Byggðaráð

873. fundur 09. ágúst 2018 kl. 13:00 - 14:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - Skriða Svarfaðardal

Málsnúmer 201807114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem barst með rafpósti þann 24.07.2018, beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi í gististaðaflokki II - gististaður án veitinga. Um er að ræða Skriðu í Svarfaðardal.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

2.Svæðisskipulagsnefnd

Málsnúmer 201704072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þresti Friðfinnssyni f.h. Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, rafpóstur dags. 30.júlí 2018 þar sem hann óskar eftir upplýsingum um nöfn og netföng þeirra sem kjörnir hafa verið í svæðisskipulagsnefndina fyrir sveitarfélagið en næsti fundur nefndarinnar er áætlaður þann 14.ágúst nk.

Til umræðu ofangreint
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúar sveitarfélagsins í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2018-2022 verði Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Haukur Arnar Gunnarsson formaður umhverfisráðs. Sveitarstjóra er falið að koma upplýsingunum til Svæðisskipulagsnefndar.

3.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201709001Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað frá fundi sem hann átti með forsvarsmönnum UMFS, Kristjáni Ólafssyni og Birni Friðþjófssyni þann 26.júlí 2018. Á þeim fundi var rætt um stöðu á undirbúningi fyrir uppbyggingu gervigrasvallar á íþróttasvæði UMFS en áætlað er að hefja framkvæmdir eftir síðasta heimaleik í haust. Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 eru 30 miljónir til UMFS vegna framkvæmda.
Nú liggur fyrir 149.löggjafarþingi 2018-2019 frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda. Markmiðið með lögunum er að styðja við mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir félagasamtaka til almannaheilla og hvetja til þess að þau efli starfsemi sína eða bæti aðstöðu sína.
Í frumvarpinu er lagt til að endurgreiddur verði sá kostnaður sem nemur virðisaukaskatti vegna mannvirkjagerðar eða annarra framkvæmda á vegum félagasamtaka til almannaheilla.
Beiðni um endurgreiðslu verður að berast áður en framkvæmdir hefjast og verður metið hvort framkvæmd uppfylli skilyrði fyrir endurgreiðslu. Forsvarsmenn UMFS meta það svo að mikil fjárhagsleg áhætta sé að hefja þetta verk áður en það sé ljóst hvort frumvarpið verði að lögum. Því sé best að fresta framkvæmdarbyrjun fram á árið 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerður verði viðauki nr.18 til lækkunar á heildarframlagi til framkvæmda UMFS vegna gervigrasvallar á árinu 2018 upp á 30 miljónir króna. Til hækkunar á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarfjárfestingu vegna framkvæmda gervigrasvallar UMFS til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

4.Náttúrusetur á Húsabakka ses; staða mála.

Málsnúmer 201609083Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Bjarna Th.Bjarnasyni dags. 30.07.2017 þar sem hann óskar eftir að segja sig úr stjórn Náttúrusetursins á Húsabakka ses.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum úrsögn Bjarna Th.Bjarnasonar úr stjórn Náttúrusetursins á Húsabakka ses.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúi Dalvíkurbyggðar í stjórn Náttúrusetursins á Húsabakka ses verði Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri.

5.Nýkaup í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201808013Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla dagsett 7.ágúst 2018, viðauki við fjárhagsáætlun 2018. Óskað er eftir breytingu á fjárhagslykli 4210-2810 lækkun upp á 290.000 kr. Áætlað er að bíða með kaup á myndavélum fyrir skólalóð vegna skipulags lóðar alls kr. 600.000. Sótt er um að kaupa 3 skjalavistunarskápa til geymslu á viðkvæmum gögnum vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf, kostnaður kr. 270.000 með flutningi. Þá er óskað eftir kaupum á pappírstætara upp á 40.000 kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka númer 19, lækkun á fjárhagslykli 4210-2810 sbr. ofangreint erindi. Upphæð var 600.000 kr en verður 310.000 kr eftir lækkun. Samtals hækkun á handbæru fé upp á kr. 290.000.

6.Viðauki vegna lagnavinna við Öldugötu á Árskógssandi.

Málsnúmer 201806066Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið kl.13:20 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.

Á 872 fundi byggðaráðs þann 19.júlí 2018 var eftirfarandi bókað: "Byggðaráð óskar eftir að sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs leggi fyrir byggðaráð nánari upplýsingar og sundurliðun á kostnaði veitna vegna lagna í Öldugötu, sbr. ofangreint.
Byggðaráð samþykkir einnig samhljóða með 2 atkvæðum að sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs leggi fyrir byggðaráð upplýsingar og sundurliðun á hver kostnaðurinn var við lagnir í Ægisgötu í samanburði við heimild í framkvæmdaáætlun fjárhagsáætlunar 2018 fyrir þetta tiltekna verk."

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra veitu-og hafnarsviðs þar sem fram kemur að ekki hafi verið gert ráð fyrir lögnum í Ægisgötu í starfs-og fjárhagsáætlun veitu-og hafnarsviðs fyrir árið 2018 þar sem veitu-og hafnarsvið hafi ekki verið upplýst um þá áætlun að malbika Ægisgötu í ár. Kostnaður liggur ekki fyrir að fullu en kostnaðargögn eru byggð á áætlun og tilboðum.
Lögð fram yfirlitsmynd yfir lagnir í Öldugötu gegnum Ægisgötu í tengingu við neysluvatn og skólp í Sjávarbraut. Lögð fram útboðslýsing og tilboðsskrá í verkið.
Lagður fram tilboðsreikningur frá Da ehf. í efni.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

7.Viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun Árskógar- og Dalvíkurskóla fjárhagsárið 2018

Málsnúmer 201806127Vakta málsnúmer

Formaður byggðaráðs kom inn á fundinn að nýju kl.13:33 og tók við fundarstjórn.

Á 870.fundi byggðaráðs þann 4.júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 28. júní 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Árskógarskóla og Dalvíkurskóla vegna ársins 2018 vegna mistaka / misskilnings við útreikninga/bókunar á mötuneytiskostnaði. Óskað er eftir viðauka við Dalvíkurskóla, deild 04210, að upphæð kr. 12.250.800 nettó, og við Árskógarskóla, deild 04240, að upphæð kr. 1.347.000 nettó.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari upplýsingum er varðar tekjuhlið viðaukans hvað Dalvíkurskóla varðar."

Fyrir fundinum liggur útskýring frá skólastjóra Dalvíkurskóla. Í upphaflegri fjárhagsáætlun var fyrir mistök öll fæðissala til nemenda og starfsfólks sett undir einn fjárhagslykil (0240 - fæðissala til nemenda. Þá var í upphaflegri áætlun vegna fæðissölu til starfsmanna gert ráð fyrir 35 starfsmönnum en raunin var 29 starfsmenn sem skýrir lægri fjárhæð við endurskoðun á lykli 0238 samanborið við endurskoðun
á lykli 0240.

Til umræðu ofangreint
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2018 vegna Dalvíkurskóla, deild 04210, að upphæð kr. 12.250.800 nettó. Viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr.21 við fjárhagsáætlun 2018 vegna Árskógarskóla, deild 04240, að upphæð kr. 1.347.000 nettó. Viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

8.Umsókn um tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags.

Málsnúmer 201710041Vakta málsnúmer

Úr fundargerð byggðaráðs Dalvíkurbyggðar, fundur 841; umsókn um tónlistarskóla
"Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Kristjánssyni, Hólmfríði Jónsdóttur og Ágústu Bjarnadóttur, dagsett þann 12. október 2017, er varðar umsókn um tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags og ósk um að Dalvíkurbyggð greiði kostnað vegna 2 nemenda við Tónlistarskólann á Akureyri.
Á fundi byggðaráðs þann 31. ágúst 2017 voru samþykktar reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ræða við skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri um jákvæða lausn málsins. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi síðan aftur á fund byggðaráðs með tillögu að afgreiðslu."

Lögð fram greinargerð frá sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs, tildrög máls í tímaröð. Einnig upplýsingar um greiðslur Dalvíkurbyggðar til Tónlistarskóla Akureyrar vegna skólaársins 2017-2018 og endurgreiðslur frá Jöfnunarsjóði til Dalvíkurbyggðar fyrir sama tímabil.

Til umræðu ofangreint

Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs og sveitarstjóra að vinna málið áfram.

9.Vegna umsóknar um lóðarstækkun

Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri greindi frá lausn mála vegna umsóknar um lóðarstækkun við Árskóg. Fengið var virðismat frá tveimur fasteignasölum og gert tilboð á grundvelli þeirra í húseignina Árskóg lóð 1. Eigendur að Árskógi hafa samþykkt kauptilboð Dalvíkurbyggðar. Verið er að leita lausna fyrir vetrarhólf til útigjafar fyrir 6-8 hross í nágrenni Ytra-Holts.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð felur fjármála-og stjórnsýslustjóra, sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að ganga frá málinu á grundvelli kauptilboðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 22 fjárfestingu á málaflokki 32 kr. 30.440.800 miljónir til lækkunar á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í framhaldinu verði húseignin Árskógur lóð 1 auglýst til sölu.

10.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

Til umræðu skipulagsbreytingar og staðsetningar eigna í Aðalsjóði Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

11.Fasteignaálagning 2019

Málsnúmer 201806121Vakta málsnúmer

Teknar fyrir upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs. Samtölur fasteignamats 2007-2019 og samtölur fasteignaálagningar 2019 miðað við óbreyttar forsendur frá fyrra ári.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

12.Reglur um stofnframlög vegna íbúða - krafa um endurgreiðslu

Málsnúmer 201807085Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að Reglum Dalvíkurbyggðar um stofnframlög unnið af fjármála-og stjórnsýslustjóra. Tilkomnar vegna stofnframlags Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Fram kemur í rafrænum samskiptum við endurskoðanda sveitarfélagsins dags 27.júlí.2018 að í slíkum reglum væri eðlilegt að það sé sett inn ákvæði um endurgreiðslu framlags sveitarfélagsins og í raun sé það forsenda fyrir því að hægt sé að eignfæra stofnframlögin sem eignarhluta en ekki gjaldfæra.
Lagt fram til kynningar.

13.Fiskidagurinn Mikli

Málsnúmer 201808004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Erni Smára og vini hliðarsjálfs hans Bols Dagsins, rafpóstur frá 2.ágúst 2018. Þar kemur fram að Fiskidagurinn Mikli eigi sér síðu í bók Bols Dagsins sem á að gefa út 6.október 2018 á 10 ára afmælisdegi hrunsins. Hvetur Örn Smári Dalvíkinga til að heita á verkefnið sem er fjármagnað á Karolina Fund.
Lagt fram til kynningar.

14.Grænbók sem skiptir máli fyrir sveitarfélög

Málsnúmer 201808006Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags 03.08.2018. Ríkið er á grundvelli laga um opinber fjármál að móta nýtt stefnumótunarverklag með gerð græn- og hvítbóka um málefnasvið þess. Fyrsta grænbókin hefur nú litið dagsins ljós. Hún fjallar um málefnasvið 6. Þar undir heyra hagskýrslugerð og grunnskrár ríkisins, þ.e. málefni hagstofu, þjóðskrár og landmælinga, en einnig málefni um upplýsingasamfélagið og sameiginleg stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um þau mál.

Sveitarfélög eru hvött til þess að skoða Grænbókina. Hún er í opnu samráðsferli á http://samradsgatt.island.is og er umsagnafrestur til 15. ágúst.
Lagt fram til kynningar.

15.Drög að frumvarpi um Þjóðgarðsstofnun í umsögn í samráðsgátt Stjórnarráðsins

Málsnúmer 201807120Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Skrifstofu yfirstjórnar Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins dags. 27. júlí 2018.

Vakin er athygli á því að drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar er nú komið til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Þar er einnig birt tillaga að fyrirhuguðum breytingum á lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd í samræmi við drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun. Frestur til að skila umsögnum er til 5. september nk.
Þá er boðað til kynningarfundar á drögunum fimmtudaginn 23.ágúst 2018 á Hótel KEA Akureyri kl. 15:30-17:00.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í umhverfisráði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs og sveitarstjóri sæki fundinn.

16.Drög að reglum um úthlutun ráðherra á styrkjum og framlögum úr byggðaáætlun

Málsnúmer 201807123Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála í Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 31.júlí 2018.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á frétt um drög að reglum um úthlutun ráðherra á styrkjum og framlögum úr stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024. Drögin hafa verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda en unnt er að skila inn umsögnum um reglurnar til 14. ágúst næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri