Byggðaráð

878. fundur 20. september 2018 kl. 13:00 - 16:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og varamaður hans Þórhalla Karlsdóttir mætti í hans stað. Varaformaður stjórnaði því fundi.

1.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Málaflokkur 57; Tillaga um hækkun á húsaleigu 2019

201809009

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Daníelsdóttir, þjónustu- og innheimtufulltrúi, kl. 13:00.

Tekið fyrir minnisblað sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og þjónustu- og innheimtufulltrúa um endurskoðun á leiguverði Félagslegra íbúða. Í minnisblaðinu er farið yfir samanburð á leiguverði íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar og leiguverði samkvæmt skýrslu KPMG fyrir Varasjóð húsnæðismála, sem var kynnt í byggðaráði 5. apríl s.l., og samkvæmt verðsjá leiguverðs í Dalvíkurbyggð af vef Þjóðskrá Íslands. Minnisblaðið ásamt meðfylgjandi gögnum er lagt fram til umræðu til ákvörðunar á hækkun leiguverðis frá og með 1.1.2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka leiguverðið um 10% á árinu 2019 í tveimur áföngum; frá 1.1.2019 um 5% og síðan aftur 5% 1.7.2019. Miðað við áætlaða hækkun neysluverðsvísitölu á árinu 2019 um 2,9% er áætluð raun hækkun leigu því um 7,10% í lok árs 2019.

2.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Leiguíbúðir - endurskoðun á leiguverði og úthlutunarreglum

201703097

Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:

"Tekin fyrir drög að reglum um leiguíbúðir hjá Dalvíkurbyggð og úthlutanir á þeim, bæði hvað varðar útleigu á almennum forsendum sem og á félagslegum forsendum. Til umræðu ofangreint.
Frestað til næsta fundar."

Með fundarbði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að reglum.

Til umræðu ofangreint.

Íris vék af fundi kl. 13:45
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og innheimtufulltrúa og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fullvinna ofangreind drög og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

3.Íbúafundur um Gamla skóla; tillaga að könnun

201809053

Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:09. Til umræðu og undirbúningur fyrir fyrirhugaðan íbúafund um "Gamla skóla" og framtíðarhlutverk hans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með inn á næsta fund byggðaráðs tillögu að könnun til íbúa um hvert framtíðarhlutverk húsnæðisins ætti að vera. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að rafrænni könnun um ofangreint málefni.

Til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að könnun með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

4.Frá 221. fundi félagsmálaráðs; Fjárhagsáætlun 2019; Beiðni um framlag til bílakaupa og endurbóta á salernisaðstöðu

201809015

Á 221. fundi félagsmálaráðs þann 18. september s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"a)Félagsmálaráð leggur til að byggðarráð samþykki styrk til bílakaupa til Dalbæjar með þeim rökum að með nýjum lögum er aukin þörf á slíkum bíl til ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu. Við leggjum til að gerður verði þjónustusamningur um samnýtingu bifreiðarinnar milli Dalbæjar og félagsmálasviðs. Við leggjum til að styrkurinn verði í hlutfalli við áætlaða nýtingu sviðsins á bifreiðinni. b) Félagsmálaráð vísar erindinu samhljóða til eignarsjóðs og telur sig ekki hafa forsendur til að meta umsókn þessa. "
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.

5.Frá 310. fundi umhverfisráðs; Fjárhagsáætlun 2019; erindi frá íbúum Túnahverfis

201809002

Á 310. fundi umhverfsiráðs þann 7. september 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Umhverfiráð leggur til að göngustígur milli Hringtúns 21 og 19 að opnu svæði verði kláraður samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun. Einnig er lagt til að göngustígur milli Miðtúns 1-3 að opnu svæði verði lagaður. Malbik fyrir framan Hringtún 1-5 verði lagfært. Gangstétt verði sett framan við Hringtún 23-25. Öðrum ábendingum íbúa er vísað til fjárhagsáætlunar 2020-2023 Samþykkt með fimm atkvæðum."
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.

6.Frá 310. fundi umhverfisráðs; Fjárhagsáætlun 2019; umhverfi Hringtúns 21

201809003

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Umhverfiráð leggur til að farið verði í göngustíg norðan við Hringtún 21 samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun. Öðrum ábendingum er vísað til bókunar undir máli 201809002 Samþykkt með fimm atkvæðum. "
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.

7.Frá 310. fundi umhverfisráðs og 36. fundi atvinnumála- og kynningarráðs; Fjárhagsáætlun 2018-Deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes

201709051

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var eftirfarandi bókað meðal annars:
"Umhverfisráð leggur til að farið verði í deiliskipulag á Hauganesi samkvæmt starfsáætlun ráðsins fyrir 2019. Samráð verður haft í skipulagsferlinu eins lög gera ráð fyrir. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Á 36. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 12. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Atvinnumála og kynningarráð telur að Dalvíkurbyggð geti ekki með beinum hætti komið að verkefni eins og hér um ræðir en felur upplýsingafulltrúa að leiðbeina umsækjendum um þá styrkmöguleika sem í boði eru fyrir hugmyndir eins og þessar. "
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.

8.Frá 310. fundi umhverfisráðs; Fjárhagáætlun 2019: Ferðamannaþorpið Hauganes, deiliskipulag

201808065

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á samhljóða erindi hér að ofan málsnr. 201709051. Samþykkt með fimm atkvæðum."
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.

9.Frá 310. fundi umhverfisráðs; Fjárhagsáætlun 2018; bundið slitlag að Upsakirkjugarði

201709102

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð leggur til að lagt verði olíumöl að kapellunni við Upsir samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun 2019. Samþykkt með fimm atkvæðum."
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.

10.Frá 310. fundi umhverfisráðs; Fjárhagsáætlun 2019; efni í girðingu og bundið slitlag

201808098

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"a)Umhverfisráð leggur til að allt að kr. 467.000,- verði greiddar vegna stækkunar á kirkjugarðinum við Tjörn (efniskaup)samkvæmt kostnaðaráætlun umsækjanda. Fjármunir til verksins greiðist af 11020-9145.
b)Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102 þar sem ráðið leggur til að olíumöl verði lögð á veginn að Upsakapellu. Samþykkt með fimm atkvæðum."
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.

11.Frá 310. fundi umhverfisráðs; Fjárhagsáætlun 2019; lóðin við Böggvisstaðaskála

201808059

Á 310. fundi umhverfisráðs þann 7. september 2018 var eftirfarandi bókað meðal annars:
"Umhverfisráð leggur til að farið verði í hreinsunaraðgerðir í kringum Böggvisstaðaskála sem allra fyrst og felur umhverfisstjóra að leggja áherslu á þetta verkefni fyrir veturinn. Samþykkt með fimm atkvæðum."
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022.

12.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022

201806016

a) Farið yfir yfirlit launaáætlunar og stöðugildi.

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit launaáætlunar og stöðugilda, samanburð á milli áranna 2018 og 2019.

b) Launamál kjörinna fulltrúa

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að svörum við ýmsum vangaveltum um launakjör kjörinna fulltrúa.

Til umræðu ofangreint.

c) Önnur mál.

Rætt um aukafundi og skipulag við yfirferð byggðaráðs á starfs- og fjárhagsáætlun.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðar viðmiðunarreglur með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.
c) Rætt og sveitarstjóra og formanni falið að koma með tillögu að aukafundum í samráði við sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

13.Frá Félagsráðgjafafélagi Íslands; Breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018

201809044

Á 221. fundi félagsmálaráðs þann 18. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Félagsráðgjafafélag Íslands dags. 7.september 2018 um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018. Þar lýsir félagsráðgjafafélag Íslands ánægju sinni yfir þeim lagabreytingum sem verða í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þann 1. október nk. þar sem segir að sveitarfélög skuli hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum sviðsins. Hafin er vinna við að fá félagsráðgjafa til starfa hjá félagsþjónustu í verktöku eða sem aðkeypta þjónustu við sviðið. En til frekari upplýsinga hefur það verið gert í nokkrum málum á undanförnum misserum.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða það sem þegar hefur verið gert í málinu og felur starfsmönnum að meta þörf fyrir ráðningu félagsráðgjafa reglulega."

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Sveitarstjórnir hvattar til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti

201801018

Frestað.

15.Frá teymi Dalvíkurbyggðar gegn einelti og kynferðislegri áreitni; Endurskoðun á Aðgerðaráætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni

201802073

Frestað til næsta fundar.

16.Frá Orkusölunni; Samningur um raforkusölu

201809046

Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir drög að samningi við Orkusöluna ehf. um raforkusölu. Til umræðu ofangreint.
Sveitarstjóra falið að ræða við Orkusöluna um uppsagnarákvæði samningsins og samningstíma."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning.

17.Trúnaðarmál

201808046

Bókað í trúnaðarmálabók.

18.Trúnaðarmál

201809039

Bókað í trúnaðarmálabók.

19.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018

201809084

Sveitarstjóri vék af fundi undir þessu máli kl. 16:01 til annarra starfa.

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 18. september 2018, þar sem fram kemur að Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018 verður fimmtudaginn 11. október og föstudaginn 12. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggðaráð ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sæki ráðstefnun.

20.Frá stjórn Eyþings; 308. fundur stjórnar

201802067

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 308.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs