Byggðaráð

974. fundur 28. janúar 2021 kl. 13:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Leigusamningur fyrir Rima

Málsnúmer 202006088Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristján E. Hjartarson og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:11.

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar sl. var til umfjöllunar erindi frá Kristjáni E. Hjartarsyni, dagsett þann 12. janúar 2021, þar sem Kristján óskar eftir að ganga til viðræðna við forsvarsmenn félagsheimilisins Rima og tjaldsvæðisins við Húsabakka um umsjón og rekstur svæðisins á grundvelli draga að leigusamningi sem liggur fyrir. Auk þess óskar hann eftir að inn í samninginn verði bætt grein um rekstur og eftirlit með Sundskála Svarfdæla.

Til umræðu ofangreint.

Kristján vék af fundi kl. 13:53.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi:
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdardeildar er falið að vinna drög að samningi við Kristján E. Hjartarson um leigu á Rimun, tjaldsvæði og Sundskála Svarfdæla og leggja fyrir byggðaráð.
Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að kanna forsendur sveitarfélagsins sem leigusali á Sundskála Svarfdæla m.t.t. reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

2.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:30 Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sat fundinn áfram undir þessum lið.

Á 960. fundi byggðaráðs þann 15. október sl. voru lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur til umfjöllunar og var ofangreindum falið að vinna áfram að málinu.

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 26. janúar 2021, frá sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs, veitu-og hafnasviðs og fræðslu- og menningarsviðs, þar sem lagt er til að samþykkt verði að ganga til samninga við aðalverktaka, Tréverk, á grundvelli kostnaðaráætlunar og tilboðs sem barst 13. janúar sl. Samkvæmt tilboði aðalverktaka er boðið að greiðsluþátttaka sveitarfélagsins verði 25% eða kr. 2.424.000.
b) Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 27. janúar 2021, þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fer yfir skoðun á mögulegum leiðum til að jafna Ph gildið í saltklórkerfi sundlaugar.
c) Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs tók upp þráðinn hvað varðar samkomulag um viðgerð á Bláa lóninu, sbr. áætlun frá ágúst 2020.
d) Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kynnti samantekt sýna yfir hitamælingar sem sýna bakrásarhita sundlaugar Dalvíkur ásamt útihitastigi. Fram kemur tímaröð atvika þegar Dalvíkurlína 1 skemmdist í desemberóveðrinu 2019. Sviðsstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við Landsnet vegna málsins.

Þorsteinn vék af fundi kl. 14:26.
Börkur, Gísli og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:33.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð drög að samkomulagi við verktaka á grundvelli ofangreindra gagna og upplýsinga, í samræmi við umræður á fundinum.

3.Verkfallslisti 2020/2021 - breytingar

Málsnúmer 202008020Vakta málsnúmer

Á 331. fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar 2021 samþykkti sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu Dalvíkurbyggðar um skrá yfir störf undaþegin verkfallsrétti og samþykkti jafnframt tillögu um að byggðaráð fái fullnaðarumboð til að fjalla um og afgreiða athugasemdir sem kunna að koma við listann.

Með fundarboði fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. janúar 2021, þar sem fram kemur að búið er að leita samráðs við öll stéttarfélögin sem um ræðir og liggur fyrir samþykki fyrir öll starfsheitin nema 2 sem viðkomandi stéttarfélög hafa hafnað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi auglýsingu Dalvíkurbygðgar um skrá yfir störf undanþegin verkfallsrétti með þeim breytingum að tekin er út þau tvö starfsheiti sem fengu ekki samþykki í samráðsferlinu.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirrita auglýsinguna og auglýsa í Stjórnartíðindum fyrir 1. febrúar nk.

4.Jafnlaunavottun Dalvíkurbyggðar, staðfesting.

Málsnúmer 202008033Vakta málsnúmer

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar sl. kynnti launafulltrúi stöðu mála hvað varðar vinnu við jafnlaunavottun hjá Dalvíkurbyggð.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn og upplýsingar um að vottunaraðilar hafa lokið sinni vinnu og samkvæmt rafpósti dagsettum þann 24. janúar sl. er tilkynnt um þá ákvörðun vottunaraðila um að veita Dalvíkurbyggð vottun um að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins uppfylli kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST 85:2012. Fram kemur að Jafnréttisstofu verður tilkynnt um vottunarákvörðunina.

Byggðaráð fagnar þessum áfanga og þakkar vinnuhópnum og launafulltrúa fyrir alla vinnuna við þetta verkefni.

5.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar - 2021

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundargerðum starfs- og kjaranefndar frá 5. janúar, 12. janúar og 19. janúar 2021.

Lagt fram til kynningar.

6.Heilsusjóður - endurskoðun á reglum

Málsnúmer 202101106Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. janúar 2021, þar sem lagt er til að breytingar verði á reglum sveitarfélagins um Heilsusjóð starfsmanna Dalvíkurbyggðar. Samkvæmt meðfylgjandi tillögu að breytingum á reglunum er lagt til að styrkur vegna heilsuræktar nái einnig yfir rækt á huga og sál.
Breytingartillagan hefur fengið rýni í framkvæmdastjórn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á reglum Heilsusjóðsins og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Kjarasamingsumboð vegna Félags íslenskra náttúrufræðinga

Málsnúmer 202101107Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. janúar 2021, þar sem lagt er til að gert verði samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um samningsumboð við Félag íslenskra náttúrufræðinga fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Meðfylgjandi eru drög að samkomulagi um kjarasamningsumboð af vef Sambandsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um samningsumboð og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202101081Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202101110Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202101111Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Boðun XXXVI. landsþings sambandsins

Málsnúmer 202101109Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 26. janúar 2021, þar sem fram kemur að samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar- og bæjarstjórar, hér með boðaðir til XXXVI. landsþings sambandsins sem haldið verður 26. mars nk.
Fulltrúar Dalvíkurbyggðar á landsþingi eru:
Aðalmenn;
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B)
Kristján Eldjárn Hjartarson (J)
Varamenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D)
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J)
Lagt fram til kynningar.

12.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 202101095Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 22. janúar 2021, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.

Málsnúmer 202101094Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 21. janúar 2021, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.

Málsnúmer 202101075Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 21. janúar 2021, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021 nk.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélags, dagsett þann 25. janúar 2021, um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá SSNE; fundargerð stjórnar nr. 20 frá 13.01.2021.

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE frá 13. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs