Sveitarstjórn

334. fundur 30. mars 2021 kl. 16:15 - 17:42 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Fundurinn fór fram í fjarfundi TEAMS en opið var í Upsa, fundarsal á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur, þar sem gefinn var kostur fyrir áhugasama að fylgjast með fundinum.
Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 979

Málsnúmer 2103011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 27. liðum.
Til afgreiðslu: 15., 16, og 17. liður
Til afgreiðslu sem sér liðir á dagskrá: 1., 2., 5., 8., 12., 13. og 14. liður.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 19. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn vegna rekstrarleyfis veitinga frá Samskip hf. vegna Sæfara.

    Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 979 Byggðaráð gerir ekki athugaemdir við að ofangreint leyfi sé veitt. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs JS. Markmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 979 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs, umhverfisráðs og Eignasjóðs til umfjöllunar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Samtökum iðnaðarins, rafpóstur dagsettur þann 15. mars 2021, þar sem með meðfylgjandi bréfi er skorað á hvert og eitt sveitarfélag að endurskoða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 979 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfisráðs til skoðunar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 980

Málsnúmer 2103014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Til afgreiðslu: 4. og 5. liður
Til afgreiðslu sem sér liðir á dagskrá: 2., 3. og 7. liður.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dagsett 15. mars 2021. Óskað er eftir því að sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar staðfesti hvort sveitarfélagið samþykki umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélags.
    Ef sveitarfélagið hyggst veita stofnframlag sitt til verkefnisins er jafnframt óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 980 Byggðaráð hefur lagt til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélagsins með fyrirvara um að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag ríkisins innan sex mánaða frá samþykki á umsókn um stofnframlag.

    Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman upplýsingar um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess og leggja fyrir á fundi ráðsins þann 8. apríl nk.

    Jón Ingi tók ekki þátt í afgreiðslu vegna vanhæfis.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:24.
    Fleiri tóku ekki til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman upplýsingar um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess og leggja fyrir á fundi ráðsins þann 8. apríl nk.

    Jón Ingi Sveinsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

    Jón Ingi Sveinsson kom aftur inn á fundinn kl. 16:25.
  • Jón Ingi Sveinsson kom aftur inn á fundinn kl. 15:40.

    Tekið fyrir fundarboð vegna aðalfundar Tækifæris hf. sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 9. apríl 2021 kl. 14:00.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 980 Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra að fara með atkvæði Dalvíkurbyggðar á aðalfundinum.


    Kl. 15:50 var gert fundarhlé vegna ráðningarmála.

    Kl. 18:45 hófst fundur aftur að loknu hléi.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

3.Fræðsluráð - 258

Málsnúmer 2103012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er einn dagskrárliður sem þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

Til máls tóku Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Katrín Sigurjónsdóttir og Þórhalla Karlsdóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Menningarráð - 85

Málsnúmer 2103010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum. Enginn liður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 25

Málsnúmer 2103009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
6. liður er til afgreiðslu.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru lagðir fram til kynningar.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir og kynnti skóladagatal TÁT fyrir næsta skólaár. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 25 Skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2021 - 2022 samþykkt samhljóða með tveimur greiddum atkvæðum Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2021-2022, samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 voru lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur til umfjöllunar. Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, Gísla Rúnari Gylfasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og Þorsteini K. Björnssyni, sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, þar sem gert var grein fyrir stöðu mála. Þeir sátu einnig fundinn til upplýsinga.

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem velt er upp 3 valkostum vegna viðgerðar á sundlaugarkanti og sundlaugarstétt. Lagt er til að farið verði í valkost 1 (steinhellur).
b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að samkomulagi um uppgjör og frágang vegna framkvæmda við sundlaugina á Dalvík á milli Dalvíkurbyggðar og verktaka. Frekari grein fyrir samkomulaginu er bókað í trúnaðarmálabók.
c) Minnisblað sveitarstjóra vegna fjarfundar 23. mars sl. með Rarik og Landsneti vegna kröfu sveitarfélagsins um bætur í kjölfar rafmagnsleyfis í óveðrinu í desember 2020 vegna frostskemmda. Sveitarstjóri og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerðu grein fyrir fundinum.

Eftirfarandi var bókað á fundi byggðaráðs og eru liðir a), b) og d) til afgreiðslu í sveitarstjórn:

"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að valkostur 1 verði fyrir valinu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs og sveitarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn um lagfæringar á Sundlaug Dalvíkur leggi fyrir byggðaráð ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 í samræmi við liði a) og b) hér að ofan."

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs að valkostur 1 verði fyrir valinu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag.
d) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vinnuhópurinn um lagfæringar á Sundlaug Dalvíkur leggi fyrir byggðaráð ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 í samræmi við liði a) og b) hér að ofan.

7.Stytting vinnuviku

Málsnúmer 202010063Vakta málsnúmer

Til máls tók Þórhalla Karlsdóttir, forseti sveitarstjórnar, sem lýsti sig vanhæfa við umfjöllun um 7. lið og vék af fundi kl. 16:40.
1. varaforseti, Guðmundur St. Jónsson, tók því við stjórn fundarins.

Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 var tekið fyrir erindi frá vinnutímanefnd á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar vegna styttingu vinnuvikunnar, dagsett þann 10. mars 2021 og var eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð mun ekki setja sig upp á móti fullri styttingu hjá dagvinnufólki, þ.e. í 36 stunda vinnuviku, svo framarlega sem útfærslan er innan kjarasamninga. Að baki liggi umbótasamtöl og útfærsla felld að mismunandi starfsemi á vinnustöðum. Núverandi frávik frá kjarasamningum verði felld inn í samkomulögin því það kemur ekki stytting ofan á styttingu. Ef tillaga um frekari styttingu eða breytt skipulag vinnutíma er samþykkt skal samkomulag þess efnis koma til sveitarstjórnar til staðfestingar og til innleiðingarhóps til upplýsinga.

Byggðaráð ítrekar að sala neysluhléa er með þeim hætti sem kveðið er á um í kjarasamningum. Vísar byggðaráð til frekari skýringa í svar sem sent var vinnustaðanefndinni frá sveitarstjóra með tölvupósti þann 30. nóvember 2020. Þær skýringar eru enn í gildi. Sú túlkun var á þeim tíma borin undir Sambandið og tvö stéttarfélög án athugasemda. Byggðaráð ber fullt traust til starfsfólks nú sem áður, stytting vinnuviku breytir engu þar um. Hins vegar er sveitarfélagið Dalvíkurbyggð bundið að þeim kjarasamningum sem eru í gildi."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs.

Þórhalla Karlsdóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Þórhalla kom aftur inn á fundinn kl. 16:43 og tók við stjórn fundarins.

8.Endurnýjun tölvubúnaðar 2021

Málsnúmer 202009041Vakta málsnúmer

Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 var tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem gerð er grein fyrir endurnýjun tölvubúnaðar 2021 skv. endurnýjunaráætlun og fjárhagsáætlun 2021 eftir verðkönnun sem fengið hefur umfjöllun og afgreiðslu í UT-teyminu. Til þess að hægt sé að ganga frá innkaupum, þá vantar enn, eftir tilfærslur og breytingar, kr. 130.469 upp á heimild til búnaðarkaupa sem skiptist niður á 3 svið. Lagt er til að stjórnendum viðkomandi málaflokka / deilda verði falið að finna svigrúm innan fjárhagsáætlunar fyrir þeim upphæðum sem vantar og að UT-teymi fái heimild til að ljúka við innkaupin samkvæmt fyrirliggjandi forsendum.

Kr. 38.252 Félagsmálasvið.
Kr. 78.145 á Fjármála- og stjórnsýslusvið.
Kr. 14.075 á Framkvæmdasvið (áður UT-svið).

Eftirfarandi var bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og veitir UT-teymi heimild til að ganga frá innkaupunum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

9.Ósk um viðbótarfjármagn vegna viðgerðar á snjótroðara

Málsnúmer 202102149Vakta málsnúmer

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2021 var samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 4.964.881, styrkur til Skíðafélags Dalvíkur vegna bilunar á snjótroðara. Þar af var áætlaður flutningskostnaður kr. 1.000.000.

Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 var tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir rafpósti frá Skíðafélagi Dalvíkur með ósk um að fá að nýta ofangreindan viðauka til fulls vegna frekari bilunar á snjótroðara. Kostnaðurinn fyrir gírum með flutning var tæpar kr. 4.500.000. Sviðsstjóri leggur til Skíðafélag Dalvíkur fái styrkinn greiddan að fullu, þ.e. kr. 4.964.881.

Eftirfarandi var bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um að Skíðafélag Dalvíkur fá styrkinn greiddan til fulls."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

10.Samningur við Norðurá bs endurskoðun 2021

Málsnúmer 202103108Vakta málsnúmer

Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 var tekið fyrir erindi frá Flokkun Eyjafjörður þar sem óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á samningi Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá bs. vegna urðunar úrgangs. Stjórn Flokkunar hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti.

Eldri samningur rann út í lok árs 2020, en fyrirliggjandi samningur er nær samhljóða þeim eldri fyrir utan ákvæði í 7. gr. sem kveður á um möguleika á uppsögn samnings.

Eftirfarandi var bókað:
"Byggðaráð samþykkir samninginn samhljóða með 3 atkvæðum og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar staðfestir fyrir sitt leyti samning Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá bs. vegna urðunar úrgangs, samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

11.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 var ofangreint mál til umfjöllunar en málinu var vísað frá sveitarstjórn til byggðaráðs og sveitarstjóra til skoðunar vegna kostnaðaráhrifa á sveitarfélagið.

Á fundinum var kynnt minnisblað sveitarstjóra frá 22. mars sl. þar sem fram kemur að kostnaður sveitarfélagsins er í formi gerðar deiliskipulags, helmingakostnaður á móti Vegagerðinni. Þegar kemur að framkvæmdum er kostnaðarskipting þannig að stígakerfið er sveitarfélagsins en kantsteinninn Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi var bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að afgreiðsla umhverfisráðs um að velja valkost 1 til að setja fram í deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur verði staðfest."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og byggðaráðs um að velja valkost 1.

12.Frá 978. fundi byggðaráðs þann 11.03.2021; Beiðni um viðauka vegna veikinda - viðauki nr. 7

Málsnúmer 202103038Vakta málsnúmer

Tekin fyrir afgreiðsla byggðaráðs í trúnaðarmálabók, beiðni um viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.152.533 við deild 09210 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt í byggðaráði samhljóða með 3 atkvæðum.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 7 með þeirri leiðréttingu að um er að ræða 100% stöðuhlutfall í 3 mánuði.

13.Frá 979. fundi byggðaráðs þann 25.03.2021; Beiðni um viðauka vegna veikinda - viðauki nr. 8.

Málsnúmer 202103126Vakta málsnúmer

Tekin fyrir afgreiðsla byggðaráðs í trúnaðarmálabók, beiðni um viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 4.597.532, deild 02560 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt í byggðaráði samhljóða með 3 atkvæðum.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 8.

14.Ósk um vilyrði fyrir lóð fyrir stofnframlagaverkefni

Málsnúmer 202103175Vakta málsnúmer

Til máls tók Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu við umfjöllun um liði 14 og 15 á dagskránni og vék af fundi kl. 16:57.

Á 980. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2021 var tekið fyrir erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses dagsett 23. mars 2021. Þar óskar Bæjartún eftir að Dalvíkurbyggð veiti vilyrði fyrir lóð á Dalvík fyrir stofnframlagaverkefni.

Vilyrðið sé veitt með fyrirvara um samræmi við skipulag og að lóðir séu tækar til úthlutunar. Jafnframt með fyrirvara um samþykki stofnframlagaumsókna til HMS og sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs með vísan í grein 3.4. í Lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð vísar því til sveitarstjórnar að fela byggðaráði fullnaðarafgreiðslu á afgreiðslu umhverfisráðs vegna tímamarka.

Jón Ingi Sveinsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs með vísan í grein 3.4. í Lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að fela byggðaráði fullnaðarafgreiðslu á afgreiðslu umhverfisráðs vegna tímamarka.

Jón Ingi Sveinsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

15.Umsókn um stofnframlag vegna bygginga á 6 íbúðum

Málsnúmer 202103152Vakta málsnúmer

Á 980. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2021 var tekin fyrir umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag til Dalvíkurbyggðar. Sótt er um vegna byggingar á sex íbúðum á Dalvík, annars vegar fyrir leigjendur undir tekju- og eignamörkum laganna og hins vegar fyrir skjólstæðinga félagsþjónustunnar.

Alls er sótt um stofnframlag til Dalvíkurbyggðar fyrir 12% af áætluðu stofnvirði en Bæjartún hefur jafnframt sótt um stofnframlag til Ríkisins vegna sama verkefnis.

Með umsókninni fylgdu upplýsingar og gögn í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.

Með upplýsingum til byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra með rökstuðningi um að ofangreind skilyrði séu uppfyllt.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses stofnframlag fyrir 12% af áætluðu stofnvirði til byggingar sex íbúða á Dalvík. Forsenda fyrir veitingu stofnframlags Dalvíkurbyggðar er að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag ríkisins innan sex mánaða frá samþykki á umsókn um stofnframlag. Ákvörðun um veitingu stofnframlags Dalvíkurbyggðar fellur niður án tilkynningar ef þetta skilyrði er ekki uppfyllt.

Byggðaráð leggur jafnframt til við sveitarstjórn að gerð verði krafa um endurgreiðslu stofnframlags sveitarfélagsins þannig að sveitarfélagið nýtir heimild sína til að binda veitingu stofnframlags skilyrði um að það verði endurgreitt þegar lán, tekin til að standa undir fjármögnun þeirra íbúða sem veitt hefur verið stofnframlag til, hafa verið greidd upp.

Jón Ingi Sveinsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreindar afgreiðslur byggðaráðs um veitingu stofnframlags til Bæjartúns með fyrirvörum og um endurgreiðslu stofnframlags.

Jón Ingi Sveinsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Jón Ingi Sveinsson kom aftur inn á fundinn kl. 17:04.

Forseti gerði fundarhlé kl. 17:05 og sveitarstjórn fundaði afsíðis vegna ráðningamála.

Fundarhléi lauk kl. 17:29 og var sveitarstjórnarfundi fram haldið.

16.Ráðning byggingar- og skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 202103157Vakta málsnúmer

Á 980. fundi byggðaráðs þann 29. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
"Í lok febrúar sl. tilkynnti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs að hann myndi ekki þiggja stöðu byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá framkvæmdasviði Dalvíkurbyggðar. Því var staðan auglýst laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur rann út þann 20. mars sl. og barst ein umsókn frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa.

Sveitarstjóri og byggðaráð unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl en Mögnum veitti faglega aðstoð í ferlinu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Helga Íris Ingólfsdóttir verði ráðin í starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð.

Til að uppfylla kröfur laga um mannvirki þá er sveitarstjóra falið að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa."

Til máls tóku Katrín Sigurjónsdóttir, Guðmundur St. Jónsson, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Þórhalla Karlsdóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að ráða Helgu Írisi Ingólfsdóttur í starf byggingar- og skipulagsfulltrúa hjá Dalvíkurbyggð.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fela sveitarstjóra að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa, til að uppfylla kröfur laga um mannvirki.

Fundi slitið - kl. 17:42.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri