Byggðaráð

978. fundur 11. mars 2021 kl. 13:00 - 14:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Á 974. fundi byggðaráðs þann 28. janúar sl. var til umfjöllunar lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur. Byggðaráð samþykkti samhljóða að fela sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs, veitu- og hafnasviðs, fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð drög að samkomulagi við verktaka á grundvelli ofangreindra gagna og upplýsinga, í samræmi við umræður á fundinum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs, veitu- og hafnasviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 10. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir stöðu mála.


Lagt fram til kynningar.

2.Frá Jafnréttisstofu; Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 202103014Vakta málsnúmer

Teknar fyrir tilkynningar frá Jafnfréttisstofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettar þann 2. mars 2021, er varða áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

Lagt fram til kynningar og vísað til framkvæmdastjórnar og fagráða sveitarfélagsins til umfjöllunar og skoðunar.

3.Áfallin orlofsskuldbinding 31.12.2020

Málsnúmer 202103034Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 13:30.

Launafulltrúi kynnti fyrir byggðaráði áfallna orlofsskuldbindingu Dalvíkurbyggðar miðað við 31.12.2020 í tengslum við vinnu við ársreikning 2020 og breytingar á milli áranna 2019 og 2020.


Rúna vék af fundi kl. 14:00
Lagt fram til kynningar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202012055Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202103033Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202103038Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Samningur um raforkusölu

Málsnúmer 202103039Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir samningur um raforkusölu á milli Dalvíkurbyggðar og Orkusölunnar ehf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Orkusöluna ehf. og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

9.Vinnuhópur um Gamla skóla og Friðlandsstofu; kostnaður v. úttektar

Málsnúmer 202102064Vakta málsnúmer

Á 977. fundi byggðaráðs þann 1. mars sl. var sveitarstjóra falið að fá upplýsingar um kostnað við úttekt AVH. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra þá er kostnaðurinn allt að kr. 409.500 án vsk.

Á viðhaldsáætlun Eignasjóðs er gert ráð fyrir kr. 200.000 vegna Gamla skóla. Metið er að hægt sé að mæta ofangreindum kostnaði innan ramma viðhalds Eignasjóðs, ef á reynir.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindan kostnað og felur vinnuhópnum að halda áfram með verkefnið.

10.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

Málsnúmer 202103013Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 2. mars 2021, þar sem Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá nefndasviði Alþingis; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.

Málsnúmer 202103020Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.

Málsnúmer 202102152Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 22. febrúar 2021, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. mars 2021 nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir stjórnar 2021

Málsnúmer 202102014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 895 frá 26. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:55.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs