Byggðaráð

983. fundur 29. apríl 2021 kl. 13:00 - 15:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 259. fundi fræðsluráðs þann 14. apríl 2021; Skóladagatöl skólanna 2021-2022

Málsnúmer 202102023Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Á 259. fundi fræðsluráðs þann 14. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri leikskólans á Krílakoti, lögðu fram skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Krílakots. Fræðsluráð vísar málinu til umfjöllunar í Byggðaráði og til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum tillögum að skóladagatali.

Gísli vék af fundi kl. 13:35.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur fræðsluráðs að skóladagatölum eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Fiskidagurinn mikli; staða mála

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Guðmundur St. Jónsson af fundi kl. 13:35 vegna vanhæfis.

Undir þessum lið kom á fundinn Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagins mikla, kl. 13:35 í gegnum TEAMS fund.

Framkvæmdastjórn Fiskidagsins mikla óskaði eftir fundi með byggðaráði um stöðu mála vegna ákvörðunar sinnar um að fresta Fiskideginum aftur í ár vegna kórónuveirunnar, sbr. fréttatilkynning.

Júlíus vék af fundi kl. 13:49.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um styrkveitingar vegna Fiskidagsins mikla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að ekki verði skerðing á beinum styrk til Fiskidagsins mikla árið 2021 að upphæð kr. 5.500.000. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Stytting vinnuviku

Málsnúmer 202010063Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:00.

Á 332. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 975. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu á verkefninu stytting vinnuviku hjá dagvinnufólki en samkomulög stofnana sveitarfélagsins eru tímabundin til loka apríl 2021 og eru upp á lágmarksstyttingu skv. kjarasamningum eða 13 mínútur á dag. Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda stjórnendum stofnana sveitarfélagsins útskýringar frá byggðaráði á 13 mínútna styttingunni í byrjun verkefnisins, upplýsingar um hvaða atriði er gott að hafa í huga við endurskoðun á núverandi samkomulögum og hvernig skal farið með núverandi frávik frá kjarasamningum í nýjum samkomulögum stofnana sem munu taka gildi þann 1. maí nk. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að afturkalla fullnaðarumboð starfs- og kjaranefndar á afgreiðslu samkomulaga um styttingu vinnuviku innan kjarasamninga. Samkomulögin komi til staðfestingar í sveitarstjórn. Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu byggðaráðs um afturköllun fullnaðarumboðs starfs- og kjaranefndar á afgreiðslu samkomulaga um styttingu vinnuviku innan kjarasamninga. Samkomulögin komi því til staðfestingar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur vinnustaða Dalvíkurbyggðar um samkomulög vegna styttingu vinnuvikunnar frá og með 1. maí 2021:
Leikskólinn Krílakot.
Bókasafn Dalvíkur, Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð og Byggðasafnið Hvoll; starfsmenn safna.
Skrifstofur Dalvíkurbyggðar.
Leik- og grunnskólinn Árskógarskóli.
Starfsmenn íbúðakjarna í Lokastíg v. dagvinnu.
Heimilisþjónusta.
Eigna- og framkvæmdadeild.
Starfsmenn veitna; Hitaveita Dalvíkur, Vatnsveita Dalvíkurbyggðar og Fráveita Dalvíkurbyggðar.
Slökkvilið Dalvíkur - v. dagvinnu.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samkomulög eins og þau liggja fyrir sem og samkomulag vegna starfsmanna hafna, en skv. upplýsingum þá liggur munnleg tillaga um óbreytt fyrirkomulag.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð - endurskoðun

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð.

Til að taka af allan vafa þá leggur byggðaráð til við sveitarstjórn að bætt verði við 2. og 3. gr. skýringum að niðurfelling gatnagerðargjalda taki ekki til lóða sem auglýstar eru á gildistíma reglnanna ef þær eru ekki við þegar tilbúnar götur m.v. gildistöku reglanna. Ef sveitarfélagið þarf að leggja í kostnað við gerð nýrra gatna, nýrra svæða og/eða nýs skipulags þá gilda þessar reglur ekki um þær lóðir.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur - beiðni um viðauka.

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Vísað er til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 334. fundi þann 30. mars sl. þar sem samþykkt var að vinnuhópurinn vegna lagfæringa á Sundlaug Dalvíkur leggi fyrir byggðaráð beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi beiðni, dagsett þann 27. apríl 2021, frá vinnuhópnum um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 12.539.659 á deild 31240. Lagt er til að honum verði mætt að hluta með lækkun á áætluðum beinum kostnaði vegna Fiskidagins mikla að upphæð kr. 5.300.000 þar sem Fiskidagurinn fellur niður í ár. Það sem upp á vantar kr. 7.239.659 er lagt til að mætt verði með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 9 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 12.539.659 við deild 31240,og að honum verði mætt með lækkun á lið 05710-4955 að upphæð kr. 5.300.000 og lækkun á handbæru fé að upphæð kr. 7.239.659. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Listi yfir birgja 2020

Málsnúmer 202104139Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að lista yfir birgja 2020 til upplýsingar.
Til umræðu og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Til allra sveitarstjórna Varðandi fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 202104103Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 13. apríl 2021, þar sem fram kemur að óskað er eftir upplýsingum um stöðu fjármála sveitarfélaga á yfirstandandi ári. Meðal þeirra upplýsinga sem eru nauðsynlegar í þessu sambandi eru fjárhagsáætlanir með viðaukum sem gerðar hafa verið á árinu. Mikilvægt er að umbeðnar upplýsingar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. júní nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda umbeðnar upplýsingar.

8.Frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu; Ósk um umsögn vegna fiskeldismála

Málsnúmer 202006089Vakta málsnúmer

Á 948. fundi byggðaráðs þann 25 júní 2020 var eftirfarandi bókað;
"Tekið fyrir bréf dagsett 9. júní 2020 frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þar sem kallað er eftir umsögn um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði. Í niðurlagi er þess beint til sveitarfélaga í Eyjafirði að þau eigi viðræður sín á milli við undirbúning umsagna/umsagnar. Óskað er umsagnar fyrir 9. júlí n.k. Farið yfir umsagnir sveitarstjórna við Eyjafjörð um málið. Lagt fram fundarboð frá SSNE vegna upplýsingafundar í Bergi föstudaginn 26. júní, flutt verða erindi til kynningar á tækniframförum í fiskeldi. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar ítrekar fyrri bókanir sínar sem snúa að samtali sveitarfélaganna við Eyjafjörð um málið."

Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 14. apríl 2021, þar sem tilkynnt er að ekki þykir rétt að halda áfram málsmeðferð til undirbúnings ákvörðunar um breytingar á auglýsingu nr. 460/2004 um friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska í skjókvíum er lýst óheimilt á tilteknum svæðum. Fulltrúi ráðuneytisins mun á hinn bóginn á vettvangi svæðisráðs fyrir standsvæðaskipulag um Eyjafjörð greina frá því samráðsferli sem hófst með bréfum ráðuneytisins þann 9. júní 2020 og munu lýst sjónarmið og upplýsingar því nýtast í vinnu svæðisráðanna, þar sem fulltrúar sveitarfélaga eiga einnig sína fulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202011012Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Frá framkvæmdastjórn vegna Styrktarsjóðs EBÍ 2021

Málsnúmer 202103189Vakta málsnúmer

Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl 2021 var tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 26. mars 2021, þar sem auglýst er eftir umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til aprílloka og hvert aðildarsveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélagsins, sjá nánar reglur sjóðsins. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdastjórnar til skoðunar og lögð verði fram tillaga til byggðaráðs um verkefni á vegum Dalvíkurbyggðar sem metin eru styrkhæf samkvæmt reglum sjóðsins.

Upplýst var á fundinum um hugmyndir frá Atvinnumála- og kynningarráði, sbr. fundur þann 15. aprí sl. Einnig að gert er ráð fyrir í reglum sjóðsins að sami aðili geti ekki fengið úthlutun tvö ár í röð. Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að senda inn umsókn vegna skiltis sem vísar á Böggvisstaðasand.

11.Frá Gásakaupstaði ses; Ársreikningur 2020 og gögn vegna slita stofnunarinnar

Málsnúmer 202104161Vakta málsnúmer

Á fundinum gerði sveitarstjóri grein fyrir framhaldsaðalfundi og slitafundi stofnfjáreigenda Gásakaupstaðar ses sem haldinn var þann 10. febrúar sl. Á þeim fundi var lögð fram eignaskrá Gásakaupstaðar ses og tillaga stjórnar að ráðstöfun eigna við slit. Einnig var kosin skilanefnd sem er að störfum og er áætlað að ljúka slitum félagsins þann 20. maí nk.

Lagt fram til kynningar.

12.Frá Greiðri leið ehf.; Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2021

Málsnúmer 202104126Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Greiðri leið ehf., dagsettur þann 21. apríl 2021, þar sem boðað var til aukafundar hluthafa í Greiðri leið kl. 15:00, miðvikudaginn 28. apríl sl. í TEAMS fjarfundi. Fundarefni var fjárhagsleg endurskipulagning Vaðlaheiðaganga hf.

Sveitarstjóri sat fundinn og gerði grein fyrir fundinum.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Aðalfundur 2021

Málsnúmer 202104160Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 26. apríl 2021, þar sem boðað er til aðalfundar 11. maí 2021 kl. 13 í gegnum fjarfund. Vakin er athygli á að kosið er um stjórnarmenn á fundinum og þurfa framboð að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir aðalfund.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að sækja fundinn.

14.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð; janúar - mars 2021

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samanburð bókhalds janúnar - mars 2021 við fjárhagsáætlun ásamt yfirliti yfir stöðugildi og launakostnað fyrir sama tímabil.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar - 2021

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 27. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Til umsagnar frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál.

Málsnúmer 202104090Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál, sbr. rafpóstur dagsettur þann 15. apríl 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.

Málsnúmer 202104094Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál, sbr. rafpóstur 15. apríl 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

18.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 482011 -málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku, 709. mál.

Málsnúmer 202104095Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál, sbr. rafpóstur dagsettur þann 15. apríl 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

19.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál

Málsnúmer 202104096Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál, sbr. rafpóstur dagsettur þann 15. apríl 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar.

20.Til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.

Málsnúmer 202104097Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál, sbr. rafpóstur frá 15. apríl 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

21.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.

Málsnúmer 202104098Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál, sbr. rafpóstur frá 15. april 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

22.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál

Málsnúmer 202104099Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál, sbr. rafpóstur frá 15.04.2021. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

23.Til umsagnar frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál

Málsnúmer 202104100Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál, sbr. rafpóstur frá 15.04.2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

24.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 1622006,gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga, 668. mál

Málsnúmer 202104120Vakta málsnúmer

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál, sbr. rafpóstur frá 21.04.2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

25.Til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál

Málsnúmer 202104133Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál, sbr. rafpóstur frá 23. apríl 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:55.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs