Byggðaráð

882. fundur 04. október 2018 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans Dagbjört Sigurpálsdóttir mætti í hans stað.

1.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022

201806016

a) Tillaga að starf- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs 2019 og 2020-2022.

Sveitarstjóri kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022 fyrir veitu- og hafnasvið, þar sem sviðsstjóri er fjarverandi í sumarleyfi.

Til umræðu ofangreint.

b) Önnur mál.

Rætt um hvað er útistandandi, næstu skref og fundi hvað varðar fjárhagsáætlunarvinnuna.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt frma til kynningar.

2.Fasteignaálagning 2019; til umræðu

201806121

Til umræðu forsendur vegna ákvörðunar um álagningu fasteignagjalda 2019, sbr. fundir byggðaráðs nr. 873 og nr. 876.
Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar 2019; til umræðu

201808068

Til umræðu fyrirliggjandi tillögur fagráða að gjaldskrám 2019.

Lagt fram til kynningar.

4.Frá Hollvinasamtökum Sundskála Svarfdæla - fjárhagsáætlun 2019

201808093

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristján E. Hjartarson, formaður stjórnar Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla, og Ingimar Guðmundsson, ritari, kl. 9:34.

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Hollvinafélagi Sundskála Svarfdæla, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að það er vilji félagsins að koma fyrir gömlu pottunum sem félaginu áskotnaðist frá Sundlaug Dalvíkur í sumar niður við Sundskála Svarfdæla. Efniskostnaður er áætlaður kr. 500.000 og óskar félagið eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna efniskostnaðar en félagið lýsir sig reiðubúið að leggja fram alla vinnu við niðursetningu pottanna og frágang. Ennfremur er bent á viðhaldsþörf hússins, að gera þurfi könnun á ástandi lagnarinnar ofan úr borholu og niður í skála. Stjórn félagsins er reiðubúin að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíð og hin margvíslegu og spennandi tækifæri sem felast í Sundskála Svarfdæla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til starfsmanna Eignasjóðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar eftir að fá stjórn Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla á fund með vísan í ofangreint erindi. "

Til umræðu ofangreint.

Kristján og Ingimar viku af fundi kl. 10:18.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frá stjórn Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla nánari útfærslu á hugmyndum félagsins um Sundskála Svarfdæla fyrir 1. nóvember n.k.

5.Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka vegna snjómoksturs

201810014

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna snjómoksturs. Fram kemur að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja eru eftirstöðvar af þeim kr. 19.550.001 sem áætlaðar voru til snjómoksturs á árinu 2018 kr. 1.601.226.
Ef tekið er meðaltals kostnaður í október-desember á árunum 2013 til 2017 þá er hann kr. 9.668.585.
Undirritaður óskar eftir viðauka kr. 8.500.000 á 10-60-4948 út frá reynslu fyrri ára.


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 5.000.000 við deild 10600 og lykil 4948, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2018. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

6.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka 2018 - íþróttamiðstöð

201809139

Tekin fyrir beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. október 2018, um viðauka vegna hækkunar á launakostnaði vegna veikinda við deild 06800, Íþróttamiðstöð, að upphæð kr. 326.127, og hækkun á kostnaði vegna innkaupa á heitu vatni kr. 1.853.830, lykill 2531. Nettó breytingin er því kr. 2.197.957.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 33 að upphæð kr. 2.197.957, þ.e. kr. 326.127 vegna launakostnaðar á deild 06500 og kr. 1.853.830 á lið 06500-2531 vegna kaupa á heitu vatni. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka - styrkir til íþróttamála

201809141

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka til lækkunar við deild 06800, lykil 9145, kr. -9.964.456, þar sem áætlaðar styrkveitingar skv. samningum eru of háar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. - 9.964.456 við deild 06800 og á lykil 9145. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

8.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka 2018 - Vinnuskóli

201809140

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. október 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við deild 06270 til lækkunar á launakostnaði annars vegar að upphæð kr. -3.261.440 og hins vegar til gjalda að upphæð kr. 337.822 vegna lækkunar á áætluðum tekjum sem falla ekki til. Nettó breytingin er því lækkun á kostnaði að upphæð kr.- 3.261.440. Launabreytingin er komin til vegna þess að færri komu til starfa við Vinnuskólann er áætlað var. Seld þjónusta vinnuskólans var engin þar sem svo fáir voru að vinna og þá er ekki svigrúm til að taka að sér verkefni sem gefur tekjur.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við deild 06270, nr. 35 við fjárhagsáætlun 2018, kr. - 3.261.440 til lækkunar á launakostnaði og kr. 337.822 vegna lækkunar á áætluðum tekjum, lykill 0290. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

9.Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um tilfærslur á milli liða í fjárhagsáætlun 2018

201810018

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, rafpóstur dagsettur þann 26. september 2018, þar sem óskað er eftir að nýta hluta af áætlun á lykli 2850 til að kaupa fartölvu fyrir verkefnastjóra sérkennslu að upphæð kr. 120.000. Einnig er óskað eftir að færa af lykli 4940, Ræsting húsnæðis, yfir á lykil 1440, Fatnaður starfsmanna, fyrir fatapeningum að upphæð kr. 640.000 sem ekki var áætlað fyrir.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um kaup á fartölvu að upphæð kr. 120.000 fyrir verkefnisstjóra sérkennslu, lykill 04140-2850.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um greiðslur á fatapeningum til starfsmanna Krílakots að upphæð kr. 640.000, bókað á lykil 04140-1440, en svigrúm á móti er tekið af lykli 4940 (bundinn liður).

Ofangreint kallar ekki á breytingar á gildandi fjárhagsáætlun heldur er um að ræða tilfærslur á milli liða.

10.Forstöðumaður safna; breyting á störfum

201809086

Á 68. fundi menningarráðs þann 3. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti ráðið um uppsögn Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur forstöðumanns á Byggðasafninu Hvoli og tók uppsögnin gildi frá og með 1.júní 2018.Lagt fram til kynningar. "

Í samráði við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs lagði sveitarstjóri fram tillögu um að 50% starf forstöðumanns Byggðasafnsins Hvols verði lagt niður og sameinað 100% starfi forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns þannig að úr verði einn forstöðumaður safna. Fram kom á fundinum að menningarráð var upplýst á fundi menningarráðs þann 19. september s.l. og að fyrir liggja drög að starfslýsingu fyrir forstöðumann safna.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um að starf forstöðumanns Byggðasafnsins Hvols verði lagt niður og það sameinað starfi forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns þannig að úr verði einn forstöðumaður safna.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að breytingin taki gildi frá og með 1.nóvember 2018.

11.Frá Laxós ehf.; Ósk um viljayfirlýsingu

201810019

Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf., dagsett þann 6. september 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið Dalvíkurbyggð láti Laxós ehf. fá viljayfirlýsingu um að lóð, eða landsvæðið við ströndina norðan við Hauganes, verði úthlutað til Laxós ehf. Einnig er óskað eftir viljayfirlýsingu um að sveitarfélagið verði í stakk búið til að útvega starfseminni heitt vatn á sanngjörnu verði.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita ráðgjafar hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um laxeldismál almennt í Dalvíkurbyggð og/eða í Eyjafirði. Einnig að stefnt verði á að upplýsa íbúa sveitarfélagsins um áform fyrirtækja í fiskeldismálum í Dalvíkurbyggð og/eða í Eyjafirði.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Sveitarstjórnir hvattar til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti

201801018

Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela teymi Dalvíkurbyggðar gegn einelti og kynferðislegu áreitni að yfirfara aðgerðaráætlun sveitarfélagsins með tilvísan í ofangreinda hvatningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga."

Á 215. fundi félagsmálaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga. Var á stjórnarfundinum einnig bent á nauðsyn þess að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu. Voru þau sveitarfélög sem ekki hafa gert slíkt, hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins.Frestað til næsta fundar".

Lagt fram til kynningar, sjá mál 201802073 hér á eftir.

13.Endurskoðun á Aðgerðaráætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni; tillaga frá teyminu

201802073

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga teymis hvað varðar endurskoðun á aðgerðaráætlun Dalvíkurbyggðar vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni; drög að stefnu Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að stefnu Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð færir teyminu, sem í eiga sæti starfs- og námsráðsgjafi, kennsluráðgjafi, launafulltrúi og aðstoðarskólastjóri TÁT, bestu þakkir fyrir góða vinnu.

14.Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki, endurskoðun á reglum

201709014

Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði lagðar niður í núverandi mynd og að upplýsingafulltrúa sé falið að móta tillögur að stuðningi við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að nýjum reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa reglunum eins og þær liggja fyrir til umsagnar í atvinnumála- og kynningarráði.

15.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Rimar - samningsdrög við Bakkabjörg ehf.

201808084

Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað um samningsdrög við Bakkabjörg ehf. vegna leigu á Rimum:
"Byggðaráð frestar afgreiðslu og felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að uppfæra drögin miðað við þær ábendingar sem komu fram á fundinum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

16.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Endurnýjun á samstarfssamningi

201809132

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands (MN), dagsettur þann 21. september 2018, þar sem fram kemur að samningur við MN við sveitarfélagið rennur út nú um áramótin og fer MN þess á leit að samningurinn verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2021. Framlag sveitarfélagsins er 500 kr. per íbúa á ári. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands óskar einnig eftir að fá að koma á fund hjá sveitarfélaginu til að kynna verkefni og starfsemi Markaðsstofunnar.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerður verði samningur til eins árs eða út árið 2019 með vísan til tillögu stjórnar Eyþings frá 21. september s.l. hvað varðar viðræður um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna:" Það er sameiginleg sýn aðildarsveitarfélaga Eyþings að heillavænlegt sé til framtíðar litið að samstarfsverkefnin sem sinnt er nái yfir allt starfssvæði landshlutasamtakanna og því mikilvægt að heildarsýn náist í sameiginlegri atvinnuþróun og byggðarmálum á Eyþingssvæðinu. Aðalfundur Eyþings haldinn í Mývatnssveit 21.-22. september 2018 samþykkir að skipa fimm einstaklinga í starfshóp til að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í samræmi við erindi þess til fundarins. Jafnframt er starfshópnum falið að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um form samstarfs og samvinnu þessara þriggja aðila á sviði atvinnu- og byggðamála til framtíðar. Starfshópurinn skal hafa lokið störfum fyrir 1. mars 2019.“

17.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál

201810003

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 28. september 2018, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilisbarna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.

201809143

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 26. september 2018, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

19.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Aðalfundur

201809131

Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dagsettur þann 25. september 2018, þar sem boðað er til aðalfundar samtakanna miðvikudaginn 10. október n.k. kl. 12:15 á Hilton Reykjavík Nordica. Einn fulltrúi þarf í það minnsta að mæta frá hverju aðildarsveitarfélagi. Einnig eru aðildarsveitarfélög beðin um að skrá alla fulltrúa ef fleiri en einn mæta fyrir hönd viðkomandi sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.

20.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

201809137

Tekið fyrir bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 20. september 2018, þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðvikudaginn 10. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica kl. 16:00. Ráðherra væntir þess að sveitarstjóri sjái sér fært að sitja ársfundinn eða senda annan fulltrúa frá sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

21.Frá Eyþingi; Kjördæmavika

201809136

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 26. september 2018, þar sem kynnt er dagskrá kjördæmaviku.

Fram kom á fundinum að fulltrúar Dalvíkurbyggðar sóttu fundinn með þingmönnum kjördæmis Norðurlands eystra miðvikudaginn 4. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

22.Frá Eyþingi; fundargerð stjórnar nr. 309

201802067

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 309 frá 21. september s.l.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs