Byggðaráð

944. fundur 14. maí 2020 kl. 13:00 - 15:28 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi komu inn á fundinn kl. 13:01.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, samantekt vegna viðgerða á stétt við Sundlaug Dalvíkur en í lok apríl komu í ljós skemmdir á stéttinni og voru þær sýndar byggðaráði að loknum fundi ráðsins þann 30. apríl.

Farið yfir þær tillögur að nauðsynlegum viðgerðum sem liggja fyrir og möguleikana sem eru í stöðunni.

Börkur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 13:58.


Byggðaráð samþykkir að fresta málinu og felur starfsmönnum sveitarfélagsins að vinna málið áfram. Einnig að skoða stöðu tjónanna með tryggingarfélagi sveitarfélagsins og bæjarlögmanni.

2.Fyrirspurn vegna lóðar við Sandskeið 31

Málsnúmer 202005042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Guðmundi Pálssyni dagsett 6. maí 2020 þar sem hann óskar eftir upplýsingum um hvernig sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur í hyggju að tryggja aðgengi almennings að Böggvisstaðasandi og um leið að styðja við markmið verkefnis um heilsueflingu.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

3.Sumarátaksstarf námsmanna 2020

Málsnúmer 202005039Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Vinnumálastofnun dagsettur 12. maí 2020, svar við umsókn Dalvíkurbyggðar um átaksverkefni, sumarstörf fyrir námsmenn á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Dalvíkurbyggð sótti um 20 störf og fær úthlutað 8 störfum sem verða styrkt af Vinnumálastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Samkvæmt könnun íþrótta- og æskulýðsfulltrúa meðal ungmenna í aldurshópnum 18 er mikil eftirspurn eftir sumarstörfum.

Með fundarboði fylgdi minnisblað frá starfandi sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, þrjár tillögur að útfærslum á sumarátaksverkefninu með mismunandi mikilli kostnaðarþátttöku af hendi Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að vinna áfram að tillögu 2. Sú tillaga felur í sér að Dalvíkurbyggð leggur til 5 sumarstörf til viðbótar við þau 8 sem eru styrkt af Vinnumálastofnun. Þannig verði 13 sumarstörf auglýst á næstu dögum fyrir námsmenn í aldurshópnum 18 ára og eldri.

Áætlaður kostnaður fyrir Dalvíkurbyggð af þeirri tillögu er um 10,4 milj króna og er sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs.

4.Atvinnulífskönnun í kjölfar Covid19

Málsnúmer 202004142Vakta málsnúmer

Niðurstöður Atvinnulífskönnunar á tímum COVID sem gerð var í byrjun maí. Spuringarlistinn var sendur til 74 fyrirtækja í kjölfar samtals og var svörun 54%.

Niðurstöður sýna að áhrifin eru alvarleg, 65% fyrirtækja verða fyrir tekjuskerðingu, 39% þurfa að fækka heilsársstörfum og 71,4% munu ráða færri einstaklinga til sumarstarfa.
Lagt fram til kynningar.

5.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Á 337. fundi umhverfisráðs þann 8. maí 2020 fór Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar yfir tillögur að þeim framkvæmdum sem ekki var búið að skilgreina í fjárhagsáætlun en falla undir samþykkt sveitarstjórnar frá 31.03.2020 um 12 miljónir í atvinnuskapandi verkefni og átaksverkefni. Eftirfarandi var bókað:

"Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða áætlun og leggur til að þau verkefni sem lögð eru til, verði framkvæmd í sumar."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Byggðaráð fór yfir framlagða áætlun sem fylgdi með fundarboði á minnisblaði frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.
Byggðaráð felur starfsmönnum að vinna tillögurnar áfram og miða við að þær séu meira atvinnuskapandi.

6.Tillaga að skipan notendaráðs fatlaðs fólks

Málsnúmer 201905123Vakta málsnúmer

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 vísaði byggðaráð tillögu að erindisbréfi fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð til umfjöllunar í félagsmálaráði.

Á 239. fundi félagsmálaráðs þann 21. apríl 2020 samþykkti félagsmálaráð með 5 atkvæðum erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks.

7.Aðalfundur Greiðrar leiðar

Málsnúmer 202005062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir fundarboð fyrir aðalfund Greiðrar leiðar ehf. Fundurinn verður 27. maí nk. kl. 12:30 í Hafnarstræti 91, Akureyri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að sveitarstjóri fari með umboð Dalvíkurbyggðar á fundinum.

8.Til umsagnar frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

Málsnúmer 202005033Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis frá 6. maí 2020 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir SSNE 2020

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNE frá:
8. fundi þann 8. apríl 2020
9. fundi þann 6. maí 2020
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá 5. og 12. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:28.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri