Byggðaráð

870. fundur 04. júlí 2018 kl. 13:00 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilsufarsmælingar 2018; samantekt.

Málsnúmer 201803078Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Anita Aanesen, yfirhjúkrunarfræðingur, og Guðmundur Pálsson, læknir, frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Dalvík, kl. 13:00. Einnig komu á fundinn Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:00.

Anita og Guðmundur kynntu almennar niðurstöður úr heilsuskoðun starfsmanna Dalvíkurbyggðar 2018.

Til umræðu ofangreint.

Anita og Guðmundur viku af fundi kl. 13:39.
Gísli Rúnar vék af fundi kl. 13:44.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá 227. fundi fræðsluráðs þann 26.06.2018; Starfsmannamál 2017 og 2018 Krílakoti og verkefnastjóri sérkennslu

Málsnúmer 201806077Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, kl. 13:30.

Á 227. fundi fræðsluráðs þann 26. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
"Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og mennningarsviðs, kynnti erindi hans og leikskólastjóra Krílakots sem lagt verður fyrir byggðaráð og að hluta til var lagt fyrir á síðasta fundi fræðsluráðs. Þar er gerð grein fyrir stöðugildum 2017 og 2018 og beiðni um ráðningu verkefnastjóra sérkennslu. Ágústa K. Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, skýrði stöðu starfsmannamála nánar á fundinum.
fram til kynningar. Sveitarstjóri, Katrín Sigurjónsdóttir, lagði áherslu á mikilvægi þess að vel sé staðið að móttöku nýrra starfsmanna og að þeim sé kynnt mannauðsstefna Dalvíkurbyggðar við upphaf starfsferils",

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs,dagsett þann 21. júní 2018, er varðar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna verkefnastjóra sérkennslu á Krílakoti og samantekt á stöðugildum við Krílakot 2017 og fyrstu fjóra mánuði ársins 2018.

Fram kemur að árið 2017 var upprunaleg heimild stöðugilda 23,6. Með samþykktum viðaukum við fjárhagsáætlun 2017 var heimild stöðugilda árið 2017 25,43 en raun varð 24,65. Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun er heimild stöðugilda nú 27,3 en fyrstu 4 mánuði ársins er fjöldi stöðugilda 29,63 eða 2,33 umfram heild. Launakostnaður fyrstu 4 mánuði ársins er því um 6,0 m.kr. umfram heimild. Í upphafi ársins 2018 var ráðið inn í 3 stöðugildi vegna veikinda starfsmanna en ekki var gert ráð fyrir þeim stöðugildum í launa- og fjárhagsáætlun 2018. Óskað er eftir heimild til að ráða í starf verkefnastjóra sérkennslu sem þýðir 25% aukning á stöðugildi og kostnað um 2,0 m.kr.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá 304. fundi sveitarstjórnar þann 11.06.2018; Verkefnastjóri sérkennslu á Krílakoti 2018

Málsnúmer 201805066Vakta málsnúmer

Á 226. fundi fræðsluráðs þann 23. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og leikskólastjóri Krílakots lögðu fram beiðni um ráðningu í nýja stöðu verkefnastjóra sérkennslu á Krílakoti. Um er að ræða 100% starf. Leikskólakennari sem nú er að láta af 75% starfi hefur sinnt sérkennslu fram að þessu. Auk þess er óskað eftir 15% viðbótarstöðugildi til sérkennslu vegna aukinna þarfa. Samtals er um 40% aukningu stöðugilda að ræða. Áætlaður kostnaður við þessa aukningu er um það bil 3.000.000 kr.á ári.
Fræðsluráð samþykkir beiðnina með 5 atkvæðum."

Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2018 var samþykkt sú tillaga að vísa ofangreindu máli til byggðaráðs.

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 18. maí 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til að auglýsa eftir sérkennslustjóra við leikskólann í 100% starf sem allra fyrst. Starfsmaður sem hefur séð um málörvun og sérkennslu tvítyngdra barna í 75% starfi mun láta af störfum 15. júlí n.k. Að auki er óskað eftir heimild til að ráða í 15% starf vegna stuðnings. Samtals er því um að ræða 40% aukningu á stöðugildum við Krílakot. Áætlaður kostnaður vegna þessa er kr. 2.892.000 á ári.

Til umræðu ofangreint.

Guðrún Halldóra vék af fundi kl. 14:17.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun Krílakots vegna starfsmannamála ásamt þarfagreiningu stöðugilda til áramóta, sbr. einnig mál 201806077 hér að ofan.

4.Frá 304. fundi sveitarstjórnar þann 11.06.2018; Starfslok kennsluráðgjafa 2018

Málsnúmer 201805069Vakta málsnúmer

Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2018 var samþykkt sú tillaga að vísa eftirfarandi til byggðaráðs frá 226. fundi fræðsluráðs þann 23. maí 2018:
"Lagt var fram bréf frá Dóróþeu Reimarsdóttur, dagsett 16. maí 2018, þar sem hún segir upp starfi kennsluráðgjafa á fræðslusviði frá og með 1. nóvember 2018.
Fræðsluráð þakkar Dóróþeu samstarfið og óskar henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar sem fyrst."

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar og vísað til næsta liðar hér á eftir; málsnúmer 201807002.

5.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Kennsluráðgjafi/sérfræðingur á skólaskrifstofu 2018

Málsnúmer 201807002Vakta málsnúmer

Tekin fyrir greinargerð sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 2.júlí 2018, er varðar mat á ráðningu kennsluráðgjafa / sérfræðings á fræðslu- og menningarsviði.

Samkvæmt vinnureglum Dalvíkurbyggðar á forstöðumaður stofnunar eða sviðsstjóri, áður en eldra starf er auglýst laust til umsóknar, að framkvæma mat á þörf fyrir ráðningu í starfið og skila slíku mati skriflega til sveitarstjóra sem leggur það fyrir byggðaráð ef þörf krefur. Kanna skal hvort þörf er á breytingu á starfslýsingu eða kröfum til umsækjenda eða ekki. Einnig skal kanna möguleika þess að leggja starfið niður eða sameina það öðru. Kanna skal hvort þörf er á breytingu á starfslýsingu eða kröfum til umsækjenda eða ekki. Einnig skal kanna möguleika þess að leggja starfið niður eða sameina það öðru.

Lagt er til að auglýst verði eftir starfsmanni í starfið í 80%-100% stöðugildi.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að auglýsa starfið með áorðnum breytingum á auglýsingu sem gerðar voru á fundinum og að sveitarstjóri aðstoði sviðsstjóra við ráðningarferlið.

6.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun Árskógar- og Dalvíkurskóla fjárhagsárið 2018; skólamáltíðir

Málsnúmer 201806127Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 28. júní 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Árskógarskóla og Dalvíkurskóla vegna ársins 2018 vegna mistaka / misskilnings við útreikninga/bókunar á mötuneytiskostnaði.

Óskað er eftir viðauka við Dalvíkurskóla, deild 04210, að upphæð kr. 12.250.800 nettó, og við Árskógarskóla, deild 04240, að upphæð kr. 1.347.000 nettó.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 15:02.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari upplýsingum er varðar tekjuhlið viðaukans hvað Dalvíkurskóla varðar.

7.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

a) Auglýsing

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2019 þar sem auglýst er eftir erindum, sbr. fyrri ár.


b) Stefnumótun

Á tímabilinu 21.06.2018 - 13.09.2018 er gert ráð fyrir samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar að byggðaráð fjalli um "Umræður og tillögur að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu. Umræður um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu".
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir.
b) Til umræðu.

8.Siðareglur kjörinna fulltrúa - endurskoðun í upphafi kjörtímabils; framhald endurskoðunar

Málsnúmer 201806084Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

9.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Ráðningarnefnd Dalvíkurbyggðar - tillaga

Málsnúmer 201806125Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

10.Frá Stangveiðifélagi Akureyrar; Veiðidagar Dalvíkurbyggðar í Svarfaðardalsá 2018

Málsnúmer 201806091Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úthlutun veiðileyfa til Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 19. maí 2018, frá Stangveiðifélagi Akureyrar vegna Svarfaðardalsár - svæði 1. Um er að ræða 10 stangir á tímabilinu 9. júlí 2018 til og með 8. september 2018.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreind leyfi Dalvíkurbyggðar verði auglýst laus til umsóknar fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar 67 ára og eldri og fyrir ungmenni 18 og yngri.
Upplýsingafulltrúa falið að auglýsa veiðileyfin laus til umsóknar á heimasíðunni og dregið verði úr umsóknum fyrir hvern veiðidag. Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí n.k.

11.Frá Greiðri leið ehf.; Hluthafafundur

Málsnúmer 201806103Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Greiðri leið ehf., dagsett þann 22.06.2018, þar sem boðað var til hluthafafundar mánudaginn 2. júlí s.l. á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá Íslenskri orkumiðlun ehf.; Fyrirspurn um raforkukaup

Málsnúmer 201806056Vakta málsnúmer

Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Íslenskri orkumiðlun ehf., dagsett þann 4. júní 2018, móttekið þann 14. júní 2018, þar sem óskað er eftir upplýsingum og gögnum frá sveitarfélaginu, m.a. með vísan til upplýsingalaga nr. 140/2012, í tengslum við raforkukaup sveitarfélagsins. a) Hefur Dalvíkurbyggð boðið út raforkukaup sveitarfélagsins og/eða hyggur sveitarfélagið á útboð raforkukaupa félagsins á grundvelli laga nr. 120/2016 ? b) Hefur Dalvíkurbyggð stefnu í útboðum / innkaupum á raforku (verðstefna / almenn stefna)? c) Hver voru heildarinnkaup sveitarfélagsins á raforku árið 2017 og fyrstu 3 mánuði ársins 2018 (flokkað eftir af hverjum var keypt, hversu mikið magn á og hvaða verði)? Óskað er eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar og svörum við framangreindu sem fyrst, sem og þeim upplýsingum sem óskað er eftir, og eigi síðar en 14 dögum eftir móttöku þessarar beiðni. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afla frekari upplýsinga um málið. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að svarbréfi við ofangreindri fyrirspurn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að svarbréfi eins og það liggur fyrir.

13.Frá Prima Lögmönnum ehf.; Vegna umsóknar um lóðarstækkun; Árskógur lóð 1; staða mála

Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer

Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní 2018 samþykkti byggðaráð að fela sveitastjóra að ræða við eigendur að Árskógi lóð 1 um framhald málsins.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda byggðaráðs og samtölum sínum við eigendur að Árskógi lóð 1 að lausnum.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka málið áfram.

14.Frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs; Viðauki vegna lagnavinna við Öldugötu á Árskógssandi.

Málsnúmer 201806066Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

15.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201806081Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

16.Ráðning sveitarstjóra, sbr. 47. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum; drög að samningi

Málsnúmer 201806008Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

17.Félagsmálaráð - 219, frá 26.06.2018

Málsnúmer 1806004FVakta málsnúmer

  • Lagðar voru fram reglur félagsmálasviðs sem og reglur er lúta að málefnum sviðsins. Farið var yfir starfsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2018.

    Katrín Sif Ingvarsdóttir kom á fund kl 8:25

    Varamenn viku af fundi kl 9:15
    Félagsmálaráð - 219
  • 17.2 201806095 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201806095 Félagsmálaráð - 219
  • 17.3 201806097 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201806097 Félagsmálaráð - 219
  • 17.4 201806096 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201806096 Félagsmálaráð - 219
  • 17.5 201705177 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201705177 Félagsmálaráð - 219
  • 17.6 201806062 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201806062 Félagsmálaráð - 219 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 17.7 201806112 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201806112 Félagsmálaráð - 219 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Erindi barst dags. 1. júní 2018 frá Jafnréttisstofu.Þar vill Jafnréttisstofa minna sveitarstjórnir á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem lúta að skyldum sveitarfélaganna. Eftirfarandi ákvæði eiga sérstaklega við sveitarfélögin:
    - 12. gr. laganna sem kveður á um að skipa skuli jafnréttisnefndir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Skulu nefndirnar hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára í senn sem leggja skal fram til samþykktar hjá sveitarstjórn.
    -15. gr laganna kveður á um að þess skuli gætt við skipan í nefndir og stjórnir að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.
    Félagsmálaráð - 219 Félagsmálaráð fór yfir kynjahlutföll í nýskipuðum nefndum sveitarfélagsins. Kynjahlutföll eru í samræmi við 15.gr jafnréttislaga. En vakin er athygli á að í umhverfisráði sitja fjórar konur og einn karlmaður og í byggðarráði einungis karlmenn.
    Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að leggja fram drög að jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára á næsta fundi ráðsins.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Erindi barst frá Nefndarsviði Alþingis dags. 30.05.2018 þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar, 622. mál. Félagsmálaráð - 219 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu byggðaráðs og er hún því lögð fram til kynningar.

18.Fræðsluráð - 227, frá 26.06.2018

Málsnúmer 1806003FVakta málsnúmer

  • Kynning á gagnagátt fyrir aðal- og varafulltrúa í fræðsluráði. Fræðsluráð - 227 Farið var yfir gögn sem eru undir gagnagáttinni, s.s. lög, gildi fræðslu- og menningarsviðs, siðareglur, reglugerðir og samþykktir, starfsáætlun og erindisbréf. Einnig var farið yfir ritun fundargerða, hæfi og vanhæfi, fjárhagsáætlunarferli og fleira sem snýr að störfum nefndarmanna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður, lagði til að fastur fundartími fræðsluráðs verði annar miðvikudagur í mánuði og að fundir hefjist klukkan 8:00. Fræðsluráð - 227 Tillagan samþykkt án mótatkvæða. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 18.3 201806088 Tilnefning ritara
    Formaður lagði til að starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs riti fundargerðir ráðsins. Fræðsluráð - 227 Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og mennningarsviðs, kynnti erindi hans og leikskólastjóra Krílakots sem lagt verður fyrir byggðaráð og að hluta til var lagt fyrir á síðasta fundi fræðsluráðs. Þar er gerð grein fyrir stöðugildum 2017 og 2018 og beiðni um ráðningu verkefnastjóra sérkennslu. Ágústa K. Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, skýrði stöðu starfsmannamála nánar á fundinum. Fræðsluráð - 227 Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri, Katrín Sigurjónsdóttir, lagði áherslu á mikilvægi þess að vel sé staðið að móttöku nýrra starfsmanna og að þeim sé kynnt mannauðsstefna Dalvíkurbyggðar við upphaf starfsferils. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri, gerði grein fyrir innra mati Dalvíkurskóla og matsáætlun næsta skólaárs. Ágústa K. Bjarnadóttir, aðstoðarskólastjóri Krílakots, gerði grein fyrir innra mati Krílakots. Gunnþór E. Gunnþórsson, fráfarandi skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir innra mati Árskógarskóla. Matsáætlanir Krílakots og Árskógarskóla liggja ekki fyrir. Fræðsluráð - 227 Lagt fram til kynningar og umræðu. Skólastjórum falið að sjá til þess að skýrslurnar fari inn á heimasíður skólanna. Matsáætlanir Krílakots og Árskógarskóla verða lagðar fram í ágúst. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri, lagði fram fjárhagslegt stöðumat á deild 04 - janúar til og með maí 2018. Fræðsluráð - 227 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdi bréf frá Mennta-og menningarmálaráðuneytinu dags. 5. júní 2018 þar sem kynntir eru fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030. Fundir fyrir Eyjafjarðarsvæðið verða 1. og 2. október, annars vegar fyrir forsvarsmenn sveitarfélaga og ábyrgðaraðila málaflokka mennta-, velferðar- og heilbrigðismála og hins vegar fyrir fulltrúa kennara og frístundafólks, stjórnendum leik-. grunn- og framhaldsskóla, fulltrúa foreldra, skóla- og félagsþjónustu og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu- og frístundamála. Fræðsluráð - 227 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti nýjan kjarasamning grunnskólakennara. Taka þarf ákvörðun um hvernig kennarar skili inn gögnum um val á launatöflum. Fræðsluráð - 227 Lagt fram til kynningar. Samþykkt með 5 atkvæðum að kennarar skili gögnum til launafulltrúa í pappírsformi.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu byggðaráðs og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.

19.Umhverfisráð - 306, frá 08.06.2018

Málsnúmer 1806002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
2. liður.
3. liður, sér liður á dagskrá.
5. liður.
8. liður.
10. liður.
11. liður.
12. liður.
  • Með innsendu erindi dags. 01. júní 2018 sækir Guðmar Ragnar Stefánsson, fyrir hönd Brúarsmiða ehf., um lóðina Gunnarsbraut 8, Dalvík. Umhverfisráð - 306 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs
  • Með innsendu erindi dags. 05.júní 2018 óska þau Bjarni Gunnarsson og Aðalheiður Kristín Símonardóttir eftir byggingarleyfi við Karlsrauðartorg 11, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 306 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina, en felur sviðsstjóra að framkvæma grenndarkynningu áður en framkvæmdarleyfi er veitt.
    Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grenndarkynnt eftirtöldum lóðarhöfum.

    Dalbæ
    Kambhóli
    Karlsrauðatorgi 9-24
    Kirkjuvegi 7-12
    Melum

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Laxós ehf. hefur látið vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir nýju 7.650 m² athafnasvæði á um 0,8 ha landfyllingu innan við höfnina á Árskógssandi. Þéttbýlismörkum á sveitarfélagsuppdrætti er breytt til samræmis. Fyrirhugað er að 1. hluti seiðaeldisstöðvar fyrirtækisins verði á athafnalóð við Öldugötu en 2. hluti, sjógönguseiðadeild, verði á nýja athafnasvæðinu við höfnina. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var auglýst í júlí 2017. Fyrirhugaðar framkvæmdir voru tilkynntar Skipulagsstofnun til ákvörðunar um matsskyldu skv. ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Niðurstaða stofnunarinnar var að fyrirhuguð seiðaeldisstöð á Árskógssandi væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Lögð var fram tillaga að breyttu aðalskipulagi á breytingablaði dags. 5. júní 2018.
    Umhverfisráð - 306 Umhverfisráð leggur til að breytingartillagan verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gefi umræður eða ábendingar sem fram kunna að koma á kynningarfundi ekki tilefni til breytinga verði tillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýst sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga að fenginni umsögn stofnunarinnar.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Til umræðu bréf dags. 25. apríl 2018 sem hverfisráð Hríseyjar sendi frá fundi sínum þann 15. apríl 2018. Umhverfisráð - 306 Umhverfisráð þakkar innsent erindi og felur sviðsstjóra að kanna þau atriði sem að ráðinu snúa.
    Ráðið felur sviðsstjóra að áframsenda erindið til Vegagerðarinnar þar sem stærstur hluti ábendinga snýr að veghaldara.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendum erindum dags. 14. og 25. maí 2018 óskar Grzegorz Tomasz Maniakowski fyrir hönd Gregdalvik ehf. eftir leyfi til uppsetningar á skilti við Goðabraut 3, Dalvík og sunnan Dalvíkur samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 306 Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið leyfi og felur svisstjóra að hafa eftirlit með framkvæmdunum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á þessum lið og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga á milli funda.
  • Til kynningar erindi dags. 17. maí frá Ernu Maríu Þrastardóttur verkefnisstjóra hjá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS þar sem leitað er eftir vekefnum fyrir sumarið 2018.
    Umhverfisráð - 306 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 19.7 201704072 Svæðisskipulagsnefnd
    Lagðar fram til kynningar fundargerðir svæðisskipulagsnefndar nr. 4 og 5 frá 11. janúar og 23. maí 2018. Umhverfisráð - 306 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 19.8 201805095 Leiksýningin Gosi
    Með innsendu erindi dags. 24.maí 2018 óskar leikhópurinn Lotta eftir leyfi til sýningarhalds þann 10. ágúst 2018 og eins er sótt um styrk samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð - 306 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi, en vísar styrkumsókn til byggðarráðs.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Undir þessum lið vék af fundi Heiða Hilmarsdóttir kl. 09:11.

    Á 303 fundi umhverfisráðs þann 16. mars 2018 var eftirfanadi bókað
    "Umhverfisráð felur sviðsstjóra að afla samþykkis meðeiganda ásamt drögum að
    nýjum eignaskiptasamningi. Ráðið felur sviðsstjóra að óska eftir grendarkynningu
    á þeim breytingum sem óskað er eftir áður en byggingarleyfi er gefið út, ásamt
    umsögn slökkvilisstjóra. Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grendarkynnt
    eftirfarandi aðilum: Ráðhús Dalvíkur Menningarhúsið Berg Goðabraut 4
    Hafnarbraut ( Reitir) Hafnarbraut 2a, 2b og 4 Sognstún 2 og 4 Samþykkt með
    fimm atkvæðum "
    Fyrir liggja ofnagreind gögn til afgreiðslu málsins.
    Umhverfisráð - 306 Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sviðsstjóra að óska eftir teikningum sem sýna núverandi skuggavarp, einnig miðað við umbeðna hækkun hússins frá hönnuði.
    Tímabilið frá júní til 15. ágúst.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Heiða Hilarsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 09:30

    Með innsendu erindi dags. 5. júní 2018 óskar Guðmundur Geir Jónsson eftir byggingarleyfi fyrir haugtank við Stærri-Árskóg samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð - 306 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 06. júní 2018 óskar Tristan Audren eftir byggingarleyfi fyrir kúluhús við Árbakka á Árskógssandi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 306 Umhverfisráð getur ekki veitt umbeðið leyfi þar sem samþykki meðleigjanda lóðarinnar liggur ekki fyrir.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Ásdís Jónasdóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 09:44
    Með innsendur erindi dags. 07. júní 2018 óskar Óskar Þór Óskarsson eftir byggingarleyfi við Hringtún 32 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð - 306 Í gildandi deiliskipulagi fyrir lóð Hringtúns 32 er hámarksvegghæð húss 6.0 m. Í innsendum aðalteikningum lóðarhafa Hringtúns 32 með umsókn sinni um framkvæmdaleyfi er hæsta vegghæð húss 6.52 m sem er 0.52 m yfir leyfðri hámarksvegghæð.
    Almenn viðmið eru að lóðarhafa sé gefið 20 sm svigrúm frá uppgefnum gólfkóta á mæliblaði.
    Skipulagsyfirvöld Dalvíkurbyggðar geta fallist á að gólfkóti hússins verði lækkaður um 0.20 m og að hæsta vegghæð verði lækkuð um 0.32 m. Fallist lóðarhafi ekki á það, þarf að grenndarkynna frávikið frá deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar fyrir næstu nágrönnum.
    Lækki lóðarhafi Hringtúns 32 vegghæð húss síns um 0.32 m heimilar umhverfisráð sviðsstjóra umhverfis og tæknisviðs að ganga frá framkvæmdaleyfi fyrir byggingu hússins þegar nýjar teikningar liggja fyrir.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Ásdís Jónasdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 09:50
    Haukur Arnar Gunnarsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið kl. 09:50.
    Til kynningar ársreikningur og skýrsla stjórnar Björgunarsveitarinnar Dalvík fyrir 2017.
    Umhverfisráð - 306 Ráðið gerir ekki athugasemdir við innsend gögn og fagnar því góða starfi sem fram fer hjá sveitinni.
    Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn kl. 09:55
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Annað þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í byggðaráði.

20.Sveitarstjórn - 304, frá 11. 06.2018. Til kynningar.

Málsnúmer 1806001FVakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 16:23 til annarra starfa.
Lagt fram til kynningar.

21.Frá 306. fundi umhverfisráðs þann 8. júní 2018; Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 306. fundi umhverfisráðs þann 8. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
"Laxós ehf. hefur látið vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir nýju 7.650 m² athafnasvæði á um 0,8 ha landfyllingu innan við höfnina á Árskógssandi. Þéttbýlismörkum á sveitarfélagsuppdrætti er breytt til samræmis. Fyrirhugað er að 1. hluti seiðaeldisstöðvar fyrirtækisins verði á athafnalóð við Öldugötu en 2. hluti, sjógönguseiðadeild, verði á nýja athafnasvæðinu við höfnina. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var auglýst í júlí 2017. Fyrirhugaðar framkvæmdir voru tilkynntar Skipulagsstofnun til ákvörðunar um matsskyldu skv. ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Niðurstaða stofnunarinnar var að fyrirhuguð seiðaeldisstöð á Árskógssandi væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Lögð var fram tillaga að breyttu aðalskipulagi á breytingablaði dags. 5. júní 2018.
Umhverfisráð leggur til að breytingartillagan verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gefi umræður eða ábendingar sem fram kunna að koma á kynningarfundi ekki tilefni til breytinga verði tillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýst sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga að fenginni umsögn stofnunarinnar. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um að breytingartillagan verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gefi umræður eða ábendingar sem fram kunna að koma á kynningarfundi ekki tilefni til breytinga verði tillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýst sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga að fenginni umsögn stofnunarinnar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs