Félagsmálaráð

291. fundur 11. nóvember 2025 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Bessi Ragúels Víðisson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi
Dagskrá

1.Beiðni um aðstoð v. greiðslu leikskólagjalda

Málsnúmer 202511052Vakta málsnúmer

Bessi Víðisson vék af fundi vegna vanhæfis kl 8:20

Trúðnaðarmál - 202511052

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Tómstundastarf eldri borgara í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202506035Vakta málsnúmer

Bessi Víðisson kom inn á fund kl 8:24

Tekinn fyrir aftur drög að samningi við Dalbæ um tómstundastarf eldri bogara og öryrkja í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð samþykkir samninginn við Dalbæ um tómstundastarf eldri borgara og öryrkja í Dalvíkurbyggð með fimm greiddum atkvæðum og vísar samningnum til sveitarstjórnar.

3.Styrkbeiðni Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra

Málsnúmer 202510051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra dags. 31.10.2025. Málið var einnig tekið fyrir á fundi Byggðaráðs fundi nr. 1165. Þar var bókað að Byggðaráð samþykki samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreidnu erindi til umfjöllunar í félagsmálaráði og fræðsluráði.
Forsaga málsins er sú að sveitarfélögum á landinu gátu sótt um styrki frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu í þágu farsældar barna. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra sendu frá þér umsóknir en einnig eina sameiginlega sem er meðferðarúrræði með vinnuheitið Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystri. Það verkefni fékk veglegan styrk eða alls 70.000.000 kr. En í áætlun með verkefninu er gert ráð fyrir kostnaði upp á 90.000.000. Þar af leiðandi er hlutur Dalvíkurbyggðar 995.000 kr. Markmið verkefnisins er aða efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með samþættum og snemmtækum stuðningi.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum og hlutur Dalvíkurbyggðar verði greiddur af 02-80-9145.

4.Alþjóðadagur fatlaðs fólks

Málsnúmer 202511051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rafpóstur dagsettur 6.nóvember sl. frá Öryrkjabandalagi Íslands varðandi Alþjóðadag fatlaðs fólks um réttindarbaráttu sem er þann 3.desember nk. Með þessum rafpósti er ÖBÍ að athuga hvort Dalvíkurbyggð vilji taka þátt í þessum degi og lýsa upp byggingar í sveitarfélaginu með fjólubláu ljósi frá 29.nóvember til 5.desember næstkomandi og leggja þannig þessari mikilvægu baráttu lið.
Félagsmálaráð hvetur stofnanir sveitarfélagsins og einstaklinga að taka þátt í verkefninu og lýsa upp húsin sín með fjólubláu ljósi vikuna 29.nóvember til 5.desember og leggja verkefninu lið.

5.Jafnaðartaxtar NPA samninga fyrir árið 2026

Málsnúmer 202511048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá NPA miðstöðinni dagsett 6.nóvember sl. þar sem búið er að reikna út jafnaðartaxta fyrir árið 2026. Jafnaðartaxtarnir taka gildi frá 1.janúar til 31.desember 2026.
Taxtarnir eru eftirfarandi:

Jafnaðartaxti NPA sólarhringssamninga án hvíldarvakta: 10.034 kr. (grænn taxti)

Jafnaðartaxti NPA sólarhringssamninga með hvíldarvöktum: 8.956 kr. (gulur taxti)

Jafnaðartaxti NPA samninga án næturvakta: 9.212 kr. (blár taxti)

Jafnaðartaxti aðstoðarverkstjórnar í NPA: 11.700 kr. (bleikur taxti)

Dalvíkurbyggð fer eftir bláa taxtanum sem er hækkun um 1095,- krónur á milli ára.
Lagt fram til kynningar.

6.Lýðræðisleg þátttaka innflytjenda - kynning og boð um þátttöku í verkefninu

Málsnúmer 202511006Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 28.10.2025 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um Lýðræðsþátttöku innflytjenda.

7.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um tillögu á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar sem er í kynningu til 11.nóvember nk.
Gögn málsins má nálgast hér:
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1264
Lagt fram til kynningar.

8.Heimsókn á Dalbæ

Málsnúmer 202511068Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð fór í vettvangsheimsókn á Dalbæ.
Félagsmálaráð þakkar Elísu fyrir góðar móttökur og ánægjulega yfirferð á starfsemi Dalbæjar og tómstundastarfi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Bessi Ragúels Víðisson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi