Atvinnumála- og kynningarráð

36. fundur 12. september 2018 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdemar Þór Viðarsson formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
 • Margrét Víkingsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

Upplýsingafulltrúi fer yfir starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2018. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fer yfir fjárhagsáætlun málaflokks 21-50, sem viðkemur starfi upplýsingafulltrúa, og málaflokks 13-10 og 13-41 undir atvinnumál.

Til umræðu.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir starfsáætlun upplýsingafulltrúa samhljóða með 5 atkvæðum.

2.Kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201802020Vakta málsnúmer

Upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu mála varðandi vinnslu við kynningarmyndband fyrir Dalvíkurbyggð.

Komin er beinagrind að verkefninu og haldinn hefur verið fundur með tengilið aulýsingastofunnar Hype þar sem farið var yfir grunnhugmyndir varðandi verkefnið. Meginmarkmið þess er að kynna sveitarfélagið sem búsetukost fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur.

Til umræðu.
Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu miðað við umræður á fundinum.

3.Fjárhagsáætlun 2018-Deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes

Málsnúmer 201709051Vakta málsnúmer

Á 876. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:

,,Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín og Pétri Einarssyni, dagsett þann 7. september 2017 er varðar deiliskipulag Ferðamannaþorpsins Hauganes. Frestur til að skila inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2018 var til og með 1. september s.l. og er því ofangreint erindi of seint fram komið.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til atvinnumála- og kynningaráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu hvað varðar ferða- og atvinnumál."

Til umræðu.
Atvinnumála og kynningarráð telur að Dalvíkurbyggð geti ekki með beinum hætti komið að verkefni eins og hér um ræðir en felur upplýsingafulltrúa að leiðbeina umsækjendum um þá styrkmöguleika sem í boði eru fyrir hugmyndir eins og þessar.

4.20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201801076Vakta málsnúmer

Upplýsingafulltrúi fer yfir þau verkefni sem unnin hafa verið í kringum 20 ára afmæli sveitarfélagsins.

Haldin var samkeppni um 20 ára afmælismerki en þar varð Mjöll Magnúsdóttir hlutskörpust. Merkið er birt á heimasíðu sveitarfélagsins og á öllu bréfsefni.

Búið var til blómabeð með merkinu 20 til að minnast afmælisins.

Leiktæki í kringum 17. júní voru í veglegri kantinum.

Að auki óskaði ráðið eftir hugmyndum frá öðrum fagráðum sveitarfélagsins og komu eftirfarandi hugmyndir fram:

Frá umhverfisráði kom hugmynd um að halda sveitarfélaginu vel snyrtu og umhverfisstjóra falið að vinna að málinu í samráði við upplýsingafulltrúa.

Félagsmálaráð leggur til að haldin verði vegleg afmælisveisla fyrir íbúa og gesti með veitingum og skemmtiatriðum.

Til umræðu.
Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að frekari hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins.

5.Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis á Íslandi

Málsnúmer 201805094Vakta málsnúmer

Á 869. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:

,,Tekið fyrir erindi frá Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis á Íslandi, bréf dagsett í maí 2018, þar sem afmælisnefndin fer þess á leit við sveitarfélög í landinu að taka virkan þátt í afmælisárinu, að þau hvetji grunn- og leikskóla til að líta til afmælisársins í störfum sínum og nýta sér fræðsluefni sem er á vefsíðu afmælisnefndar. Jafnframt er hvatt til að í sem flestum sveitarfélögum verði 1. desember haldinn hátíðlegur þar sem áhersla verði lögð á ungt fólk og framtíðina."

Til umræðu.
Vísað í bókun á fundarlið nr. 4.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
 • Valdemar Þór Viðarsson formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
 • Margrét Víkingsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi