Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022

Málsnúmer 201806016

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 869. fundur - 22.06.2018

a) Tímarammi

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.
Á tímabilinu 21.06.2018 - 13.09.2018 er gert ráð fyrir að byggðaráð fjalli um "Umræður og tillögur að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu. Umræður um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu"

b) Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi samþykkt Dalvíkurbyggðar um fjárhagsáætlunarferli sveitarfélagsins.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir.
b) Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 870. fundur - 04.07.2018

a) Auglýsing

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2019 þar sem auglýst er eftir erindum, sbr. fyrri ár.


b) Stefnumótun

Á tímabilinu 21.06.2018 - 13.09.2018 er gert ráð fyrir samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar að byggðaráð fjalli um "Umræður og tillögur að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu. Umræður um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu".
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir.
b) Til umræðu.

Byggðaráð - 872. fundur - 19.07.2018

Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí 2018 var til umfjöllunar vinna við fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.

Samkvæmt tímaramma er hlutverk byggðaráðs á tímabilinu 21.06.2018 til 13.09.2018 eftirfarandi:
"Umræður og tillögur að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu. Umræður um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu".

Á fundinum var farið yfir meðfylgjandi Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir í hvaða farvegi vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar er.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða formenn fagráða og sviðstjóra til fundar með byggðaráði til að ræða verklag við fjárhagsáætlunargerðina í seinni hluta ágústmánaðar.

Byggðaráð - 873. fundur - 09.08.2018

Til umræðu skipulagsbreytingar og staðsetningar eigna í Aðalsjóði Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 874. fundur - 23.08.2018

a) Drög að fjárhagsramma 2019;

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að fjárhagsramma 2019 og helstu forsendur þar að baki.

b) Drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2019.

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2019 og þá liði sem byggðaráð þarf sérstaklega að taka til afgreiðslu.

c) Önnur mál.

Til umræðu áherslur og stefnamótun í fjárhagsáætlun.
a) Lagt fram til kynningar og verður tekið til umfjöllunar og afgreiðslu 30.08.2018.
b) Lagt fram til kynningar og verður tekið til umfjöllunar og afgreiðslu 30.08.2018.
c) Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 875. fundur - 30.08.2018

a) Tillaga að fjárhagsramma 2019

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar vinnu við fjárhagsramma 2019 en ekki var hægt að ljúka við fyrir fundinn tillögu að fjárhagsramma fyrir árið 2019 þar sem ekki var hægt að keyra inn launaviðauka 2018 í launaáætlunarkerfið vegna tæknilegra vandkvæða.

Á fundinum var farið yfir fyrirliggjandi drög að römmum, drög að rekstrarreikningi og forsendur ræddar.

b) Forsendur með fjárhagsáætlun 2019

Á fundinum var farið yfir samantekt á forsendum og þau atriði sem byggðaráð þarf sérstaklega að ákvarða.

c) Önnur mál

Til umræðu áherslur og stefnumótun í fjárhagsáætlun.
a) Lagt fram til kynningar og endanleg tillaga að fjárhagsramma 2019 verður tekin til afgreiðslu á fundi byggðaráðs 6. september n.k.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi forsendur:

1. Jólagjafir á hvern starfsmann í starfi kr. 12.000

2. Afmælisgjafir á hvern starfsmann vegna tugaafmælis
kr. 10.000

3. Afmælisgjafir á hvern kjörinn fulltrúa vegna tugaafmælis
kr. 10.000

4. Starfslokagjafir, eftir 20 ára starf eða lengur kr. 30.000

5. Starfslokagjafir, styttra en 20 ára starf


kr. 20.000
6. Framlag til Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar per starfsmann kr. 6.000
7. Heilsusjóður Dalvíkurbyggðar, mótframlag Dalvíkurbyggðar miðað við 100% starf kr. 15.000

Heildarsamantekt forsenda með fjárhagsáætlun verður lögð fyrir fund byggðaráðs 6. september n.k. til afgreiðslu.

c)
1. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að flytja rekstur Sundskála Svarfdæla af málaflokki 06 (Íþrótta- og æskulýðsmál) og yfir á málaflokk 13 (Atvinnumál) frá og með 1.1.2019. Umsjón með fasteigninni verði hjá Eignasjóði.
2. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að flytja rekstur Rima af málaflokki 06 (Íþrótta- og æskulýðsmál) og yfir á málaflokk 13 (Atvinnumál) frá og með 1.1.2019. Umsjón með fasteigninni verði hjá Eignasjóði.
3. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að flytja umsjón með rekstri tjaldsvæðis á Dalvík af fræðslu- og menningarsviði og yfir til Eignasjóðs frá og með 1.1.2019.

Til umræðu aðrar áherslur og stefnur í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2019-2022.

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Á 875. fundi byggðaráðs þann 30. ágúst 2018 voru til umfjöllunar drög að fjárhagsramma fyrir árið 2019, forsendur Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2019-2022 sem og ýmis önnur mál er varðar vinnuna við starfs- og fjárhagsáætlun 2019-2022.

a) Tillaga að fjárhagsrammam 2019

Sveitarstjóri og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu tillögu að fjárhagsramma ársins 2019 og helstu forsendur.

b) Forsendur með fjárhagsáætlun 2019

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu Dalvíkurbyggðar að forsendum með fjárhagsáætlum 2019.

c) Önnur mál; stefnumótun, áherslur, o.fl.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að fjárhagsramma 2019 eins og hann liggur fyrir með breytingum sem gerðar voru á fundinum.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2019 eins og þær liggja nú fyrir.
c) Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 36. fundur - 12.09.2018

Upplýsingafulltrúi fer yfir starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2018. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fer yfir fjárhagsáætlun málaflokks 21-50, sem viðkemur starfi upplýsingafulltrúa, og málaflokks 13-10 og 13-41 undir atvinnumál.

Til umræðu.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir starfsáætlun upplýsingafulltrúa samhljóða með 5 atkvæðum.

Byggðaráð - 877. fundur - 13.09.2018

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var meðel annars eftirfarandi bókað:
"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að fjárhagsramma 2019 eins og hann liggur fyrir með breytingum sem gerðar voru á fundinum.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2019 eins og þær liggja nú fyrir.
c) Lagt fram til kynningar. "

Til umræðu áherslur og stefna í ýmsum málaflokkum.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 878. fundur - 20.09.2018

a) Farið yfir yfirlit launaáætlunar og stöðugildi.

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit launaáætlunar og stöðugilda, samanburð á milli áranna 2018 og 2019.

b) Launamál kjörinna fulltrúa

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að svörum við ýmsum vangaveltum um launakjör kjörinna fulltrúa.

Til umræðu ofangreint.

c) Önnur mál.

Rætt um aukafundi og skipulag við yfirferð byggðaráðs á starfs- og fjárhagsáætlun.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðar viðmiðunarreglur með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.
c) Rætt og sveitarstjóra og formanni falið að koma með tillögu að aukafundum í samráði við sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Byggðaráð - 879. fundur - 26.09.2018

a) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs 2019.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 8:15.

Sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir og kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022.

Til umræðu ofangreint.

Eyrún vék af fundi kl. 09:15.

b) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs 2019 ásamt starfsáætlun upplýsingafulltrúa.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs ásamt starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.

Til umræðu ofangreint.

c) Önnur mál.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 880. fundur - 02.10.2018

a) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022 frá umhverfis- og tæknisviði.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 17:00.

Börkur Þór kynnti og lagði fram tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs vegna ársins 2019 og 2020-2022, ásamt tillögum að viðhaldsáætlun Eignasjóðs og framkvæmdaáætlun Eignasjóðs.

Til umræðu ofangreint.

Börkur Þór vék af fundi kl. 19.40.

Byggðaráð - 881. fundur - 03.10.2018

a) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs fyrir árið 2019 og árin 2020-2022.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 17:00.

Hlynur kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2019 frá fræðslu- og menningarsviði ásamt tillögum fyrir árin 2020-2022.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 19:30.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

a) Tillaga að starf- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs 2019 og 2020-2022.

Sveitarstjóri kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022 fyrir veitu- og hafnasvið, þar sem sviðsstjóri er fjarverandi í sumarleyfi.

Til umræðu ofangreint.

b) Önnur mál.

Rætt um hvað er útistandandi, næstu skref og fundi hvað varðar fjárhagsáætlunarvinnuna.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt frma til kynningar.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

a) Starfsáætlanir

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærðar starfsáætlanir frá umhverfis- og tæknisviði og fræðslu- og menningarsviði.

b) Rekstur og rammar

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á niðurstöðum vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir frávik.

c) Viðhald

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að viðhaldi Eignasjóðs.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir breytingar á milli funda.

d) Framkvæmdir

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga frá umhverfis- og tæknisviði að framkvæmdum Eignasjóðs

e) Beiðnir um búnaðarkaup

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á beiðnum stjórnenda um búnaðarkaup. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantektina og frávik á milli beiðna, áætlunar og endurnýjaráætlunar vegna tölvu- og hugbúnaðamála.

f) Afgreiðslur á erindum

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á erindum sem bárust vegna auglýsingar um fjárhagsáætlun, umfjöllun og afgreiðslur á þeim. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu mála.

g) Önnur mál.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á öðrum útistandandi atriðum sem á eftir að taka ákvörðun um.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að taka út úr viðhaldsáætlun Eignasjóðs 5,0 m.kr. vegna girðingar við Sundlaug Dalvíkur.
d) Lagt fram til kynningar.
e) Á fundinum var unnið að breytingum á áætlun um búnaðarkaup á grundvelli frávika.
f) Lagt fram til kynningar.
g) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að 2,0 m.kr. verði settar á deild 13800 inn á fjárhagsáætlun 2019 vegna nýsköpunar- og þróunarstyrkja í samræmi við fyrirliggjandi drög að reglum.

Á fundinum var farið yfir bókanir veitu- og hafnaráðs frá 79. fundi þann 17. október 2018, mál 201808031 og mál 201707032. Byggðaráð felur sveitarstjóra að fara yfir málin með sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs.

Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 884. fundur - 18.10.2018

Á 883. fundi byggðaráðs þann 17. október 2018 voru til umfjöllunar ýmis atriði er varðar vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022.

a) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti uppfærða viðhaldsáætlun Eignasjóðs fyrir árið 2019.
b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti uppfærða samantekt yfir áætluð búnaðarkaup 2019.
c) Farið yfir ýmis útistandandi atriði.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Vísað áfram til gerðar fjárhagsáætlunar 2019

Byggðaráð - 885. fundur - 25.10.2018

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður tillögu að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020 -2022 samkvæmt fjárhagsáætlunarlíkani.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður tillögu að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020 -2022 samkvæmt fjárhagsáætlunarlíkani.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna."

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem lagði til að sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yrði gefið málfrelsi undir þessum lið til að kynna frumvarp að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 og var það samþykkt samhljóða.

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður sem eru eftirfarandi að teknu tilliti til um 44 m.kr. viðbótartekna frá Jöfnunarsjóðs en upplýsingar vegna þess bárust eftir fund byggðaráðs þann 25. október s.l.:

2019:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 127.499.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 19.414.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 91.561.000 jákvæð.
Fjárfesingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 327.650.000 og kr. 16.251.000 vegna framlags til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hes.
Áætluð lántaka kr. 135.000.000.
Veltufé frá rekstri kr. 360.952.000
Veltufjárhlutfall 1,11.

2020:

Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 151.759.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 25.356.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 116.664.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr.122.690.000. Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 392.704.000

2021:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 159.151.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 35.839.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 130.892.000 jákvæð.
Fjárfesingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 119.270.000 Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 402.499.000.

2022:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 163.483.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 49.488.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 145.139.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 119.270.000. Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 409.693.000.

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn þakkar sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir góða yfirferð.

Byggðaráð - 886. fundur - 08.11.2018

Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30. október s.l. var tillaga að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að 2. nóvember s.l. barst uppfært minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2019 og fjárhagsáætlana til þriggja ára. Þar kemur fram meðal annars að áætluð verðbólga ársins 2019 er nú 3,6% samkvæmt Þjóðhagsspá í stað 2,9%.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að breyta verðbólguspá í fjárhagsáætlunarlíkani í samræmi við nýja Þjóðhagsspá.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og skólastjóri Dalvíkurskóla komi á fund byggðaráðs vegna hönnunar á skólalóð Dalvíkurskóla.

Byggðaráð - 887. fundur - 15.11.2018

Sveitarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 14:45.

a) Skólalóð Dalvíkurskóla

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Friðrik Arnarsson, deildarstjóri / aðstoðarskólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 14:50.

Til umræðu tillaga að hönnun og kostnaðaráætlun vegna skólalóðar Dalvíkurskóla. Einnig lagt fram samantekt á hugmyndum og tillögum nemenda skólans.

Friðrik vék af fundi kl. 15:34.

Börkur vék af fundi kl. 16:19.

b) Annað á milli umræðna í sveitarstjórn ?

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fjárhagsáætlunarlíkan 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 með breyttum forsendum hvað varðar verðbólguspá.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi tillögu að breytingum á framkvæmdaáætlun:

Skólalóð Dalvíkurskóla, kr. 13.500.000 árið 2019 í stað kr. 12.000.000, árið 2020 kr. 15.000.000 og árið 2021 kr. 15.000.000, alls kr. 43.500.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði gagngert yfir tillögur að hönnun og skipulagi skólalóðar Dalvíkurskóla í samræmi við það sem rætt var á fundinum um upphafleg markmið.
Framlag Dalvíkurbyggðar vegna sjóvarna árið 2021 kr. 5.600.000.
Endurnýjun leiktækja árin 2019-2022 kr. 1.000.000 hvert ár fyrir sig tekið út.


b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvikurbyggðar 2019 og þriggja ára áætlun 2020 - 2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum á milli umræðna.

Sveitarstjórn - 307. fundur - 20.11.2018

Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30. október 2018 var tillaga að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Á fundum byggðaráðs á milli umræðna voru gerðar breytingar á fjárhagsáætlunarfrumvarpinu hvað varðar nýja verðbólguspá og fjárfestingar Eignasjóðs. Einnig voru gerðar breytingar á launaáætlun safna í málaflokki 05 vegna breytinga í starfsmannahaldi safnanna.

Til máls tók;
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna og helstu niðurstöðum.

2019:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 118.621.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 12.662.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 78.387.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 328.150.000 og kr. 16.251.000 vegna framlags til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hes.
Áætluð lántaka kr. 135.000.000.
Veltufé frá rekstri kr. 359.371.000
Veltufjárhlutfall 1,10.

2020:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 141.752.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 19.173.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 102.802.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr.136.690.000.
Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 390.966.000

2021:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 149.683.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 31.757.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 118.566.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 138.870.000
Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 400.677.000

2022:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 155.520.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 47.358.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 135.293.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 118.270.000.
Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 407.956.000.

Einnig tóku til máls:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Jón Ingi Sveinsson.




Sveitarstjórn færir starfsmönnum, stjórnendum, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og byggðaráði bestu þakkir fyrir vinnuna að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.