Byggðaráð

979. fundur 25. mars 2021 kl. 13:00 - 15:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

Á 978. fundi byggðaráðs þann 11. mars 2021 voru lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur til umfjöllunar og lagt var fram til kynningar minnisblað ofangreindra þar sem gert var grein fyrir stöðu mála.

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem velt er upp 3 valkostum vegna viðgerðar á sundlaugarkanti og sundlaugarstétt. Lagt er til að farið verði í valkost 1 (steinhellur).
b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að samkomulagi um uppgjör og frágang vegna framkvæmda við sundlaugina á Dalvík á milli Dalvíkurbyggðar og verktaka. Frekari grein fyrir samkomulaginu er bókað í trúnaðarmálabók.
c) Minnisblað sveitarstjóra vegna fjarfundar 23. mars sl. með Rarik og Landsneti vegna kröfu sveitarfélagsins um bætur í kjölfar rafmagnsleyfis í óveðrinu í desember 2020 vegna frostskemmda. Sveitarstjóri og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerðu grein fyrir fundinum.

Gísli, Gísli Rúnar og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:18.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að valkostur 1 verði fyrir valinu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs og sveitarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn um lagfæringar á Sundlaug Dalvíkur leggi fyrir byggðaráð ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 í samræmi við liði a) og b) hér að ofan.

Liðum a), b) og d) þurfa síðan umfjöllun og afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Frá vinnutímanefnd á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar; Stytting vinnuviku

Málsnúmer 202010063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá vinnutímanefnd á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar vegna styttingu vinnuvikunnar, dagsett þann 10. mars 2021.

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 13:30 til annarra starfa og kom inn á fundinn að nýju kl.13:55.

Byggðaráð mun ekki setja sig upp á móti fullri styttingu hjá dagvinnufólki, þ.e. í 36 stunda vinnuviku, svo framarlega sem útfærslan er innan kjarasamninga. Að baki liggi umbótasamtöl og útfærsla felld að mismunandi starfsemi á vinnustöðum. Núverandi frávik frá kjarasamningum verði felld inn í samkomulögin því það kemur ekki stytting ofan á styttingu. Ef tillaga um frekari styttingu eða breytt skipulag vinnutíma er samþykkt skal samkomulag þess efnis koma til sveitarstjórnar til staðfestingar og til innleiðingarhóps til upplýsinga.

Byggðaráð ítrekar að sala neysluhléa er með þeim hætti sem kveðið er á um í kjarasamningum. Vísar byggðaráð til frekari skýringa í svar sem sent var vinnustaðanefndinni frá sveitarstjóra með tölvupósti þann 30. nóvember 2020. Þær skýringar eru enn í gildi. Sú túlkun var á þeim tíma borin undir Sambandið og tvö stéttarfélög án athugasemda. Byggðaráð ber fullt traust til starfsfólks nú sem áður, stytting vinnuviku breytir engu þar um. Hins vegar er sveitarfélagið Dalvíkurbyggð bundið að þeim kjarasamningum sem eru í gildi.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202101081Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Frá sviðsstjórum félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs; Ósk um könnun á sumarstörfum ungmenna

Málsnúmer 202103149Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra félagamálasviðs og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 15. mars 2021, þar sem óskað er eftir heimild til að gera könnun hjá aldurshópnum 17 - 20 ára til að kanna möguleika á sumarvinnu 2021. Í framhaldinu yrði metið hvort sveitarfélagið þurfi hugsanlega að koma að málum til að auka framboð á sumarvinnu.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreind könnun fari fram.

5.Frá UT-teymi; Endurnýjun tölvubúnaðar 2021; beiðni um heimild

Málsnúmer 202009041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem gerð er grein fyrir endurnýjun tölvubúnaðar 2021 skv. endurnýjunaráætlun og fjárhagsáætlun 2021 eftir verðkönnun sem fengið hefur umfjöllun og afgreiðslu í UT-teyminu. Til þess að hægt sé að ganga frá innkaupum, þá vantar enn, eftir tilfærslur og breytingar, kr. 130.469 upp á heimild til búnaðarkaupa sem skiptist niður á 3 svið. Lagt er til að stjórnendum viðkomandi málaflokka / deilda verði falið að finna svigrúm innan fjárhagsáætlunar fyrir þeim upphæðum sem vantar og að UT-teymi fái heimild til að ljúka við innkaupin samkvæmt fyrirliggjandi forsendum.

Kr. 38.252 Félagsmálasvið.
Kr. 78.145 á Fjármála- og stjórnsýslusvið.
Kr. 14.075 á Framkvæmdasvið (áður UT-svið).

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og veitir UT-teymi heimild til að ganga frá innkaupunum.

6.Mánaðarlega skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð; janúar - febrúar 2021

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu bókhalds fyrir janúar-febrúar 2021 í samanburði við fjárhagsáætlun 2021 sem og samanburði stöðugilda og launakostnaðar fyrir sama tímabil.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá Fjármála- og efnhagsráðuneytinu; Skíðabraut 12, Gamli skóli, kaup á eigninni

Málsnúmer 202103109Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að afsali, dagsett þann 8. mars 2021, vegna Gamla skóla á milli Ríkiskaupa og Dalvíkurbyggðar. Þar er gert ráð fyrir afsali Ríkiskaupa á 72% eignarhluta sínum til Dalvíkurbyggðar án endurgjalds með kvöðum m.a. um:
að í húsinu verði rekin almannaþjónusta næstu 10 ár. Með almannaþjónustu er nánar til tekið átt við starfsemi vegna félagsþjónustu, menningar- eða fræðslustarfsemi eða aðra sambærilega þjónustu sem almenningur sækir í sveitarfélaginu.
Að Dalvíkurbyggð ráðist í endurbætur á eigninni innan árs frá útgáfu afsals sem verði lokið innan þriggja ára.
Ef Dalvíkurbyggð ákveður að hætta með starfsemi í eigninni innan 10 ára eignast ríkið 15% í söluverði eignarinnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Ósk um viðbótarfjármagn vegna viðgerðar á snjótroðara-framhald

Málsnúmer 202102149Vakta málsnúmer

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2021 var samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 4.964.881, styrkur til Skíðafélags Dalvíkur vegna bilunar á snjótroðara. Þar af var áætlaður flutningskostnaður kr. 1.000.000.

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir rafpósti frá Skíðafélagi Dalvíkur með ósk um að fá að nýta ofangreindan viðauka til fulls vegna frekari bilunar á snjótroðara. Kostnaðurinn fyrir gírum með flutning var tæpar kr. 4.500.000. Sviðsstjóri leggur til Skíðafélag Dalvíkur fái styrkinn greiddan að fullu, þ.e. kr. 4.964.881.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um að Skíðafélag Dalvíkur fá styrkinn greiddan til fulls.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202103126Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202103130Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202103140Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

12.Frá Fjársýslu ríkisins; Uppgjör frestunar á staðgreiðslu

Málsnúmer 202103079Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Fjársýslu ríkisins, dagsettur þann 15. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir uppgjöri frestunar á staðgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Flokkun Eyjafjörður ehf., Samningur við Norðurá bs endurskoðun 2021

Málsnúmer 202103108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Flokkun Eyjafjörður, rafpóstur dagsettur þann 16. mars 2021, þar sem óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á samningi Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá bs. vegna urðunar úrgangs. Stjórn Flokkunar hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti.

Eldri samningur rann út í lok árs 2020, en fyrirliggjandi samningur er nær samhljóða þeim eldri fyrir utan ákvæði í 7. gr. sem kveður á um möguleika á uppsögn samnings.
Byggðaráð samþykkir samninginn samhljóða með 3 atkvæðum og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

14.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík - Valkostur 1

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Á 977. fundi byggðaráðs þann 1. mars sl. var ofangreint mál til umfjöllunar en málinu var vísað frá sveitarstjórn til byggðaráðs til frekari skoðunar vegna kostnaðaráhrifa á sveitarfélagið. Byggðaráð vísaði málinu til sveitarstjóra til skoðunar.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra frá 22. mars sl. þar sem fram kemur að kostnaður sveitarfélagsins yrði í formi gerðar deiliskipulags. Þegar kæmi að framkvæmd þá yrði kostnaðarskipting þannig að stígakerfið er sveitarfélagsins en kantsteinninn Vegagerðarinnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að afgreiðsla umhverfisráðs um að velja valkost 1 til að setja fram í deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur verði staðfest.

15.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um rekstrarleyfi veitinga - Sæfari

Málsnúmer 202103131Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 19. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn vegna rekstrarleyfis veitinga frá Samskip hf. vegna Sæfara.

Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugaemdir við að ofangreint leyfi sé veitt.

16.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Aukinn stuðningur við úrbætur í aðgengismálum fatlaðs fólks

Málsnúmer 202103118Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs JS. Markmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs, umhverfisráðs og Eignasjóðs til umfjöllunar.

17.Frá Samtökum iðnaðarins; Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda

Málsnúmer 202103082Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samtökum iðnaðarins, rafpóstur dagsettur þann 15. mars 2021, þar sem með meðfylgjandi bréfi er skorað á hvert og eitt sveitarfélag að endurskoða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfisráðs til skoðunar.

18.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

Málsnúmer 202103035Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 8. mars 2021, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

19.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 351970, með síðari breytingum., 470. mál.

Málsnúmer 202103041Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 9. mars 2021, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970,með síðari breytingum., 470. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

20.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90_2018, 585. mál

Málsnúmer 202103086Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 16. mars 2021, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

21.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 242000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.

Málsnúmer 202103112Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 16. mars 2021, þar sem Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

22.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.

Málsnúmer 202103113Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 16. mars 2021, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

23.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál

Málsnúmer 202103128Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 18. mars 2021, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 7. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

24.Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Aðalfundur Lánasjóðsins 2021

Málsnúmer 202103049Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 11. mars 2021, þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins þann 26. mars n.k. Fundurinn verður á Grand hótel Reykjavík en hægt er að taka þátt í fundinum rafrænt.

Sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn og sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

25.Frá SSNE; Ársþing SSNE apríl 2021

Málsnúmer 202103145Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 22. mars 2021, þar sem boðað er til ársþings SSNE 2021 sem verður haldið 16. og 17. apríl næstkomandi. Vegna samkomutakmarkana verður þingið rafrænt. Þingið verður sett kl 09:00 á föstudeginum og þinglok eru ráðgerð kl 11:30 á laugardegi.

Meðfylgjandi er drög að dagskrá ásamt tillögum stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

26.Fréttabréf SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE í febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

27.Frá SSNE; Fundargerðir stjórnar

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 22. frá 10. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:20.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs