnunar.

18.Frá 1094. fundi byggðaráðs þann 25.01.2024; Erindi vegna Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands

Málsnúmer 202311012Vakta málsnúmer

Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Díana Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, í gegnum TEAMS fund kl. 14:15. Á 363. fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 2. nóvember sl., þar sem fram kemur að föstudaginn 15. september bauð stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands (VMÍ) fulltrúm sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra til kynningarfundar þar sem farið var yfir starfsemi VMÍ og sýn stjórnar á áframhaldandi starf og útvíkkun starfseminnar. Mikil jákvæðni var í garð verkefnisins á fundinum og ljóst að mikill hagur getur verið fyrir VMÍ og sveitarfélögin, að mati fundarmanna,að útvíkka starfsemina. Í framhaldi af fundinum vill stjórn VMÍ formlega kanna hug sveitarfélaganna til þátttöku að þróun verkefnisins og því er þetta erindi sent til umfjöllunar. Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá SSNE, dagsett þann 22. september 2023.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar boðið en hefur ekki hug á að taka þátt í verkefninu."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 5. desember 2023, þar sem vísað er í ofangreint erindi frá 2. nóvember sl. Fram kemur að SSNE sendir fyrir hönd stjórnar VMÍ erindi á sveitarfélögin varðandi hug sveitarfélagana gagnvart þátttöku í áframhaldandi þróun Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Var þar horft til breiðari þátttöku sveitarfélaga sem og fjölbreyttari vetraríþrótta. Ekki er gert ráð fyrir fjárhagslegri skuldbindingu frá sveitarfélögunum heldur aðeins viljayfirlýsingu um þátttöku í þróunarvinnu. Nokkur sveitarfélög hafa nú samþykkt erindið, en önnur hafa óskað eftir frekari upplýsingum og er boðið upp á stuttan kynningarfund. Til umræðu ofangreind. Díana vék af fundi kl. 14:40 Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Díönu fyrir góða kynningu og samþykkir samhljóða 3 atkvæðum að taka þátt í þróunarvinnu um Vetraríþróttamiðstöð Íslands."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í þróunarvinnu um Vetraríþróttamiðstöð Íslands.

19.Frá 1096. fundi byggðaráðs þann 15.02.2024; Samningur um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða - framlenging

Málsnúmer 201303097Vakta málsnúmer

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf. um framlengingu samnings um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Þann 22. febrúar 2012 undirrituðu aðilar samning um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Meginefni samningsins snýr að einkarétti Bergmanna ehf. til takmarkaðra afnota af nánar tilgreindu landi Dalvíkurbyggðar í því skyni að lenda þar þyrlu með borgandi ferðamenn á sínum vegum. Í samræmi við 5. gr. samningsins er hann tímabundinn til 12 ára og upphaf leigutímans þann 1. mars 2012. Samkvæmt þessu rennur samningurinn út þann 1. mars 2024. ́ Í ofangreindu drögum að samkomulagi þá er gert ráð fyrir framlengingu til 1. ágúst nk. og að öll ákvæði samningsins haldi að öðru leyti gildi sínu og gildi þannig óbreytt til 1. ágúst 2024. Þannig gefist Dalvíkurbyggð ráðrúm til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framhald þyrluskíðamennsku innan marka sveitarfélagsins. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðaráð samþykkir að forsvarsmenn Bergmanna ehf. fái drögin til yfirlestrar fyrir fund sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmenna ehf. um framlengingu samnings um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða til 1. ágúst 2024.

20.Frá 1096. fundi byggðaráðs þann 15.02.2024; Selárland - uppbyggingarsvæði- viljayfirlýsing.

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 365. fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1092. fundi byggðaráðs þann 1. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað: Á 1078. fundi byggðaráðs þann 31. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: Á 1075. fundi byggðaráðs þann 27. júlí sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa hluta úr Selárlandinu sem þróunarsvæði og felur sveitarstjóra að vinna að minnisblaði fyrir byggðaráð. Mál 202306065. Tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra er varðar þróunarreit ofan Hauganess, dagsett þann 30. ágúst 2023. Katrin Sif vék af fundi undir þessum lið kl. 16:13. Lagt fram til kynningar og málið verður tekið áfram til umfjöllunar á næsta fundi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað frá síðasta fundi um ýmis álitaefni.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli og tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykki meðfylgjandi tillögu að auglýsingu og felur sveitarstjóra að auglýsa hluta úr landi Selár sem þróunarsvæði sem og að sveitarstjórn samþykki að auglýsingin verði kynnt á íbúafundi í Árskógi. Sveitarstjóra sé falið að finna dagsetningu fyrir fundinn. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta." Frestur til að að skila inn tillögur var til og með 8. janúar sl. Einn tillaga barst og er hún frá Ektaböðum ehf í samstarfi við Nordic arkitekta.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði viljayfirlýsing við Ektaböð ehf. um ofangreint verkefni. Til máls tók: Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn felur byggðarráði fullnaðarafgreiðslu viljayfirlýsingar við Ektaböð sé hún innan ramma auglýsingar um uppbyggingarsvæði ofan Hauganess." Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að gerð verði viljayfirlýsing við Ektaböð ehf. um verkefni um uppbyggingu Selárlands á grundvelli fyrirliggjandi tillögu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um að fela byggðarráði fullnaðarafgreiðslu viljayfirlýsingar við Ektaböð sé hún innan ramma auglýsingar um uppbyggingarsvæði ofan Hauganess", Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að viljayfirlýsingu við Ektaböð ehf. um ofangreint. Sviðsstjóri upplýsti að drögin eru til yfirlestrar hjá forsvarsmönnum Ektabaða ehf.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drögin eins og þau liggja núna fyrir og afgreiðslu frestað þar til umsögn berst frá forsvarsmönnum Ektabaða ehf. sem og frekari rýni innanhúss."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessu máli verði áfram vísað til byggðaráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu þar sem ekki liggja fyrir viðbrögð forsvarsmanna Ektabaða ehf.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

21.Frá 1095. fundi byggðaráðs þann 08.02.2024; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 - samningur við Yrki Arkitektar ehf.

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15. Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu. Gunnar vék af fund i kl. 14:02. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Yrki arkitektar ehf. og Dalvíkurbyggðar um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Dalvíkurbyggð, sbr. tilboð. María vék af fundi kl. 14:36. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Yrki Arkitekta ehf. um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags Dalvíkurbyggðar skv. tilboði.

22.Frá 1095. fundi byggðaráðs þann 08.02.2024; Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jón Jónsson, lögmaður frá lögmannsstofunni Sókn fyrir hönd Arctic Hydro hf., kl. 13:15 í gegnum TEAMS. Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Snævar Örn Georgsson frá EFLU, Skírnir Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Skírnisson og Eiður Pétursson frá Artic Hydro hf., kl. 13.15, og sveitarstjórnarfulltrúarnir Freyr Antonsson í gegnum TEAMS, Gunnar Guðmundsson, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Monika Margrét Sigurðardóttir. Ennig sat fundinn Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri. Tekið fyrir erindi frá Arctic Hydro hf., dagsett þann 21. desember 2023, þar sem óskað er eftir því að fá kynningarfund með Dalvíkurbyggð þar sem kynnt verða áform um fyrirhugaða Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal. Í kynningunni verður farið yfir tilhögun virkjunarinnar, þá forhönnun og samráð sem hefur átt sér stað, skipulagsmál, framkvæmdaraðila, reynslu af sambærilegum verkum og helstu umhverfisáhrif. Forsvarsmenn Arctic Hydro hf. kynntu ofangreind áform. Gunnar Guðmundsson vék af fundi kl. 14:10. Snævar Örn, Skírnir, Sigurbjörn og Eiður viku af fundi kl. 14:30. Katrín Sif, Monika og Freyr viku af fundi kl. 14:35.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu og yfirferð." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sókn lögmannsstofu fyrir hönd Arctic Hydro hf., dagsett þann 19. janúar sl., þar sem óskað er eftir sérstökum fundi til að fara yfir meðfylgjandi gögn og jafnframt kynna málið vegna samningaviðræðna um jarðir í eigu Dalvíkurbyggðar vegna mögulegrar virkjunar Þorvaldsár í Þorvaldsdal. Dalvíkurbyggð er eigandi jarðanna Grundar og Hrafnagils, en eignarhald vatnsréttinda tengdum jörðunum er hjá íslenska ríkinu.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar með Sókn lögmannsstofu til þess að fara yfir gögn málsins vegna samningaviðræðna um jarðir í eigu sveitarfélagsins. " Til umræðu meðfylgjandi gögn vegna samningaviðræðna á milli Dalvíkurbyggðar og Arctic Hydro hf. um jarðir í eigu sveitarfélagsins vegna áforma um Árkógsvirkjun í Þorvaldsdal. Jón vék af fundi kl. 13:52.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að hlutast til um að kjörnir fulltrúar í veitu- og hafnaráði, skipulagsráði og umhverfis-og dreifbýlisráði fái sameiginlega kynningu á ofangreindu fyrir fund byggðaráðs í næstu viku."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að Dalvíkurbyggð fari í samningaviðræður við Arctic Hydro hf. um jarðar í eigu sveitarfélagsins vegna áforma um Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal. Jafnframt að sveitarstjóra verði falið að fylgja málinu eftir fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

23.Frá 17. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 02.02.2024; Hreinsun á svæðum í eigu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202401137Vakta málsnúmer

Á 17. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 2. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu óæskileg ruslsöfnun á svæðum í eigu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að haldið verði áfram með hreinunarátak frá árinu 2023 og að leitað verði samstarfs við Heilbrigðieftirlit og Byggingarfulltrúa um ákveðna hluta verkefnisins. Framkvæmdasviði er falið að hefja undirbúning að afgirtu geymslusvæði austan gámasvæðis. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs.

24.Frá 17. fundi skipulagsráðs þann 14.02.2024; Syðra-Holt - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 202401021Vakta málsnúmer

Á 17. fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 22. janúar 2024 þar sem Eiríkur Knútur Gunnarsson sækir um leyfi til byggingar íbúðarhúsa á jörðinni Syðra Holti. Fyrirhugað er að reisa tvö hús; annarsvegar 120 m2 íbúðarhús á einni hæð og hinsvegar 80 m2 íbúðarhús á einni eða einni og hálfri hæð. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi er afstöðumynd. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið með vísan í kafla 4.10.5 í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem segir að heimilt sé að reisa allt að þrjú íbúðarhús á lögbýlum með þeim skilyrðum að ný hús nýti sömu heimreið og lögbýlið og skuli vera í samhengi og tengslum við aðra byggð á svæðinu. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindi frá Eiríki Knúti Gunnarssyni um leyfi til byggingar íbúðarhúsa á jörðinni Syðra-Holti með vísan í kafla 4.10.5 í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem segir að heimilt sé að reisa allt að þrjú íbúðarhús á lögbýlum með þeim skilyrðum að ný hús nýti sömu heimreið og lögbýlið og skuli vera í samhengi og tengslum við aðra byggð á svæðinu.

25.Frá 17. fundi skipulagsráðs þann 14.02.2024; Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Á 17. fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram endurskoðuð drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi atvinnu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi, unnin af Form ráðgjöf ehf. Breytingin gerir ráð fyrir eftirfarandi: - Lóðir nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu verði sameinaðar í eina lóð með þremur byggingarreitum. Ný lóð verður nr. 31 við Öldugötu. - Hámarksnýtingarhlutfall sameinaðrar lóðar verði 0,55 fyrir byggingar á einni hæð og 0,6 fyrir byggingar á einni hæð með millilofti eða efri hæð. - Hámarksvegghæð bygginga verði 8 m og hámarksmænishæð verði 11 m. Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og skýringarmynd.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda og framlagða tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi vegna Öldugötu 31, 33 og 35 á Árskógssandi. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með 6 atkvæðum að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Monika Margrét situr hjá.

26.Frá 17. fundi skipulagsráðs þann 14.02.2024; Skógarhólar 8 og 10 - tillaga varðandi skipulag

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Á 17. fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram að beiðni byggðaráðs erindi þess efnis að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis sem felst í stækkun íbúðarbyggðar ÍB-314, fjölgun byggingarlóða, landmótun og byggingu nýrrar götu út frá Skógarhólum. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 8. nóvember 2023.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið.

27.Frá 17. fundi skipulagsráðs þann 14.02.2024; Forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 202304030Vakta málsnúmer

Á 17. fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað.
"Á fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember sl. var staðfestur forgangslisti yfir deiliskipulagsvinnu í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt listanum eru eftirfarandi svæði í fyrsta forgangi varðandi skipulagsvinnu: - Athafnasvæði við Sandskeið - Hesthúsasvæði Ytra-Holti - Hafnarsvæði Árskógssandi - Hafnarsvæði á Dalvík Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að hafin verði vinna við deiliskipulagsgerð í samræmi við forgangsröðun. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja samtal við hagsmunaaðila á þessum svæðum. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að hafin verði vinna við deiliskipulagsgerð í samræmi við forgangsröð.

28.Frá 17. fundi skipulagsráðs þann 14.02.2024; Hálsá - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Á 17. fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám við Hálsá lauk þann 30. desember sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands, Hörgársveit, Fjallabyggð, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.Niðurstaða:Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið og kynna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindi vegna áforma um efnisnám við Hálsá og kynna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

29.Frá 17. fundi skipulagsráðs þann 14.02.2024; Dysnes - umsagnarbeiðni um matsáætlun fyrir höfn og landfyllingu

Málsnúmer 202401076Vakta málsnúmer

Á 17. fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 27. nóvember 2023 þar sem Skipulagsstofnun óskar umsagnar Dalvíkurbyggðar um matsáætlun fyrir fyrirhugaða landfyllingu og höfn í Dysnesi í Hörgársveit. Umsagnarfrestur er veittur til 15. febrúar nk. Niðurstaða:Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við drög sem lögð voru fram á fundinum. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók:
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að umsögn um matsáætlun fyrir fyrirhugaða landfyllingu og höfn í Dysnesi í Hörgársveit.
Helgi Einarsson situr hjá.

30.Frá 17. fundi skipulagsráðs þann 14.02.2024; Laxós Árskógssandi - beiðni um umsögn vegna landeldis

Málsnúmer 202205013Vakta málsnúmer

Á 17. fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 18. janúar 2024 þar sem Matvælastofnun óskar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um umsókn Laxóss ehf. um rekstrarleyfi vegna landeldis á Árskógssandi. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 22. júní 2022 og var afgreiðslu frestað. Niðurstaða:Dalvíkurbyggð gerir ekki athugasemdir við að gefið verði út rekstrarleyfi til umsækjanda fyrir 1. áfanga fyrirhugaðrar framkvæmdar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá umsögn að Dalvíkurbyggð gerir ekki athugasemdir við að gefið verði út rekstrarleyfi til umsækjanda fyrir 1. áfanga fyrirhugaðarar framkvæmdar.
Monika Margrét Stefánsdóttir greiðir atkvæði á móti og Lilja Guðnadóttir situr hjá.

31.Frá 132. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12.02.2024; Boðun Hafnasambandsþings

Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer

Á 132. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi bókað:
"Stjórn Hafnasambands Íslands boðar hér með formlega til hafnasambandsþings 24.-25. október 2024 í Hofi á Akureyri. Dagskrá þingsins er ekki klár en gert er ráð fyrir að þingið hefjist 9:30 þann 24. október og ljúki upp úr hádegi þann 25. október.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar á Hafnasambandsþingi 2024. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að Benedikt Snær Magnússon og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri og hafnastjóri, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar á Hafnasambandsþingi 2024.

32.Frá 1095. fundi byggðaráðs þann 08.02.2024; Skipan í fjölmenningarráð SSNE

Málsnúmer 202401116Vakta málsnúmer

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 19. janúar sl., þar sem fram kemur að endurvekja á fjölmenningarráð SSNE sem starfrækt var árið 2021. Fram kemur að Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi var fulltrúi Dalvíkurbyggðar en hann gefur ekki kost á sér áfram. SSNE óskar eftir að sveitarfélögin tilefni fulltrúa sinn í fjölmenningarráðið. Reikna má með 3-4 fundum á ári í fjarfundi og verkefnin ákvarðast af ráðinu sjálfu. Gert er ráð fyrir að þeir sem væru ekki í launaðri vinnu hjá sveitarfélaginu fengju greidda fundarsetur frá SSNE.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa og leggja fyrir næsta fund. " Sveitarstjóri upplýsti að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gefur kost á sér í fjölmenningarráð SSNE.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, verði fullrúi Dalvíkurbyggðar í fjölmenningarráði SSNE."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs að Gísli Bjarnason, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar í fjölmenningarráði SSNE.

33.Frá 1095. fundi byggðaráðs þann 08.02.2024; Tilnefning í vatnasvæðanefnd vegna laga nr. 362011 um stjórn vatnamála - Vatnaáætlun

Málsnúmer 202402009Vakta málsnúmer

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 2. febrúar sl. , þar sem fram kemur að í nóvember 2022 óskaði Umhverfisstofnun eftir því að sveitarfélög tilnefndu nefndarmann í vatnasvæðanefnd. Tilnefningin er hluti af framkvæmd laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 6. gr. reglugerðar 935/2011 um stjórn vatnamála. Sjá meðfylgjandi bréf sem var sent á öll sveitarfélög landsins dags. 1. nóvember 2022 Svo virðist sem Umhverfisstofnun hafi ekki borist tilnefning frá sveitarfélaginu. Alls starfa fjórar vatnasvæðanefndir á landinu og eru þær mikilvægur hluti í gerð næstu Vatnaáætlunar Íslands sem mun taka gildi í byrjun árs 2028. Nú þegar hefur verið haldinn fyrsti fundur vatnasvæðanefnda 4. desember síðastliðinn og er næsti fundur fyrirhugaður í apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um núverandi Vatnaáætlun Íslands 2022 - 2027, lög um stjórn vatnamála og stjórnsýslu vatnamála á síðunni www.vatn.is Það er mjög mikilvægt að sveitarfélagið taki málið til skoðunar og tilnefni fulltrúa sem fyrst ef það hyggst taka þátt í störfum nefndarinnar. Á 357. fundi sveitarstjórnar þann 21. mars 2023 var samþykkt tillaga umhverfis- og dreifbýlisráðs að sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði aðalfulltrúi Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd og formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veitustjóri verði aðalfulltrúi Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd og formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að veitustjóri verði aðalfulltrúi Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd og formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara.

34.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerð stjórnar frá 24.01.2024.

Málsnúmer 202402083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 24. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs