Umhverfis- og dreifbýlisráð

38. fundur 07. nóvember 2025 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Freyr Antonsson varamaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Júlíus Magnússon sá sér ekki fært að mæta og kom Freyr Antonsson í hans stað. Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson komst ekki og kom Emil Júlíus Einarsson í hans stað. Eiður Smári Árnason mætti ekki og enginn kom í hans stað.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra málaflokka sem heyra undir ráðið.

2.Framkvæmdir 2025

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu helstu framkvæmda.

3.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar ráðsins um tillögu á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar sem er í kynningu til 11.nóvember nk.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vill koma eftirfarandi á framfæri til vinnu við Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045:

Eftirfarandi svæði verði merkt inn sem efnislosunarsvæði.
Náma á Hrísamóum
Núverandi efnislosunarsvæði í Hrísahöfða
Náma neðan við Hringsholt
Náma á Sauðanesi á Upsaströnd
Náma á sjávarbakka norðan Hauganess

Efnistökusvæði við Þorvaldsdalsá E-808 verði merkt sem opin náma.

Inn í vinnslutillöguna vantar vegslóða fram Svarfðardal frá Koti og í Þorvaldsdal. Báðir slóðarnir eru torfærir.
Einnig vantar inn í tillöguna lengri vegslóða í Böggvisstaðafjalli og inn á Holtsdal og einnig vantar vegslóða fram Karlsárdal.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Gjaldskrá Norðurár fyrir móttöku úrgangs 2026

Málsnúmer 202510068Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gjalskrá Norðurár bs. fyrir árið 2026.

5.Gjaldskrá Moltu ehf. 2026

Málsnúmer 202511008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gjaldskrá Moltu ehf. fyrir árið 2026 og skilmálabreytingar fyrir móttöku úrgangs.

6.Breytingar á leiðarkerfi landsbyggðarstrætó

Málsnúmer 202508097Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning Vegagerðarinnar á breytingum sem fyrirhugaðar eru á leiðakerfi landsbyggðastrætó áramótin 2025/2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að með því að strætó gangi ekki niður á Árskógssand nái nýtt leiðarkerfi ekki að uppfylla hlutverk landsbyggðastrætó um að tengja saman ferðamáta á landi, lofti og á sjó. Einnig þarf að flýta vinnu við flutning á stoppistöð strætó á Dalvík meira miðsvæðis til að bæta tengingu við Grímseyjarferju eins og lagt er til í deiliskipulagsdrögum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

7.Þátttakendur í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa - 16. nóvember 2025

Málsnúmer 202510015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu dags. 2. október 2025 til að vekja athygli á alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa sem verður sunnudaginn 16. nóvember nk.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vill nýta tækifærið og vekja athygli íbúa á því að hámarksumferðarhraði innanbæjar á Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi er 30 km/klst. Að gefnu tilefni vill ráðið einnig biðja foreldra um að brýna fyrir börnum sínum að gera sér það ekki að leik að renna sér yfir götur, eins og dæmi eru um við Kirkjubrekku og Böggvisbraut. Mikilvægt er að börn læri snemma að fara varlega í umferðinni, sérstaklega þegar farið er yfir götur. Sérstaklega hættulegt er að gera sér að leik að hjóla eða hlaupa yfir götur.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Gangnaslóð

Málsnúmer 202510024Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 6. október 2025, þar sem Valur Benediktsson, fyrir hönd nokkurra bænda í Hörgársveit, óskar eftir þátttöku Dalvíkurbyggðar í gerð fjórhjólaslóðar upp Mjóadal frá Hrafnagili á Þorvaldsdal til að auðvelda notkun fjórhjóla og dróna við smölun og fjárleitir. Með erindinu fylgdu uppdrættir og myndir auk grófrar kostnaðaráætlunar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að slóði á þessu svæði er ekki á skipulagi auk þess sem svona framkvæmd þarfnast framkvæmdaleyfis. Ráðið hafnar beiðni um fjárstyrk.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

9.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 202510059Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsókn Berglindar Aspar Viðarsdóttur um búfjárleyfi fyrir hross í Hringsholti.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir umsókn um búfjárleyfi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

10.Réttir landsins

Málsnúmer 202510128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Önnu Fjólu Gísladóttur ljósmyndara og Gísla Björnssyni teiknara þar sem óskað er eftir stuðningi Dalvíkurbyggðar við gerð bókar um réttir á Íslandi.
Umhverfis- og dreifbýlisráð hafnar erindinu.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Freyr Antonsson varamaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar