Sveitarstjórn

336. fundur 12. maí 2021 kl. 15:00 - 16:17 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Þórhalla Karlsdóttir forseti
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar bar forseti upp hvort sveitastjórn veiti heimild til að bæta máli 202105063 sem sérlið á dagskrá þar sem fyrir liggur tillaga að bókun sem ekki er hægt að koma fyrir undir viðeigandi máli með öðrum hætti. Ekki komu fram athugasemdir.

Ekki voru gerðar athugasemdir við fundarboðun eða fundarboð.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 983, frá 29.04.2021

Málsnúmer 2104009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 25 liðum.
Liðir 1, 2, 3, 4 og 5 eru sér liðir á dagskrá.
Til afgreiðslu 12. liður.
Enginn tók til máls.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Greiðri leið ehf., dagsettur þann 21. apríl 2021, þar sem boðað var til aukafundar hluthafa í Greiðri leið kl. 15:00, miðvikudaginn 28. apríl sl. í TEAMS fjarfundi. Fundarefni var fjárhagsleg endurskipulagning Vaðlaheiðaganga hf.

  Sveitarstjóri sat fundinn og gerði grein fyrir fundinum.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 983 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 984, frá 06.05.2021

Málsnúmer 2105004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.

Til afgreiðslu:
6. liður.
3. liður er sér liður á dagskrá.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 4. lið - Starfsstöð Sýslumanns á Norðurlandi eystra á Dalvík.
Guðmundur St. Jónsson, um 4. lið
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, um 4. lið.

 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; rafpóstur dagsettur þann 3. maí 2021, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi frá Artic Sea tours vegna Hafnarbrautar 22 á Dalvík, flokkur II.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 984 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreint leyfi með fyrirvara um umsagnir frá slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.
  Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

3.Íþrótta- og æskulýðsráð - 130, frá 04.05.2021

Málsnúmer 2105001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

4.Landbúnaðarráð - 138, frá 29.04.2021

Málsnúmer 2104005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Til afgreiðslu:
2. liður.
Enginn tók til máls.
 • Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2021. Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 10.-12. og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 17.-19.
  Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði fyrstu helgina í október sem er 1.-2.
  Landbúnaðarráð - 138 Landbúnaðarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs um göngur og réttir 2021.

5.Umhverfisráð - 352, frá 07.05.2021.

Málsnúmer 2105002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.

Liðir 5 og 8 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.

6.Ungmennaráð - 31, frá 07.05.2021

Málsnúmer 2105007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 3. lið - Sumarstörf námsmanna 2021.
 • Ungmennaráð - 31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið í samræmi við tillögu ríkisstjórnar Íslands, að verja um 2.400 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins, félagasamtök og sveitarfélög. Vonir standa til að með átakinu verði til allt að 2.500 tímabundin störf í allt að 2,5 mánuði í sumar fyrirnámsmenn sem skiptast á milli opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka.
  Dalvíkurbyggð hefur fengið úthlutað 5 störfum.
  Ungmennaráð hvetur sveitarstjórn að sjá til þess að ekkert ungmenni í Dalvíkurbyggð verði án atvinnu í sumar. Ugmennaráð hefur áhyggjur af stöðu þeirra sem ekki fá vinnu og langtímaáhrifum þess.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

7.Frá 983. fundi byggðaráðs frá 29.04.2021; Skóladagatöl skólanna 2021 - 2022

Málsnúmer 202102023Vakta málsnúmer

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.
Á 259. fundi fræðsluráðs þann 14. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri leikskólans á
Krílakoti, lögðu fram skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm
atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Krílakots.
Fræðsluráð vísar málinu til umfjöllunar í Byggðaráði og til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum tillögum að skóladagatali.
Gísli vék af fundi kl. 13:35.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur fræðsluráðs að skóladagatölum eins og þær
liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar".
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur fræðsluráðs að skóladagatölum eins og þær liggja fyrir.

8.Frá 983. fundi byggðaráðs þann 29.04.2021; Fiskidagurinn mikli; staða mála

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið vék Guðmundur St. Jónsson af fundi kl. 13:35 vegna vanhæfis.
Undir þessum lið kom á fundinn Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagins mikla, kl. 13:35 í gegnum TEAMS
fund.
Framkvæmdastjórn Fiskidagsins mikla óskaði eftir fundi með byggðaráði um stöðu mála vegna ákvörðunar sinnar
um að fresta Fiskideginum aftur í ár vegna kórónuveirunnar, sbr. fréttatilkynning.
Júlíus vék af fundi kl. 13:49.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að samningi við stjórn
Fiskidagsins mikla um styrkveitingar vegna Fiskidagsins mikla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að ekki verði skerðing á beinum styrk til Fiskidagsins mikla árið
2021 að upphæð kr. 5.500.000. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 15:18.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að gera drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um styrkveitingar. Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að ekki verði skerðing á beinum styrk til Fiskidagsins mikla árið 2021 að upphæð kr. 5.500.000. Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

9.Frá 984. fundi byggðaráðs þann 29.04.2021; Stytting vinnuviku

Málsnúmer 202010063Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:20

Á 984. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. voru samkomulög um styttingu vinnuvikunnar fyrir vinnustaði Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og afgreiðslu. Eftirfarandi var m.a. bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur vinnustaða Dalvíkurbyggðar um samkomulög vegna styttingu
vinnuvikunnar frá og með 1. maí 2021:
Leikskólinn Krílakot.
Bókasafn Dalvíkur, Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð og Byggðasafnið Hvoll; starfsmenn safna.
Skrifstofur Dalvíkurbyggðar.
Leik- og grunnskólinn Árskógarskóli.
Starfsmenn íbúðakjarna í Lokastíg v. dagvinnu.
Heimilisþjónusta.
Eigna- og framkvæmdadeild.
Starfsmenn veitna; Hitaveita Dalvíkur, Vatnsveita Dalvíkurbyggðar og Fráveita Dalvíkurbyggðar.
Slökkvilið Dalvíkur - v. dagvinnu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samkomulög eins og þau liggja fyrir sem og
samkomulag vegna starfsmanna hafna, en skv. upplýsingum þá liggur munnleg tillaga um óbreytt fyrirkomulag.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ofangreint samkomulag vegna starfsmanna hafna og samkomulag um styttingu vinnuvikunnar hjá starfsmönnum Dalvíkurskóla, eftir því sem við á. Lagt er til að samkomulag Dalvíkurskóla gildi til júní.
Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 15:21. 1. varaforseti tók við fundarstjórn undir þessum lið.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og ofangreind samkomulög vinnustaða Dalvíkurbyggðar um styttingu vinnuvikunnar eins og þau liggja fyrir. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

10.Frá 983. fundi byggðaráðs þann 29.04.2021; Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer


Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 15:22 og tók við fundarstjórn að nýju.

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á
gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð.
Til að taka af allan vafa þá leggur byggðaráð til við sveitarstjórn að bætt verði við 2. og 3. gr. skýringum að
niðurfelling gatnagerðargjalda taki ekki til lóða sem auglýstar eru á gildistíma reglnanna ef þær eru ekki við þegar
tilbúnar götur m.v. gildistöku reglanna. Ef sveitarfélagið þarf að leggja í kostnað við gerð nýrra gatna, nýrra svæða
og/eða nýs skipulags þá gilda þessar reglur ekki um þær lóðir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum og vísar henni til umfjöllunar
og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á reglum Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð.

11.Frá 983. fundi byggðaráðs þann 29.04.2021; Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Vísað er til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 334. fundi þann 30. mars sl. þar sem samþykkt var að vinnuhópurinn vegna
lagfæringa á Sundlaug Dalvíkur leggi fyrir byggðaráð beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi beiðni, dagsett þann 27. apríl 2021, frá vinnuhópnum um viðauka við
fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 12.539.659 á deild 31240. Lagt er til að honum verði mætt að hluta með
lækkun á áætluðum beinum kostnaði vegna Fiskidagins mikla að upphæð kr. 5.300.000 þar sem Fiskidagurinn fellur
niður í ár. Það sem upp á vantar kr. 7.239.659 er lagt til að mætt verði með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 9 við fjárhagsáætlun 2021,
að upphæð kr. 12.539.659 við deild 31240,og að honum verði mætt með lækkun á lið 05710-4955 að upphæð kr.
5.300.000 og lækkun á handbæru fé að upphæð kr. 7.239.659. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Jón Ingi Sveinsson.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 12.539.659 við deild 31240 og að honum verði mætt með lækkun á lið 05710-4955 að upphæð kr. 5.300.000 og lækkun á handbæru fé að upphæð kr. 7.239.659.

12.Frá 352. fundi umhverfisráðs þann 07.05.2021; Umsókn um sumarhúsalóðina B3-9e að Hamri.

Málsnúmer 202105009Vakta málsnúmer

Á 352. fundi umhverfisráðs þann 7. maí sl. var eftirfarandi bókað:

"Með umsókn dagsettri 3. maí 2021 óskar Sigríður Hjaltadóttir eftir frístundalóðinni 9e við götu B3 á Hamri.

Umhverfisráð samþykkir úthlutun á lóð 9e við götu B3 að Hamri."


Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á frístundalóðinni 9e við götu B3 að Hamri.

13.Frá 352. fundi umhverfisráðs þann 07.05.2021; Endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028 - Umsögn um auglýsta tillögu

Málsnúmer 202104092Vakta málsnúmer

Á 352. fundi umhverfisráðs þann 7. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti dagsettum 15. apríl 2021 óskar Íris Stefánsdóttir fyrir hönd Fjallabyggðar eftir yfirferð og umsögn
Dalvíkurbyggðar á auglýstri tillögu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að Aðalskipulagi Fjallabyggðar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að Aðalskipulagi Fjallabyggðar.

14.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2020. Síðari umræða.

Málsnúmer 202011106Vakta málsnúmer

Á 335. fundi sveitarstjórnar þann 20. apríl sl. var ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2020 tekinn til fyrri umræðu og gert grein fyrir helstu niðurstöðum.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2020 eins og hann liggur fyrir og undirritar hann því til staðfestingar ásamt ábyrgða- og skuldbindingayfirliti.

15.Frá 983. fundi byggðaráðs þann 06.05.2021; Listi yfir birgja 2020

Málsnúmer 202104139Vakta málsnúmer

Á 984. fundi byggðaráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var listi yfir birgja 2020 til umræðu og var afgreiðslu frestað til næsta
fundar.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærður listi með viðbótarskýringu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lista og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi lista yfir birgja Dalvíkurbyggðar 2020.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að ofangreindur listi verði birtur með ársreikningi 2020.

16.Frá Menningarfélaginu Bergi ses.; Aðalfundarboð 2021

Málsnúmer 202105061Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Menningarfélaginu Bergi ses., dagsettur þann 7. maí 2021, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 27. maí nk. kl. 14.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs mæti á fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með atkvæði Dalvíkurbyggðar.

17.Kosningar í stjórnir og samstarfsráð skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202105062Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu;
Þórhalla Karlsdóttir taki sæti sem aðalmaður í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses í stað Gunnþórs E. Gunnþórssonar, sem gefur ekki kost á sér áfram og að Gunnar Eiríksson taki sæti sem varamaður í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses í stað Írisar Hauksdóttur.
Fleiri tóku ekki til máls.

Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses.


18.Fundargerðir stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses. 2020

Málsnúmer 201811021Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses n.r 95-98 frá árinu 2020.

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

19.Fundargerðir stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses. 2021

Málsnúmer 202105054Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses. nr. 99-101 frá árinu 2021.

Enginn tók til máls.

20.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2021

Málsnúmer 202102139Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 8. apríl sl.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

21.Starfsemi SSNE á Tröllaskaga

Málsnúmer 202105063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE er varðar starfsstöð SSNE á Tröllaskaga og samstarf þar um. Gert er ráð fyrir að SSNE verði með starfsstöð á Tröllaskaga og er þar vísað til samkomulags sem gert var þegar Eyþing, AFE og AÞ samneinuðust og til varð SSNE. SSNE leggur til að SSNE ráði verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar í 100% starf á Tröllaskaga. Viðkomandi verði í 60% starfi fyrir SSNE og 40% starfi fyrir sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Sveitarfélögin greiði hvort um sig 20% af launakostnaði verkefnastjórans og SSNE 60%. Verkefnastjórinn verður með starfsstöð í Ólafsfirði og einnig með viðveruskyldu í Dalvíkurbyggð. Sveitarfélögin leggja verkefnastjóranum til skrifstofuaðstöðu, húsgögn, fundar- og kaffiaðstöðu. SSNE leggur til tölvubúnað, farsíma og annað sem þarf sem mun nýtast verkefnastjóranum í starfi sínu fyrir báða aðila. SSNE annast umsýslu og starfsmannahald. Hér með óskar SSNE formlega eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð á þeim forsendum sem raktar eru hér að ofan.

Fyrir liggur umfjöllun og afgreiðsla bæjarráðs Fjallabyggðar um ofangreint erindi sem er eftirfarandi:

"Bæjarráð fagnar áformum SSNE um ráðningu verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar og að starfstöð á Tröllaskaga verði í Ólafsfirði."

Bæjarráð samþykkir kostnað vegna 20% stöðugildis og að lögð verði til skrifstofuaðstaða í starfstöð Bókasafns Fjallabyggðar að Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði."Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir minnisblaði sínu til sveitarstjórnar varðandi ofangreint og leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í áformum SSNE um ráðningu verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar með starfstöð á Tröllaskaga, í Ólafsfirði og viðveruskyldu í Dalvíkurbyggð. Skrifstofuaðstaða verði á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur.

Þar sem kostnaður liggur ekki endanlega fyrir er sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir við SSNE og leggja viðaukabeiðni fyrir byggðaráð þegar niðurstaða er fengin hjá SSNE í ráðningarmál.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.
Fundi slitið - kl. 16:17.

Nefndarmenn
 • Þórhalla Karlsdóttir forseti
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs