Trúnaðarmál

Málsnúmer 202001007

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 933. fundur - 30.01.2020

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 944. fundur - 14.05.2020

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi komu inn á fundinn kl. 13:01.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, samantekt vegna viðgerða á stétt við Sundlaug Dalvíkur en í lok apríl komu í ljós skemmdir á stéttinni og voru þær sýndar byggðaráði að loknum fundi ráðsins þann 30. apríl.

Farið yfir þær tillögur að nauðsynlegum viðgerðum sem liggja fyrir og möguleikana sem eru í stöðunni.

Börkur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 13:58.


Byggðaráð samþykkir að fresta málinu og felur starfsmönnum sveitarfélagsins að vinna málið áfram. Einnig að skoða stöðu tjónanna með tryggingarfélagi sveitarfélagsins og bæjarlögmanni.

Byggðaráð - 945. fundur - 28.05.2020

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fundinn kl. 09:45.

Undir þessum lið mættu á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Ásgeir Örn Blöndal, lögmaður sveitarfélagsins kl. 09:47.

Farið yfir stöðu mála hvað varðar Sundlaug Dalvíkur og tjón sem komið er upp eftir endurbæturnar sem gerðar voru 2017. Nauðsynlegt er að draga fram svör við því hvað er að, hverjar orsakir þess eru, hvernig megi bæta úr þeim göllum sem kunna að vera á verkinu og leggja mat á kostnað við lagfæringar.

Börkur og Ásgeir Örn viku af fundi kl. 10:24.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og lögmanni sveitarfélagsins að afla matsgerðar um málið. Óskað verði eftir flýtimeðferð þar sem um mikilvæga þjónustu er að ræða fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með viðauka vegna þess kostnaðar sem fyrirséð er að falli á sveitarfélagið á meðan að málið er í meðferð.

Byggðaráð - 949. fundur - 09.07.2020

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, bæjarlögmaður, kom inn á fundinn kl. 13:26 í gegnum síma.

Börkur Þór gerði grein fyrir fundi þann 7. júlí s.l. með verktökum og hönnuði hvað varðar lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur.

Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson kom inn á fundinn kl. 13:26 í gegnum síma.

Til umræðu ofangreint.

Ásgeir Örn vék af fundi kl. 14:00.

Börkur vék af fundi kl. 14:14.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma umfjöllun byggðaráðs áfram.

Byggðaráð - 950. fundur - 21.07.2020

Á 949. fundi byggðaráðs þann 9. júlí s.l. var til umfjöllunar lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur þar sem sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og bæjarlögmaður gerðu grein fyrir fundi með verktökum og hönnuði þann 7. júlí s.l. þar sem meðal annars var til umfjöllunar fyrirliggjandi drög að samkomulagi hvað varðar bláa lónið og stéttar.

Byggðaráð lagði áherslu á að áfram yrði haldið með dómskvadda matsmenn, sbr. fundur byggðaráðs í maí, og öll framkvæmdin yrði undir í matinu nema að samkomulag náist um bláa lónið og stéttar - sem væri þátt hægt að undanskilja mati. Hvað varðar samkomulagið þá var það vilji byggðaráðs að lagfæringar á bláa lóni og stéttum á ásættanlegan hátt yrði á kostnað verktaka og að hlutlaus aðili tæki út verkin.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins frá síðasta fundi og á fundinum var farið yfir kostnaðaráætlun frá verktaka vegna viðgerðar á bláa lóninu.
Með vísan í umfjöllun byggðaráðs frá síðasta fundi samþykkir byggðaráð með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.

Byggðaráð - 951. fundur - 20.08.2020

Undir þessum lið kom á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl.13:38. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sátu fundinn áfram.

Á 950. fundi byggðaráðs þann 21. júlí 2020 gerði sveitarstjóri grein fyrir framvindu málsins og á fundinum var farið yfir kostnaðaráætlun frá verktaka vegna viðgerðar á bláa lóninu. Byggðaráð samþykkti að fresta umfjöllun og afgreiðslu þar til frekari upplýsingar lægju fyrir um málið.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir framvindu málsins frá síðasta fundi byggðaráðs þar sem málið var til umfjöllunar og kynnti kostnaðaráætlun frá AVH, dagsett 18. ágúst 2020, fyrir viðgerð á sundlaugarkanti og sundlaugarstétt annars vegar og hins vegar vegna viðgerðar á "Bláa lóninu".

Til umræðu ofangreint.

Gísli Rúnar og Börkur Þór viku af fundi kl. 13:59.










Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 955. fundur - 17.09.2020

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:00.

Á fundi byggðaráðs þann 20. ágúst s.l. gerði sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs grein fyrir framvindu málsins frá síðasta fundi byggðaráðs þar sem málið var til umfjöllunar og kynnti kostnaðaráætlun frá AVH, dagsett 18. ágúst 2020, fyrir viðgerð á sundlaugarkanti og sundlaugarstétt annars vegar og hins vegar vegna viðgerðar á "Bláa lóninu".

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þar sem lögð fram tillaga að lausn málsins byggð á ofangreindri kostnaðaráætun AVH.

Börkur vék af fundi kl. 14:18.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður og niðurstöðu byggðaráðs um hámarksupphæð.

Byggðaráð - 960. fundur - 15.10.2020

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund (TEAMS) Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

Á 955. fundi byggðaráðs var samþykkt að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður og niðurstöður byggðaráðs um hámarksupphæð hvað varðar viðgerð á sundlaugarkanti og sundlaugarstétt annars vegar og hins vegar vegna viðgerðar á "Bláa lóninu".

Til umræðu staða mála hvað varðar lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur.

Börkur Þór, Gísli Rúnar, Gísli og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:53.
Byggðaráð felur sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs, fræðslu- og menningarsviðs, veitu- og hafnasviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna áfram að málum.

Byggðaráð - 974. fundur - 28.01.2021

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:30 Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sat fundinn áfram undir þessum lið.

Á 960. fundi byggðaráðs þann 15. október sl. voru lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur til umfjöllunar og var ofangreindum falið að vinna áfram að málinu.

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 26. janúar 2021, frá sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs, veitu-og hafnasviðs og fræðslu- og menningarsviðs, þar sem lagt er til að samþykkt verði að ganga til samninga við aðalverktaka, Tréverk, á grundvelli kostnaðaráætlunar og tilboðs sem barst 13. janúar sl. Samkvæmt tilboði aðalverktaka er boðið að greiðsluþátttaka sveitarfélagsins verði 25% eða kr. 2.424.000.
b) Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 27. janúar 2021, þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fer yfir skoðun á mögulegum leiðum til að jafna Ph gildið í saltklórkerfi sundlaugar.
c) Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs tók upp þráðinn hvað varðar samkomulag um viðgerð á Bláa lóninu, sbr. áætlun frá ágúst 2020.
d) Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kynnti samantekt sýna yfir hitamælingar sem sýna bakrásarhita sundlaugar Dalvíkur ásamt útihitastigi. Fram kemur tímaröð atvika þegar Dalvíkurlína 1 skemmdist í desemberóveðrinu 2019. Sviðsstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við Landsnet vegna málsins.

Þorsteinn vék af fundi kl. 14:26.
Börkur, Gísli og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:33.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð drög að samkomulagi við verktaka á grundvelli ofangreindra gagna og upplýsinga, í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 978. fundur - 11.03.2021

Á 974. fundi byggðaráðs þann 28. janúar sl. var til umfjöllunar lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur. Byggðaráð samþykkti samhljóða að fela sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs, veitu- og hafnasviðs, fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð drög að samkomulagi við verktaka á grundvelli ofangreindra gagna og upplýsinga, í samræmi við umræður á fundinum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs, veitu- og hafnasviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 10. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir stöðu mála.


Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 979. fundur - 25.03.2021

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

Á 978. fundi byggðaráðs þann 11. mars 2021 voru lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur til umfjöllunar og lagt var fram til kynningar minnisblað ofangreindra þar sem gert var grein fyrir stöðu mála.

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem velt er upp 3 valkostum vegna viðgerðar á sundlaugarkanti og sundlaugarstétt. Lagt er til að farið verði í valkost 1 (steinhellur).
b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að samkomulagi um uppgjör og frágang vegna framkvæmda við sundlaugina á Dalvík á milli Dalvíkurbyggðar og verktaka. Frekari grein fyrir samkomulaginu er bókað í trúnaðarmálabók.
c) Minnisblað sveitarstjóra vegna fjarfundar 23. mars sl. með Rarik og Landsneti vegna kröfu sveitarfélagsins um bætur í kjölfar rafmagnsleyfis í óveðrinu í desember 2020 vegna frostskemmda. Sveitarstjóri og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerðu grein fyrir fundinum.

Gísli, Gísli Rúnar og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:18.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að valkostur 1 verði fyrir valinu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs og sveitarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn um lagfæringar á Sundlaug Dalvíkur leggi fyrir byggðaráð ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 í samræmi við liði a) og b) hér að ofan.

Liðum a), b) og d) þurfa síðan umfjöllun og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 334. fundur - 30.03.2021

Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 voru lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur til umfjöllunar. Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, Gísla Rúnari Gylfasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og Þorsteini K. Björnssyni, sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, þar sem gert var grein fyrir stöðu mála. Þeir sátu einnig fundinn til upplýsinga.

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem velt er upp 3 valkostum vegna viðgerðar á sundlaugarkanti og sundlaugarstétt. Lagt er til að farið verði í valkost 1 (steinhellur).
b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að samkomulagi um uppgjör og frágang vegna framkvæmda við sundlaugina á Dalvík á milli Dalvíkurbyggðar og verktaka. Frekari grein fyrir samkomulaginu er bókað í trúnaðarmálabók.
c) Minnisblað sveitarstjóra vegna fjarfundar 23. mars sl. með Rarik og Landsneti vegna kröfu sveitarfélagsins um bætur í kjölfar rafmagnsleyfis í óveðrinu í desember 2020 vegna frostskemmda. Sveitarstjóri og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerðu grein fyrir fundinum.

Eftirfarandi var bókað á fundi byggðaráðs og eru liðir a), b) og d) til afgreiðslu í sveitarstjórn:

"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að valkostur 1 verði fyrir valinu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs og sveitarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn um lagfæringar á Sundlaug Dalvíkur leggi fyrir byggðaráð ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 í samræmi við liði a) og b) hér að ofan."

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs að valkostur 1 verði fyrir valinu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag.
d) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vinnuhópurinn um lagfæringar á Sundlaug Dalvíkur leggi fyrir byggðaráð ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 í samræmi við liði a) og b) hér að ofan.

Byggðaráð - 983. fundur - 29.04.2021

Vísað er til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 334. fundi þann 30. mars sl. þar sem samþykkt var að vinnuhópurinn vegna lagfæringa á Sundlaug Dalvíkur leggi fyrir byggðaráð beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi beiðni, dagsett þann 27. apríl 2021, frá vinnuhópnum um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 12.539.659 á deild 31240. Lagt er til að honum verði mætt að hluta með lækkun á áætluðum beinum kostnaði vegna Fiskidagins mikla að upphæð kr. 5.300.000 þar sem Fiskidagurinn fellur niður í ár. Það sem upp á vantar kr. 7.239.659 er lagt til að mætt verði með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 9 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 12.539.659 við deild 31240,og að honum verði mætt með lækkun á lið 05710-4955 að upphæð kr. 5.300.000 og lækkun á handbæru fé að upphæð kr. 7.239.659. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 336. fundur - 12.05.2021

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Vísað er til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 334. fundi þann 30. mars sl. þar sem samþykkt var að vinnuhópurinn vegna
lagfæringa á Sundlaug Dalvíkur leggi fyrir byggðaráð beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi beiðni, dagsett þann 27. apríl 2021, frá vinnuhópnum um viðauka við
fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 12.539.659 á deild 31240. Lagt er til að honum verði mætt að hluta með
lækkun á áætluðum beinum kostnaði vegna Fiskidagins mikla að upphæð kr. 5.300.000 þar sem Fiskidagurinn fellur
niður í ár. Það sem upp á vantar kr. 7.239.659 er lagt til að mætt verði með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 9 við fjárhagsáætlun 2021,
að upphæð kr. 12.539.659 við deild 31240,og að honum verði mætt með lækkun á lið 05710-4955 að upphæð kr.
5.300.000 og lækkun á handbæru fé að upphæð kr. 7.239.659. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Jón Ingi Sveinsson.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 12.539.659 við deild 31240 og að honum verði mætt með lækkun á lið 05710-4955 að upphæð kr. 5.300.000 og lækkun á handbæru fé að upphæð kr. 7.239.659.

Byggðaráð - 985. fundur - 20.05.2021

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl 2021 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 9 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 12.539.659 við deild 31240,og að honum verði mætt með lækkun á lið 05710-4955 að upphæð kr. 5.300.000 og lækkun á handbæru fé að upphæð kr. 7.239.659. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn staðfesti ofangreindan viðauka á fundi sínum þann 12. maí sl.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
a) Minnisblað frá 12. maí sl. þar sem fram kemur að samhliða ofangreindum framkvæmdum þurfti að skoða ýmsa viðhaldsþætti sem tengjast ekki endilega framkvæmdunum en mikilvægt að nýta tækifærið og klára, s.s. endurnýja stúta í sundlaug, endurnýja stút i vaðlaug, vinna við hitalögn við rennibraut, endurnýja brotnar flísar, alls áætlað um 3,4 m.kr. Lagt er til að á móti þessum kostnaði verði hætt við nokkur verkefni í viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2021 við Dalvíkurskóla, Sundlaug Dalvíkur og Íþróttamiðstöð.

Að auki er upplýst um 2,3 m.kr. kostnað vegna eftirlits með klórkerfinu sem ekki var vitað um og ekki því gert ráð fyrir.

Ofangreint er því alls um 5,7 m.kr.

b) Erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að upphæð kr. 4.830.000 við lið 31240-4160. vegna ofangreindra verkefna sem hafa komið til vegna framkvæmda við Sundlaug Dalvikur. Ekki er gert ráð fyrir niðurfellingu verka á móti þessum kostnaði og óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með yfirlit yfir verkið að því loknu og þá tillögu til byggðaráðs um niðurskurð viðhalds Eignasjóðs á móti.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl 2021 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 9 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 12.539.659 við deild 31240,og að honum verði mætt með lækkun á lið 05710-4955 að upphæð kr. 5.300.000 og lækkun á handbæru fé að upphæð kr. 7.239.659. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Sveitarstjórn staðfesti ofangreindan viðauka á fundi sínum þann 12. maí sl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi: a) Minnisblað frá 12. maí sl. þar sem fram kemur að samhliða ofangreindum framkvæmdum þurfti að skoða ýmsa viðhaldsþætti sem tengjast ekki endilega framkvæmdunum en mikilvægt að nýta tækifærið og klára, s.s. endurnýja stúta í sundlaug, endurnýja stút i vaðlaug, vinna við hitalögn við rennibraut, endurnýja brotnar flísar, alls áætlað um 3,4 m.kr. Lagt er til að á móti þessum kostnaði verði hætt við nokkur verkefni í viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2021 við Dalvíkurskóla, Sundlaug Dalvíkur og Íþróttamiðstöð. Að auki er upplýst um 2,3 m.kr. kostnað vegna eftirlits með klórkerfinu sem ekki var vitað um og ekki því gert ráð fyrir. Ofangreint er því alls um 5,7 m.kr. b) Erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að upphæð kr. 4.830.000 við lið 31240-4160. vegna ofangreindra verkefna sem hafa komið til vegna framkvæmda við Sundlaug Dalvikur. Ekki er gert ráð fyrir niðurfellingu verka á móti þessum kostnaði og óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með yfirlit yfir verkið að því loknu og þá tillögu til byggðaráðs um niðurskurð viðhalds Eignasjóðs á móti."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 en að deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar komi með yfirlit yfir verkið að því loknu og þá tillögu til byggðaráðs um niðurskurð viðhalds Eignasjóðs á móti.

Byggðaráð - 1000. fundur - 14.10.2021

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, kl. 14:32.
Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí 2021 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með yfirlit yfir verkið að því loknu og þá tillögu til byggðaráðs um niðurskurð viðhalds Eignasjóðs á móti."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, móttekið þann 13.10.2021, þar sem kemur fram að fjárveiting fyrir lagfæringar á Sundlaug Dalvíkur var kr. 12.539.659. Heildarkostnaður framkvæmda var kr. 15.216.020. Verkefnið fór því kr. 2.676.361 fram yfir heimildir. Til að mæta þessu voru eftirfarandi verkefni Eignasjóðs sett á bið:
Íþróttamiðstöð, breyta búningsklefum og laga vegg með stiga, alls 1,9 m.kr.
Sundlaug Dalvíkur, útihurð út á pall 300 þkr.
Dalvíkurskóli, loftræsting á vinnusvæði kennara, 1,0 m.kr.
Alls 3,2 m.kr.
Lagt fram til kynningar.