Íþrótta- og æskulýðsráð

180. fundur 04. nóvember 2025 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jón Stefán Jónsson Íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2026; ábendingar varðandi umhverfi og náttúru

Málsnúmer 202508048Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð vísar málinu til umhverfisráðs. Íþróttafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir er varðar styrk vegna miðvikudagsgangna í tenglsum við verkefnið heilsueflandi Dalvíkurbyggð.

2.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um tillögu á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar sem er í kynningu til 11.nóvember nk.
Gögn málsins má nálgast hér:
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1264
Lagt fram til kynningar.

3.Styrkur til snjóframleiðslu

Málsnúmer 202510050Vakta málsnúmer

Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir 3.000.000 kr styrk til snjóframleiðslu. Ítarleg kostnaðaráætlun við framleiðsluna hefur verið lögð fram.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum, styrk um eina milljón króna til snjóframleiðslu með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir æfingar barna- og ungmenna.

4.Þróun á þátttöku í skipulögðu íþrótta og tómstundastarfi

Málsnúmer 202509145Vakta málsnúmer

Farið yfir tölur um iðkendafjölda í íþróttum í Dalvíkurbyggð frá árinu 2020.
Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og æskulýðsráð mun boða forsvarsmenn íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð á fundi sína í vetur til nánari yfirferðar og umræðu um þróun barna- og unglingastarfs félaganna.

5.Framtíðarsýn íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202510146Vakta málsnúmer

Framtíðarsýn með tilliti til möguleika á sameiningum íþróttafélaga til þess að eiga möguleika á að ráða fleira launað starfsfólk og þannig gera starf íþróttafélaga öflugra og létta undir með sjálfboðaliðum.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþróttafulltrúa að halda áfram með málið og boða aðalstjórn UMFS á næsta fund ráðsins.

6.Samningur um byggingu reiðhallar

Málsnúmer 202509144Vakta málsnúmer

Kostnaðaráætlun við uppbyggingu í Hringsholti hefur verið lögð fram ásamt því að ljúka þarf formlegri samningagerð um uppbygginguna.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samning Dalvíkurbyggðar og Hestamannafélagsins Hrings ásamt kostnaðaráætlun fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum. Samningi er vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Auglýsing fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202410141Vakta málsnúmer

Auglýsing fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Dalvíkurbyggðar yfirfarin og leiðrétt ef þurfa þykir.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþróttafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð. Umsóknum skal skila inn fyrir kl.23:59 þann 27. nóvember 2025.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jón Stefán Jónsson Íþróttafulltrúi