Byggðaráð

875. fundur 30. ágúst 2018 kl. 08:15 - 11:28 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201808085Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri Árskógarskóla, kl. 8:15.

Bókað í trúnaðarmálabók.

Jónína vék af fundi kl. 08:28.

2.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og leikskólastjóra Krílakots; Verkefnastjóri sérkennslu á Krílakoti 2018

Málsnúmer 201805066Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat áfram fundinn Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 226. fundi fræðsluráðs þann 23. maí 2018 var eftirfarandi bókað: "Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og leikskólastjóri Krílakots lögðu fram beiðni um ráðningu í nýja stöðu verkefnastjóra sérkennslu á Krílakoti. Um er að ræða 100% starf. Leikskólakennari sem nú er að láta af 75% starfi hefur sinnt sérkennslu fram að þessu. Auk þess er óskað eftir 15% viðbótarstöðugildi til sérkennslu vegna aukinna þarfa. Samtals er um 40% aukningu stöðugilda að ræða. Áætlaður kostnaður við þessa aukningu er um það bil 3.000.000 kr.á ári. Fræðsluráð samþykkir beiðnina með 5 atkvæðum." Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2018 var samþykkt sú tillaga að vísa ofangreindu máli til byggðaráðs. Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 18. maí 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til að auglýsa eftir sérkennslustjóra við leikskólann í 100% starf sem allra fyrst. Starfsmaður sem hefur séð um málörvun og sérkennslu tvítyngdra barna í 75% starfi mun láta af störfum 15. júlí n.k. Að auki er óskað eftir heimild til að ráða í 15% starf vegna stuðnings. Samtals er því um að ræða 40% aukningu á stöðugildum við Krílakot. Áætlaður kostnaður vegna þessa er kr. 2.892.000 á ári. Til umræðu ofangreint. Guðrún Halldóra vék af fundi kl. 14:17.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun Krílakots vegna starfsmannamála ásamt þarfagreiningu stöðugilda til áramóta, sbr. einnig mál 201806077 hér að ofan. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi þarfagreining leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 24. júlí 2018, varðandi stöðuhlutföll við Krílakot haustið 2018. Fram kemur að það er mat leikskólastjóra að núverandi heimild fyrir stöðugildum, að því gefnu að heimild fáist til að ráða verkefnisstjóra sérkennslu, sé fullnægjandi eða sem nemur 27,55 stöðugildum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig viðaukabeiðni frá skólastjóra Krílakots og sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 20. júlí 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.000.000 vegna ráðningar á verkefnastjóra sérkennslu.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun 2018, deild 04140, vegna sérkennara að upphæð kr. 2.000.000. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201808046Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, sat áfram fundinn undir þessum lið.

Bókað í trúnaðarmálabók.

Hlynur vék af fundi kl. 08:47.

4.Frá Slysavarnardeildinni á Dalvík; Beiðni um styrk

Málsnúmer 201804107Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hólmfríður Gísladóttir fyrir hönd Slysavarnardeildarinnar á Dalvík, kl. 9:15.

Á 866. fundi byggðaráðs þann 3. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Slysavarnardeildinni Dalvík, bréf dagsett þann 24. apríl 2018, þar sem formaður óskar eftir styrk til að senda 3 stjórnarmenn deildarinnar á heimaráðsstefnu slysavarna með Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem haldin verður í Bangkok 5. - 7. nóvember 2018. Inntak ráðstefnunnar er ofbeldi, áverkar og öryggi. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Slysavarnardeildarinnar Dalvík á fund. "

Til umræðu ofangreint.

Hólmfríður vék af fundi kl. 09:32.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð kr. 132.000 á móti ráðstefnugjaldi fyrir 2 þátttakendur, vísað á málaflokk 07 á fjárhagsáætlun 2018. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 26 að upphæð kr. 132.0000 og lækkun á handbæru fé á móti.

Byggðaráð hvetur Slysavarnardeildina á Dalvík að halda í framhaldinu fyrirlestur um forvarnir fyrir samfélagið og kynna starfssemi deildarinnar.

5.Frá Sólrúnu ehf.; Forkaupsréttur Særún EA 251

Málsnúmer 201808070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sólrúnu ehf., dagsett þann 21. ágúst 2018, þar sem Dalvíkurbyggð er boðinn forkaupsréttur að bátnum Særún EA-251, skipaskrárnúmer 2673, í samræmi við 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Fram kemur að fyrirliggjandi er kauptilboð.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið Dalvíkurbyggð falli frá forkaupsrétti að Særúnu EA-251.

6.Frá Eyþingi; Bréf til sveitarstjórna vegna samráðsfunda

Málsnúmer 201808077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eyþingi, dagsett þann 23. ágúst 2018, þar sem fram kemur sú ósk að sveitarstjórnir tilnefni á samráðsfund sem áformað er að halda föstudaginn 7. september n.k. kl. 13:00 á Akureyri. Ekki er hægt að skipa fulltrúaráðið fyrr en að loknum aðalfundi en kalla þarf fulltrúa allra sveitarfélaga innan Eyþings til samráðs annars vegar um almenningssamgöngur og hins vegar um hugmyndir um samrekstur Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna 2 fulltrúa fyrir hönd Dalvíkurbyggðar á ofangreindan fund þann 7. september n.k. og felur sveitarstjóra að senda til Eyþings upplýsingar um hverjir munu sækja fundinn.

7.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

a) Tillaga að fjárhagsramma 2019

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar vinnu við fjárhagsramma 2019 en ekki var hægt að ljúka við fyrir fundinn tillögu að fjárhagsramma fyrir árið 2019 þar sem ekki var hægt að keyra inn launaviðauka 2018 í launaáætlunarkerfið vegna tæknilegra vandkvæða.

Á fundinum var farið yfir fyrirliggjandi drög að römmum, drög að rekstrarreikningi og forsendur ræddar.

b) Forsendur með fjárhagsáætlun 2019

Á fundinum var farið yfir samantekt á forsendum og þau atriði sem byggðaráð þarf sérstaklega að ákvarða.

c) Önnur mál

Til umræðu áherslur og stefnumótun í fjárhagsáætlun.
a) Lagt fram til kynningar og endanleg tillaga að fjárhagsramma 2019 verður tekin til afgreiðslu á fundi byggðaráðs 6. september n.k.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi forsendur:

1. Jólagjafir á hvern starfsmann í starfi kr. 12.000

2. Afmælisgjafir á hvern starfsmann vegna tugaafmælis
kr. 10.000

3. Afmælisgjafir á hvern kjörinn fulltrúa vegna tugaafmælis
kr. 10.000

4. Starfslokagjafir, eftir 20 ára starf eða lengur kr. 30.000

5. Starfslokagjafir, styttra en 20 ára starf


kr. 20.000
6. Framlag til Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar per starfsmann kr. 6.000
7. Heilsusjóður Dalvíkurbyggðar, mótframlag Dalvíkurbyggðar miðað við 100% starf kr. 15.000

Heildarsamantekt forsenda með fjárhagsáætlun verður lögð fyrir fund byggðaráðs 6. september n.k. til afgreiðslu.

c)
1. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að flytja rekstur Sundskála Svarfdæla af málaflokki 06 (Íþrótta- og æskulýðsmál) og yfir á málaflokk 13 (Atvinnumál) frá og með 1.1.2019. Umsjón með fasteigninni verði hjá Eignasjóði.
2. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að flytja rekstur Rima af málaflokki 06 (Íþrótta- og æskulýðsmál) og yfir á málaflokk 13 (Atvinnumál) frá og með 1.1.2019. Umsjón með fasteigninni verði hjá Eignasjóði.
3. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að flytja umsjón með rekstri tjaldsvæðis á Dalvík af fræðslu- og menningarsviði og yfir til Eignasjóðs frá og með 1.1.2019.

Til umræðu aðrar áherslur og stefnur í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2019-2022.

8.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerð stjórnar frá 23.08.2018

Málsnúmer 201806017Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til kynningar fundar stjórn Dalbæjar nr. 10 frá 23.08.2018.
Lagt fram til kynningar.

9.Fræðsluráð - 228, frá 22.08.18

Málsnúmer 1808005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður
6. liður
  • Jónína Garðarsdóttir, nýr skólastjóri Árskógarskóla, kynnti Skólanámskrá/starfsáætlun Árskógarskóla 2018-2019. Áætlunin fylgdi fundarboði. Fræðsluráð - 228 Fræðsluráð býður Jónínu velkomna til starfa og þakkar henni fyrir góða kynningu. Skólanámskrá/starfsáætlun Árskógarskóla samþykkt með 4 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Jónína Garðarsdóttir kynnti áætlun Árskógarskóla um innra mat skólaárið 2018-2019 og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, kynnti áætlun Krílakots um innra mat skólaárið 2018-2019. Áætlun Dalvíkurskóla var samþykkt á síðasta fundi fræðsluráðs. Fræðsluráð - 228 Fræðsluráð samþykkir áætlanirnar með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt var fram bréf frá Menntamálastofnun þar sem kynnt er fyrirhugað þróunarverkefni skólaárið 2018-2019 um snemmtæka íhlutun með áherslu á málþroska og læsi. Eitt sveitarfélag mun verða fyrir valinu sem samstarfsaðili stofnunarinnar og geta sveitarfélög sótt um að hreppa hnossið. Öll sveitarfélög munu njóta góðs af þessu þróunarstarfi þegar fram í sækir. Fræðsluráð - 228 Árskógarskóli/Kötlukot hefur lýst áhuga sínum á að taka þátt í verkefninu en Krílakot sér sér ekki fært að taka þátt. Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð sæki um að Árskógarskóli/Kötlukot verði þátttakandi í verkefninu og felur starfsmönnum fræðslusviðs og skólastjóra Árskógarskóla að sækja um fyrir 1. september. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs.
  • Formaður fræðsluráðs, Gunnþór E. Gunnþórsson, kynnti tímaramma fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019. Fræðsluráð - 228 Lagt fram til kynningar. Skólastjórar Dalvíkurskóla og Árskógarskóla óska eftir að dagsetning skila á þarfagreiningu launa til launafulltrúa verði endurskoðuð og henni seinkað. Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til að þetta verði tekið til skoðunar við gerð næsta tímaramma. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti helstu breytingar sem ný persónuverndarlög hafa á starf skóla. Fræðsluráð - 228 Fræðsluráð þakkar Gísla fyrir greinargóðar upplýsingar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Valdís Guðbrandsdóttir, iðjuþjálfi og verkefnastjóri Uppbyggingarstefnunnar í Dalvíkurskóla, kynnti áætlaða vinnu hennar á næsta skólaári með skólunum í Dalvíkurbyggð og öðrum þeim stofnunum sem veita börnum og unglingum þjónustu. Fræðsluráð - 228 Fræðsluráð þakkar Valdísi fyrir kynninguna. Fræðsluráð leggur til að verkefnastjóri Uppbygginarstefnunnar í Dalvíkurskóla verði jafnframt verkefnastjóri Uppbyggingarstefnunnar í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs.

  • Í umboði sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs kynnti kennsluráðgjafi á fræðslusviði, Dóróþea Reimarsdóttir, ráðningu eftirmanns síns. Fjóla Dögg Gunnarsdóttir, Hólavegi 5, Dalvík hefur verið ráðin kennsluráðgjafi á fræðslusviði. Stefnt er að því að hún hefji störf sem fyrst. Fræðsluráð - 228 Fræðsluráð býður Fjólu Dögg velkomna til samstarfs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Dóróþea Reimarsdóttir, kennsluráðgjafi og Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynntu nýja læsisstefnu Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 228 Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með stefnuna og hvetur foreldra til að kynna sér stefnuna sem birt er á heimasíðu Dalvíkurskóla á slóðinni https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Stefnur/laesisstefna-dalvikurskola.pdf
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 9.9 201808055 Gjöf frá Sæplasti
    Sæplast Iceland ehf ætlar að færa öllum verðandi nemendum 1. bekkjar Dalvíkurskóla og Árskógarskóla skólatösku að gjöf ásamt pennaveski og reiknivél. Afhending fer fram í Sæplasti klukkan 13:00 í dag.
    Fram kemur í bréfi frá Sæplast Iceland ehf að með þessu framlagi vilji fyrirtækið leggja sitt af mörkum til samfélagsins og einnig stuðla að því að allir nemendur mæti jafnir til leiks hvað skólabúnað varðar.

    Fræðsluráð - 228 Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar þakkar Sæplasti Iceland ehf kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Byggðaráð tekur undir ofangreindar þakkar til Sæplast Iceland ehf.

    Lagt fram til kynningar.

    Annað þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs og þeir liðir í fundargerð fræðsluráðs sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í byggðaráði.

10.Félagsmálaráð - 220, frá 28.08.2018

Málsnúmer 1808007FVakta málsnúmer

  • 10.1 201808067 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201808067 Félagsmálaráð - 220 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 10.2 201808073 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201808073 Félagsmálaráð - 220 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 10.3 201808074 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 20180874 Félagsmálaráð - 220 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Félagsmálstjóri fór yfir 6 mánaða stöðumat á fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2018. Félagsmálaráð - 220 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 10.5 201710074 Jafnlaunavottun
    Erindi barst frá Hagstofunni þann 20.júní sl. varðandi launarannsókn Hagstofunnar um jafnlaunavottun. Í áliti allsherjar- og menntamálanefndar dags. 30.maí 2017 var lögð áhersla á að þar sem verið væri að lögfesta skyldu fyrirtækja og stofnana til að nota jafnlaunastaðalinn er búið að tryggja sérstakan lesaðgang að staðlinum ÍST 85 Jafnlaunakerfi - kröfur og leiðbeiningar, notendum að kostnaðarlausu.
    Fjármála og stjórnsýslustjóri, launafulltrúi og félagsmálastjóri hafa nú þegar hafið vinnu við að uppfylla kröfur um jafnlaunavottun.
    Félagsmálaráð - 220 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Farið var yfir forvarnarstefnu Dalvíkurbyggðar sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins og aðgerðaráætlun forvarnarstefnu sveitarfélagsins. Félagsmálaráð - 220 Félagsmálaráð felur starfsmönnum að boða til fundar félögin sem tilgreind eru í forvarnarstefnunni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Starfsmenn félagsmálasviðs lögðu fram og kynntu tímaramma fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019. Í lok ágúst mun Byggðarráð leggja fram drög að fjárhagsrömmum fyrir hvert svið. Stjórnendur skila fjárhagsáætlun og starfsáætlun til fjármála- og stjórnsýslustjóra um miðjan september 2018. Fyrri umræða verður í sveitarstjórn í lok október og síðar umræða fer fram um miðjan nóvember 2018.
    Einnig var farið yfir samantekt um fjárhagsáætlunarferlið sem samþykkt var í sveitarstjórn 21.03.2017. Þar er farið yfir markmiðum með rammafjárhagsáætlun sem unnið er eftir, lýsing er á vinnuferli fjárhagsáætlunagerðar, hlutverkum ráðanna, starfsmanna og sveitarstjórnar.
    Félagsmálaráð - 220 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 10.8 201710059 Starfsáætlun 2018
    Starfsmenn félagsmálasviðs lögðu fram starfsáætlun fyrir árið 2018 með ósk um ábendingar félagsmálaráðs fyrir starfsáætlunargerð ársins 2019. Félagsmálaráð - 220 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 10.9 201709076 Gjaldskrár 2018
    Teknar voru fyrir gjaldskrár félagsmálasvið Dalvíkurbyggðar eins og þær eru fyrir árið 2018. Samkvæmt fyrri ákvörðunum hefur verið samþykkt að hækka gjaldskrár samkvæmt vísitölu hækkunum. Félagsmálaráð - 220 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Ekkert þarfnast afgreiðslu byggðaráðs og eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:28.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs