Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer
Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 voru lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur til umfjöllunar. Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, Gísla Rúnari Gylfasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og Þorsteini K. Björnssyni, sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, þar sem gert var grein fyrir stöðu mála. Þeir sátu einnig fundinn til upplýsinga.
a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem velt er upp 3 valkostum vegna viðgerðar á sundlaugarkanti og sundlaugarstétt. Lagt er til að farið verði í valkost 1 (steinhellur).
b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að samkomulagi um uppgjör og frágang vegna framkvæmda við sundlaugina á Dalvík á milli Dalvíkurbyggðar og verktaka. Frekari grein fyrir samkomulaginu er bókað í trúnaðarmálabók.
c) Minnisblað sveitarstjóra vegna fjarfundar 23. mars sl. með Rarik og Landsneti vegna kröfu sveitarfélagsins um bætur í kjölfar rafmagnsleyfis í óveðrinu í desember 2020 vegna frostskemmda. Sveitarstjóri og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerðu grein fyrir fundinum.
Eftirfarandi var bókað á fundi byggðaráðs og eru liðir a), b) og d) til afgreiðslu í sveitarstjórn:
"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að valkostur 1 verði fyrir valinu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs og sveitarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn um lagfæringar á Sundlaug Dalvíkur leggi fyrir byggðaráð ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 í samræmi við liði a) og b) hér að ofan."
Enginn tók til máls.
Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.