Sveitarstjórn

307. fundur 20. nóvember 2018 kl. 16:15 - 17:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886, frá 08.11.2018

Málsnúmer 1811003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður- sérliður á dagskrá.
9. liður.
 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð Kolbrún Pálsdóttir, formaður, og Þorgerður Sveinbjarnardóttir, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

  Samkvæmt samkomulagi við Félag eldri borgara frá 23. mars 2017 er gert ráð fyrir að minnsta kosti 2 fundum byggðaráðs á ári með Öldungaráði Félags eldri borgara og sviðsstjóra félagsmálasviðs.

  Samkvæmt nýjum lögum og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi 1. október s.l. þá er meðal nýmæla að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraða hefur fram til þessa verið falið að sinna. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettar þann 19. júní 2018 og 5. nóvember 2018, er varða staðsetningu og fyrirkomulag Öldungaráðs í stjórnsýslu sveitarfélaga.

  Til umræðu ofangreint sem og meðal annars bílastæðamál, samþætting þjónustu félagsþjónustu, Dalbæjar og HSN,kynning á heimilisþjónustu, upplýsingatækni, fleiri bekki úti, möguleika á akstursþjónustu, bílastæðamál við Berg, Heilsueflandi samfélag,húsnæðismál.

  Kolbrún og Þorgerður viku af fundi kl. 14:26.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningum á þremur fulltrúum í Öldungaráð frá vettvangi eldri borgara og einum fulltrúa frá Heilsugæslunni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið sat áfram fundinn Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagamálasviðs, sem er einn af 3 fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi um gerð Málstefnu fyrir sveitarfélagið skv. sveitarstjórnarlögum.

  Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningum í 3 manna vinnuhóp sem hér segir: 1 frá grunnskóla 1 frá leikskóla 1 frá félagsmálasviði" Fyrir liggja tilnefningar í vinnuhópinn: Elsa Austfjörð frá Dalvíkurskóla. Eyrún Rafnsdóttir frá félagsmálasviði. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir frá Krílakoti. Með fundarboði byggðaráðs liggja fyrir drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu að vinnuhópi og felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að boða til fyrsta fundar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum drög að erindisbréfi en felur vinnuhópnum að leggja til áætluð skil."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhópsins að Málstefnu fyrir Dalvíkurbyggð.

  Til umræðu ofangreint.

  Eyrún vék af fundi kl. 14:49.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum til umsagnar stjórnenda og að stefnan verði tekin til umfjöllunar á fundi stjórnenda þann 20. nóvember n.k. Einnig að óskað verði eftir umsögn upplýsingafulltrúa og tölvuumsjónarmanns. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Á 79. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað: "Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Ekki væri verra ef sveitarfélagið væri sjálfu sér nægt um rafmagn. Samið var við Mannvit hf um þetta verkefni í ágústmánuði 2014. Í framhaldi lét Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna aðra skýrslu sem bar heitið "Úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafirði". Báðar þessar skýrslur eru fylgiskjöl með þessu máli. Áhugi hefur verið á því að taka þetta mál lengra því er þetta mál tekið upp hér. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að leggja til við byggðarráð að það bæti kr. 2.500.000,- við ramma Hitaveitu Dalvíkur og upphæðin verður færð á málaflokk 4741, lykil 4320, þar hefur þetta verkefni verið hýst." Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að finna svigrúm innan fjárhagsramma 2019 vegna þessa verkefnis og skila nýrri vinnubók/um til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs."

  Upplýst var á fundinum að samkvæmt rafpósti frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs þann 29. október 2018 er gerð sú tillaga að breytingu að liður 47320-4630 er lækkaður um kr. 1.250.000 og sú upphæð færð á 47410-4320; Smávirkjanir.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu, vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 883. fundi byggðaráðs þann 17. október s.l. var til umfjöllunar niðurstöður úr könnun um framtíð Gamla skóla og var upplýsingafulltrúa falið að birta helstu niðurstöður á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og voru þær birtar 19. október síðast liðinn, sjá nánar;
  https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/nidurstodur-konnunar-um-framtidarhlutverk-gamla-skola

  Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirspurn sinni til fjármála- og efnahagsráðuneytis er varðar eignarhald á byggingum en ekki liggja fyrir svör frá ráðuneytinu.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að íbúafundi í febrúar 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jóhann Antonsson og Hlynur Sigurveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 12:30. Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2018: " Á 823. fundi byggðaráðs þann 1. júní 2017 var eftirfarandi bókað: Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað: Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Jóhann Antonsson á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri." Jóhann vék af fundi kl. 13:00.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum."
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna möguleika á styrkjum til þess að vinna og safna saman heimildum um sögu sjávarútvegs í Dalvíkurbyggð, bæði skriflegar og munnlegar heimildir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30. október s.l. var tillaga að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

  Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að 2. nóvember s.l. barst uppfært minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2019 og fjárhagsáætlana til þriggja ára. Þar kemur fram meðal annars að áætluð verðbólga ársins 2019 er nú 3,6% samkvæmt Þjóðhagsspá í stað 2,9%.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að breyta verðbólguspá í fjárhagsáætlunarlíkani í samræmi við nýja Þjóðhagsspá.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og skólastjóri Dalvíkurskóla komi á fund byggðaráðs vegna hönnunar á skólalóð Dalvíkurskóla.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá stjórn Eyþings, rafpóstur dagsettur þann 29. október 2018, þar sem fram kemur að samantekt Alta frá aðalfundi Eyþings er vísað til sveitarfélaga og fundar fulltrúaráðs sem og óskað er eftir að sveitarfélögin á Eyþingssvæðinu taki til umræðu hvert á að vera framtíðarhlutverk landshlutasamtaka og að hugmyndir sem fram koma þar verði lagðar fram til umræðu á fulltrúaráðsfundinum 23. nóvember n.k.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 1.8 201802067 Fundargerðir 2018
  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fundargerði stjórnar Eyþings nr. 312 og 313. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir afrit bréfs sent frá Samgöngufélaginu til Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, dagsett þann 23. október 2018, varðandi umsögn félagsins um tillögu að samgönguáætlun 2019-2033.

  Á fundinum var kynnt bókun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, samanber afrit af bréfi til Samgöngufélagsins dagsett þann 7. nóvember síðastliðinn.

  Á fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 7.11.2018 var ofangreint lagt fram til kynningar.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Byggðaráð tekur undir sjónarmið Samgöngufélagsins sem fram koma í erindi þess hvað varðar styttingu leiða á Þjóðvegi 1. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun byggðaráðs og tekur undir sjónarmið Samgöngufélagsins sem fram koma í erindi þess hvað varðar styttingu leiða á Þjóðvegi 1.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 25. október síðastliðinn, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. mál.

  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. nóvember næstkomandi.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 25. október 2018, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál.

  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. nóvember næstkomandi.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 29. október síðastliðinn frá nefndasviði Alþingis þar sem sent er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál.

  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. nóvember næstkomandi.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 1.13 201811021 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 887, frá 15.11.2018

Málsnúmer 1811008FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagskrá.
2. liður sér liður á dagskrá.
 • Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagett þann 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að kr. 5.000.000 sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2018 vegna kaupa á rafbifreið fyrir umhverfis- og tæknisvið verði fellt niður þar sem gert er ráð fyrir þessari fjárfestingu árið 2019.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 887 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar á fjárfestingum að upphæð kr. 5.000.000 á deild 32200 og til hækkunar á móti á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
 • Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna framlags Dalvíkurbyggðar til hraðhleðsustöðvar. Óskað er eftir að áætlað framlag að upphæð kr. 1.400.000 verði fellt niður og sett verði upp millihleðslustöð en styrkur Dalvíkurbyggðar dugar fyrir þeim kostnaði.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 887 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar að upphæð kr. 1.400.000 á deild 32200 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
 • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 7. nóvember 2018, er varðar leiðbeinandi verklagsreglur reikningsskila- og upplýsingarnefndar um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli nefndarinnar að bréf þetta verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 887 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að yfirfara verklagsreglur Dalvíkurbyggðar um viðauka og leggja fyrir byggðaráð drög að endurskoðun á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, eftir því sem við á. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 1. nóvember 2018, þar sem fram kemur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur lagt fram drög að nýrri reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 887 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að móta drög að umsögn Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:

  "Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Á 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir með ungmennaráði og telur mikilvægt að skoðað verði frá grunni með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar og þar með félagsmiðstöðvar verði til framtíðar. Það eru miklir möguleikar í alhliða frístundahúsi í Víkurröst. Ráðið telur mikilvægt að þetta verði unnið áfram í samráði við ungmennaráð og sett í farveg þannig að í haust verði búið að móta stefnu um það með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar verði háttað." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. júlí 2018, á starfi forstöðumanns Víkurrastar og núverandi stöðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og nær yfir stöðu mála áður og eftir að starf forstöðumanns félagsmiðstöðar var lagt niður. Til umræðu ofangreint. Gísli Rúnar vék af fundi kl. 14:14 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019."
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til ráðningarnefndar sveitarfélagsins sem vinni málið áfram með sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem og öðrum starfsmönnum eftir því sem þarf og leggi fyrir byggðaráð tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu."

  Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins og þeim breytingum sem hafa verið gerðar á starfslýsingum og verkefnum annars vegar hvað varðar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og hins vegar hvað varðar umsjónarmann Íþróttamiðstöðvar. Markmiðið með þessum breytingum er að auka hlutverk og vægi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hvað varðar starf með ungmennum og verkefni félagsmiðstöðvar. Á móti mun umsjónarmaður Íþróttamiðstöðvar sjá um daglegan rekstur Íþróttamiðstöðvar. Á fundinum var kynnt starfslýsing Umsjónarmanns Íþróttamiðstöðvar.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 887 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í framhaldi að ofangreindum breytingum að fá uppfærða starfslýsingu fyrir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir fundum og verkefnum ráðningarnefndar á tímabilinu 18. júlí til 6. nóvember 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 887 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sveitarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 14:45.

  a) Skólalóð Dalvíkurskóla

  Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Friðrik Arnarsson, deildarstjóri / aðstoðarskólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 14:50.

  Til umræðu tillaga að hönnun og kostnaðaráætlun vegna skólalóðar Dalvíkurskóla. Einnig lagt fram samantekt á hugmyndum og tillögum nemenda skólans.

  Friðrik vék af fundi kl. 15:34.

  Börkur vék af fundi kl. 16:19.

  b) Annað á milli umræðna í sveitarstjórn ?

  Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fjárhagsáætlunarlíkan 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 með breyttum forsendum hvað varðar verðbólguspá.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 887 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi tillögu að breytingum á framkvæmdaáætlun:

  Skólalóð Dalvíkurskóla, kr. 13.500.000 árið 2019 í stað kr. 12.000.000, árið 2020 kr. 15.000.000 og árið 2021 kr. 15.000.000, alls kr. 43.500.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði gagngert yfir tillögur að hönnun og skipulagi skólalóðar Dalvíkurskóla í samræmi við það sem rætt var á fundinum um upphafleg markmið.
  Framlag Dalvíkurbyggðar vegna sjóvarna árið 2021 kr. 5.600.000.
  Endurnýjun leiktækja árin 2019-2022 kr. 1.000.000 hvert ár fyrir sig tekið út.


  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvikurbyggðar 2019 og þriggja ára áætlun 2020 - 2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum á milli umræðna.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 38, frá 07.11.2018.

Málsnúmer 1811001FVakta málsnúmer

 • Á 883. fundi byggðaráðs var eftirfarandi meðal annars bókað:
  ,,Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dagsettur þann 5. október 2018, þar sem kynnt er auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskiveiðiársins 2018/2019. Með auglýsingunni vill ráðuneytið gefa bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."

  Sveitarstjóri sótti um byggðakvóta fyrir umsóknarfrest.

  Atvinnumála- og kynningarráð - 38 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 37. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:
  ,,Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að fullvinna drög að aðgerðaáætlun atvinnustefnunnar fyrir næsta fund ráðsins. Einnig samþykkir ráðið að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta stefnunnar í byrjun nóvember 2018."

  Upplýsingafulltrúi kynnir fyrir ráðinu fullunnin drög að aðgerðaáætlun atvinnustefnunnar. Einnig leggur upplýsingafulltrúi fyrir ráðið hugmynd að dagskrá fyrir opinn vinnufund.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 38 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta stefnunnar þriðjudaginn 27. nóvember kl. 14:00-16:00. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu verkefnsins. Þann 16. og 17. október fóru fram upptökur vegna kynningarmyndbandsins. Alls komu 11 aðilar í upptökur. Stefnt er að því að myndböndin verði tilbúin undir mánaðarmót nóvember/desember. Atvinnumála- og kynningarráð - 38 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 883. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
  ,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að haldið verði upp á 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins í 20 ára afmæliskaffi. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð allt að 450.000.- á deild 21-500. "

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdið beiðni um viðauka að upphæð kr. 450.000 á deild 21500 vegna afmæliskaffis í tilefni af 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 450.000 við deild 21500. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samið verði við Basalt á grundvelli tilboðs."  Atvinnumála- og kynningarráð - 38 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að stefna að því að halda 20 ára afmæliskaffi Dalvíkurbyggðar sunnudaginn 9. desember kl. 14-16 og upplýsingafulltrúa falið að kanna hvort að salurinn í Bergi sé laus.

  Snæþór víkur af fundi kl. 9:28.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið mætti á fundinn Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður Dalvíkurbyggðar. Á 26. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Í reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki kemur fram að endurskoða skuli reglurnar á fjögurra ára fresti og var það gert af atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar síðast í janúar 2012. Með fundarboði fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að breytingum á reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki. Þær hafa einnig verið sendar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar til yfirferðar. Unnið að breytingum og upplýsingafulltrúa falið að uppfæra reglurnar miðað við þær breytingar sem voru gerðar á fundinum ásamt því að fá umsögn lögfræðings." " Ásgeir Örn yfirgefur fundinn kl. 13:37.
  Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að leggja það til við sveitarstjórn að reglur til frumkvöðla og fyrirtækja, og þar af leiðandi styrkir samkvæmt þeim reglum, verði lagðar niður. Í endurskoðunarferli þessara reglna hefur ráðið aflað sér upplýsinga og gagna sem hafa varpað ljósi á ýmsa annmarka varðandi framkvæmd núgildandi reglna og því hefur ráðið komist að áðurnefndri niðurstöðu."

  Á 853. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
  ,,Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði lagðar niður í núverandi mynd og að upplýsingafulltrúa sé falið að móta tillögur að stuðningi við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum."


  Á 882. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
  ,,Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að nýjum reglum fyrir nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa reglunum eins og þær liggja fyrir til umsagnar í atvinnumála- og kynningarráði."
  Atvinnumála- og kynningarráð - 38 Snæþór kemur aftur inn á fundinn 9:39.

  Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér reglurnar og gerir nokkrar tillögur að breytingum og er upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma þeim á framfæri við byggaráð.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 882. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
  ,,Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands (MN), dagsettur þann 21. september 2018, þar sem fram kemur að samningur við MN við sveitarfélagið rennur út nú um áramótin og fer MN þess á leit að samningurinn verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2021. Framlag sveitarfélagsins er 500 kr. per íbúa á ári. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands óskar einnig eftir að fá að koma á fund hjá sveitarfélaginu til að kynna verkefni og starfsemi Markaðsstofunnar.

  Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerður verði samningur til eins árs eða út árið 2019 með vísan til tillögu stjórnar Eyþings frá 21. september s.l. hvað varðar viðræður um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna:" Það er sameiginleg sýn aðildarsveitarfélaga Eyþings að heillavænlegt sé til framtíðar litið að samstarfsverkefnin sem sinnt er nái yfir allt starfssvæði landshlutasamtakanna og því mikilvægt að heildarsýn náist í sameiginlegri atvinnuþróun og byggðarmálum á Eyþingssvæðinu. Aðalfundur Eyþings haldinn í Mývatnssveit 21.-22. september 2018 samþykkir að skipa fimm einstaklinga í starfshóp til að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í samræmi við erindi þess til fundarins. Jafnframt er starfshópnum falið að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um form samstarfs og samvinnu þessara þriggja aðila á sviði atvinnu- og byggðamála til framtíðar. Starfshópurinn skal hafa lokið störfum fyrir 1. mars 2019."

  Á 306. fundi sveitarstjórnar var meðal annars bókað:
  ,,Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs um að gerður verði samningur til eins árs við Markaðsstofu Norðurlands."
  Atvinnumála- og kynningarráð - 38 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á fund atvinnumála- og kynningarráðs kom frá Markaðsstofu Norðurlands Björn H. Reynisson til að kynna starfsemi Markaðsstofu Norðurlands.

  Björn H. Reynisson og Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri komu inn á fundinn kl. 10:00 og fór út af fundi kl. 11:00.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 38 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 223, frá 13.11.2018

Málsnúmer 1811006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
 • 4.1 201810097 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál bókuð í trúnaðarmálabók Félagsmálaráð - 223 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 4.2 201811062 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál nr. 201811062 Félagsmálaráð - 223 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 4.3 201811004 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál nr.201811004 Félagsmálaráð - 223 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 4.4 201811059 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál nr. 201811059 Félagsmálaráð - 223 Bókað í trúnaðarmálabók
 • Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 05.11.2018 en árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn. Rétt er að taka fram að öll þjónusta Stígamóta við brotaþola er ókeypis. Árið 2017 leituðu 969 einstaklingar hjálpar hjá Stígamótum. Um er að ræða 30% aukningu á milli ára. Starfsmenn Stígamóta hafa gert sitt besta til að mæta þessari aukningu en því miður er viðvarandi löng bið eftir viðtölum. Stígamót bjóða upp á einstaklingsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir brotaþola kynferðisofbeldis bæði fyrir karla og konur. Sinna einnig fræðslu í samvinnu félagsmiðstöðva og skóla um allt land. Stígamót hafa boðið upp á þjónustu við fólk utan við höfuðborgarsvæðið á austurlandi, Ísafirði, Borgarnesi og Akranesi. Stígamót hafa kappkostað að bjóða góða þjónustu og var ráðinn karlskyns ráðgjafi til þeirra og hefur það skilað sér í aukinni aðsókn karlkyns brotaþola. Stígamót skora á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með þeim. Félagsmálaráð - 223 Félagsmálaráð telur sér ekki fært að veita umræddan styrk þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu félagsmálaráðs.
 • Tekið var fyrir erindi frá Aflinu, Samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldis dags. 15.10 2018. Aflið óskar eftir stuðningi við starf sitt fyrir rekstrarárið 2019. Aflið hefur starfað frá árinu 2002. Þjónusta Aflsins er fyrir öll þau sem beitt hafa verið kynferðis - og/eða heimilisofbeldi í sinni víðustu mynd auk þess sem til Aflsins hafa leitað margir þolendur eineltis og vanrækslu. Aflið býður einnig upp á ráðgjöf fyrir aðstandendur. Starfsemi Aflsins gagnvart skjólstæðingum sínum byggir á einkaviðtölum, hópavinnu og forvörnum. Aflið sinnir forvörnum í fræðslu í grunn- og framhaldsskólum, Háskólanum á Akureyri og öðrum stofnunum og fyrirtækjum. Þjónusta Aflsins er veitt brotaþolum og aðstandendum að kostnaðarlausu. Alls voru veitt 1403 viðtöl á árinu 2017. Á yfirstandandi ári lækkaði framlag til samtakanna frá ríkissjóði um rúm 30% eða 4,5 milljónir. Hefur rekstur Aflsins og starfsemi því dregist saman og áherslan hefur verið lögð á grunnþjónustu við þolendur. Öll framlög til Aflsins eru vel þegin. Félagsmálaráð - 223 Félagsmálaráð tekur jákvætt í erindið og telur mikilvægt að styðja við slíka starfsemi á Norðurlandi. Þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitinum á fjárhagsáætlun félagsmálasvið leggur félagsmálaráð til við byggðarráð að styrkja samtökin um sömu upphæð og á síðasta ári eða alls kr. 100.000,- Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekin er fyrir ábending frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 02.11.2018 um fund um vinnu barna. Fundinum verður streymt af vefsíðu vinnueftirlitsins. Mikil atvinnuþátttaka barna hér á landi vekur upp spurningar um hvernig þau eru undirbúin undir margvísleg störf, hvernig eftirliti er háttað, þekkingu atvinnulífsins á þeim reglum sem gilda um vinnu barna og þekkingu barnanna sjálfra á réttindum sínum og skyldum. Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið stóðu fyrir fundi 8. nóvember um þessar spurningar en umboðsmaður barna hefur á síðustu árum fengið margvísleg erindi og ábendingar sem snúa að atvinnuþátttöku barna. Hægt er að horfa á fundinn á heimasíðunni vinnueftirlit.is
  Félagsmálaráð - 223 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 29.10.2018. Þar vilja lögfræðingar og félagsmálastjóri sambandsins koma upplýsingum á framfæri við stjórnendur á vettvangi félagsþjónustu sveitarfélaga á setningu reglugerða á grundvelli nýrra og breyttra laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þann 23. október áttu fulltrúar sambandsins fund með embættismönnum ráðuneytis þar sem farið var yfir fyrstu drög að kostnaðarmati vegna reglugerða sem eru í vinnslu. Fram kom að efni reglugerðanna liggur enn ekki fyrir og að mögulega kunni einhver atriði þeirra að breytast. Af hálfu sambandsins var tekið fram að gefa verði ráðrúm til þess að fara yfir heilleg drög að kostnaðarmati þegar efni reglugerðanna liggur fyrir. Á fyrrgreindum fundi kynnti ráðuneytið að hafist hafi verið handa við gerð leibeininga sem þeim er falið að gefa út skv. nýjum og breyttum lögum. Um er að ræða leiðbeiningar við framkvæmd sértækrar frístundaþjónustu, um þjónustu stuðningsfjölskyldu, um framkvæmd stoðþjónustu samkvæmt VII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og um akstursþjónustu.
  Bent er á að sambandið óskaði eftir því að sveitarfélög fengju aukið ráðrúm til að bregðast við lögfestingu NPA sem þjónustuforms. Ráðuneytið féllst ekki á þessa ósk sambandsins. Óvissa er því enn fyrir hendi um það hvernig sveitarfélögum er ætlað að stíga fyrstu skrefin í því umhverfi að NPA sé lögfest þjónustuform.
  Fyrir liggur sú breyting sem nú verður á að grunnþjónusta sé skilgreind allt að 15 tímum á viku, mun hafa fjárhagsleg áhrif á hluta sveitarfélaga, einum þeim sem hafa miðað við lágan stundafjölda í félagslegri heimaþjónustu.
  Félagsmálaráð - 223 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 4.9 201811069 Jólaaðstoð 2018
  Tekið fyrir erindi frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossinum við Eyjafjörð dags. 14. nóvember 2018 en um þessar mundir er að hefjast fjáröflun vegna jólaaðstoðar eins og undanfarin ár. Söfnunarfé er notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir. Samtals fengu um 300 fjölskyldur og einstaklingar aðstoð á síðasta ári. Sveitarfélaginu er sent bréfið með ósk og von um að styrk með peningaupphæð. Einnig er þakkað fyrir veittan stuðning á síðastliðnum árum. Undanfarin ár hefur félagsþjónusta átt gott samstarf við félögin um jólaaðstoðina og hafa 15-20 heimili í sveitarfélaginu fengið aðstoð undanfarin ár. Félagsmálaráð - 223 Félagsmálaráð samþykkir umrædda styrkbeiðni og samþykkir að veita alls kr. 200.000, tekið af lið 02-11-9110. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Fræðsluráð - 231, frá 14.11.2018

Málsnúmer 1811005FVakta málsnúmer

 • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir fundargerðir fagráðs frá 10/9, 8/10 og 29/10. Fræðsluráð - 231 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk. Fræðsluráð - 231 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04 - janúar til og með október 2018. Fræðsluráð - 231 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 229. fundi fræðsluráðs þann 12. september 2018 var eftirfarandi bókað: "Hlynur Sigursveinsson og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir lögðu fram og kynntu umbóta og aðgerðaáætlun fyrir Krílakot. Áætlunin var unnin út frá skýrslu Vinnuverndar sem lögð var fyrir Fræðsluráð á 225. fundi þess 11.apríl 2018.
  Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð óskar eftir því að stöðuskýrsla verði lögð fyrir ráðið í nóvember 2018".
  Fræðsluráð - 231 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Guðrún Halldóra, leikskólastjóri í Krílakoti og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fóru yfir stöðu starfsmannamála í Krílakoti. Fræðsluráð - 231 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður fræðsluráðs vék af fundi vegna vanhæfis klukkan 9:27.

  Hlynur Sigsveinsson, sviðsstjóri, kynnti námskeið á vegum Tröppu ehf. fyrir skólanefndir 2018.
  Fræðsluráð - 231 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Hlynur Sigusveinsson, sviðsstjóri, kynnti námskeið á vegum Sambandins fyrir skólanefndir 2018. Fræðsluráð - 231 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðsluráð fór í kynnisferð í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 231 Fræðsluráð skoðaði húsakynni, aðstöðu og starfsemi í Dalvíkurskóla og þakkar fyrir góðar móttökur. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 104 frá 06.11.2018

Málsnúmer 1810012FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 104 Byggðaráð samþykkti að vísa ofangreindu erindi til upplýsingar í íþrótta- og æskulýðsráð, en byggðaráð sér ekki flöt á því að Dalvíkurbyggð sæki um að þessu sinni.
  Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir með byggðaráði en bendir á að það er Héraðssambanda að sækja um að halda slíkt mót.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 104 Óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið.
  Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 104 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lögmælt verkefni sem tengjast íþrótta- og æskulýðsmálum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 104 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að kjör á íþróttamanni ársins fari fram við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 17. janúar. Íbúakosningu verði komið af stað eins fljótt og hægt er í byrjun janúar 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 104 Búið er að auglýsa eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð. Umsóknir verða afgreiddar á fundi ráðsins í desember. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

7.Landbúnaðarráð - 122, frá 15.11.2018

Málsnúmer 1811007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
4. liður.
5. liður.
7. liður.
 • Tekið fyrir erindi frá Kóngsstöðum ehf., bréf dagsett þann 1. september 2018, þar sem óskað er eftir að vegurinn sem liggur um hlaðið á Kóngsstöðum í Stekkjarhús verði færður frá bænum vegna vaxandi umferðarþunga.
  Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs kemur fram að umræddur vegur er hluti af vegslóða inn á Sveinsstaðarafrétt og fellur því undir þær framkvæmdir sem sótt hefur verið um styrk úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar af landbúnaðarráði.
  Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu.
  Á 310. fundi umhverfisráð var eftirfarandi bókað.
  Þar sem umhverfisráð hefur ekki séð um tillögur vegna umsókna í styrkvegasjóð er erindinu vísað áfram til landbúnaðarráðs.
  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð telur mikla nauðsyn á að ráðist verði í tilfærslu á veginum og felur sviðsstjóra að kostnaðarmeta verkið og sækja um styrkveitingu úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar vegna 2019.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með innsendu erindi dags. 5. nóvember 2018 óskar Skarphéðin Pétursson eftir upprekstarleyfi í Sveinsstaðarafrétt samkvæmt meðfylgjandi erindi. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð samþykkir innsent erind frá Skarphéðni Péturssyni er varðar upprektrarrétt á Sveinsstaðarafrétt.
  Ekki er hægt að finna gögn sem sýna fram á að Hrísar hafi átt upprekstrarrétt í Dalvíkurdeild.
  Ráðið leggur til að Hrísar verði skráð í Svarfdæladeild.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lögmælt verkefni sem tengjast landbúnaðarmálum í sveitarfélaginu bls. 6-9. Landbúnaðarráð - 122 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með innsendu erindi dags. 27. október 2018 óskar Ólafur P. Agnarsson eftir búfjárleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð getur ekki afgreitt leyfi þar sem ekki liggur fyrir staðsetning hvað varðar umbeðið dýrahald.
  Landbúnaðarráð veitir ekki bráðabirðaleyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Til afgreiðslu umsókn Freydísar Dönu Sigurðardóttur á leigulandi úr landi Böggvisstaða dags. 14. september 2018 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að gera leigusamning á sömu forsendum og aðrir gildandi beitilandssamningar með þriggja mánaða uppsagnaákvæði að beggja hálfu.
  Ráðið leggur áherslu á að áður en gengið er frá beitarsamningi skal umsækjandi sækja um búfjárleyfi.


  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Til kynningar og umræðu fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar frá 29. ágúst 2018. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð gerir nokkrar athugasemdir við fundargerð Dalvíkurdeildar og kallað verður eftir skýringum þar um. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu leiga á beitar og slægjulöndum í eigu Dalvíkurbyggðar. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að segja upp leigu á landi norðan heimreiðar á Böggvisstöðum 20.671 m2 vegna makaskipta við hestamannafélagið Hring á landinu sunnan við Ásgarð.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Til umræðu viðhald girðinga meðfram þjóðvegum í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð vill minna á að enn er hægt að senda inn umsóknir um viðhaldsstyrki vegna veggirðinga meðfram þjóðvegi. Senda þarf inn nafn,kennitölu,reikningsnúmer og vegalengd girðingar fyrir 1. desember 2018.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Umhverfisráð - 312, frá 07.11.2018

Málsnúmer 1811002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
7. liður; vísa til byggðaráðs.
 • Undir þessum lið koma á fund umhverfisráðs Sævar Freyr Ingason varðstjóri kl. 08:15 til að ræða hugmyndir ráðsins að breyttum hámarkshraða á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar.
  Á 310. fundi umhvefisráðs þann 7. september var eftirfarandi bókað

  " Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar lýsing áhyggjum af umferðarhraða á þjóðvegunum í gegnum þéttbýli í Dalvíkurbyggð og felur sviðsstjóra að koma eftirfarandi ósk á Vegagerðina: Umhverfirsráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi. Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/kls við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 35 km/kls rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu. Hauganes: Umferðarhraði merktur 35 km/kls við þéttbýlismörk. Dalvík: Umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut verði lækkaður niður í 35 km/kls. Ráðið óskar eftir að fá aðila frá Vegagerðinni á næsta fund ráðsins í október."
  Umhverfisráð - 312 Sævar Freyr vék af fundi kl. 09:04
  Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi. Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/klst við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 30 km/klst rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu. Hauganes: Umferðarhraði merktur 30 km/klst við þéttbýlismörk. Dalvík: Umferðarhraði á þjóðveginum gegnum Dalvík merktur 30 km/klst frá hraðahindrun við Gunnarsbraut 2 að norðan og frá hraðahindrun norðan við Skíðabraut 21 að sunnan.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs, Jón Ingi Sveinsson situr hjá við afgreiðslu.
 • Til umræðu endurskoðun á gildandi úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 312 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leggja fram tillögu að breytingu á úthlutunarreglum sem varða frístundalóðir, atvinnu/iðnaðarlóðir og fjölbýlishúsalóðir.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er fyrirhugð niðurfelling á Selárbakkavegi af vegaskrá. Umhverfisráð - 312 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er fyrirhugð niðurfelling á hluta Svarfaðardalsvegar (heimreið að Þorsteinsstöðum) af vegaskrá. Umhverfisráð - 312 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt fram til kynningar Umhverfisráð - 312 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu innsent erindi dags. 22. október 2018 frá Ole Lindquist þar sem reifaðar eru nýjar hugmyndir að staðsetningu strætóstoppistöðvar á Dalvík. Umhverfisráð - 312 Umræða um nýjar strætóstoppistöðvar er í gangi í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2019 og kom einnig upp á samráðsfundi með lögreglu fyrr á þessum fundi.
  Staðsetning og fyrirkomulag í samvinnu við þá sem hafa aðkomu að málinu er enn í skoðun, en í tillögu umhverfisráðs fyrir fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir kaupum og uppsetningu á strætóskýli.
  Gert er ráð fyrir staðsetningu miðsvæðis á þjóðveginum gegnum Dalvík.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu og afgreiðslu tillaga umhverfisráðs að gjaldskrá sorphirðu 2019. Umhverfisráð - 312 Umhverfisráð leggur til 3,32% hækkun samkvæmt byggingarvísitölu á sorphirðugjaldi ásamt breytingum á móttöku úrgangs á endurvinnslustöðinni við Sandskeið.
  Gjaldskrá sorphirðu 2019 með áorðnum breytingum samþykkt.
  Ráðið felur sviðsstjóra að leggja fram kynningargögn ásamt tillögum að klippikortum fyrir næsta fund ráðsins.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum lið til byggðaráðs til umfjöllunar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 80, frá 09.11.2018

Málsnúmer 1811004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður; vísa til byggðaráðs.
 • Fyrir fundinu lá fundargerð 406. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 5. október 2018 kl. 11:00. Fundurinn var haldinn var í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 80 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 75. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi fært til bókar: "Eins og fram hefur komið er nauðsyn á að dýpka næst Austurgarði, þ.e. við stálþilið og í u.þ.b. 5m frá þili. Gert er ráð fyrir því að núverandi verktak sjái um þennan verkþátt á einingarverði. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er magnið um 2.000 m3. Gert er ráð fyrir að efninu sem upp verði mokað verði komið fyrir í fjörunni norðan við núverandi ytri mannvirki Dalvíkurhafnar."

  Einnig var fært til bókar eftirfarandi niðurstaða:"Veitu- og hafnaráð samþykkir að gerð verði verðkönnum hjá núverandi verktaka í umræddan verkþátt. Ef viðunandi tilboð kemur þá hefur sviðsstjóri heimild til að semja við verktaka."

  Á 77. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi fært til bókar: „Sviðstjóri kynnti tilboð verktaka samkvæmt ofangreindu og samþykki frá sigligasviði Vegagerðar ríkisins.
  Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tilboð Árna Helgasonar ehf.“

  Nú liggur fyrir mæling á fjarlægðu efni vegna dýpkunar og er það um 1240 m3 og kostnaður því um kr. 2.900.000,-.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 80 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu hefur verið að setja inn ákvæði um aflagjald þannig að heimilt verði að semja sérstaklega við stórnotendur að höfnum Hafnasjóðs. Slíkt ákvæði er að finna hjá nokkrum höfnum landsins.

  Að framansögðu leggur sviðsstjóri til að eftirfarandi setningu verði bætt við gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, Vörugjöld: 5. Fl. Aflagjald: Heimilt er að semja sérstaklega við stórnotendur.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 80 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum ofangreinda breytingu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem tekur gildi 1. janúar 2019. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum lið til byggðaráðs til umfjöllunar.
 • Mað rafpósti sem dagsettur er 25.09.2018, barst neðangreit erindi:

  "Eins og þið vitið þá fékk Mengunarvarnarráð hafna/Umhverfisstofnun Oil Spill Response Limited (OSRL), sem er breskt fyrirtæki, til að koma í sumar og meta þörf fyrir mengunarvarnarbúnað í höfnum og skoða verklag vegna viðbragða gegn mengunaróhöppum. Nú hefur okkur borist skýrsla frá fyrirtækninu (sjá viðhengi).

  Þar sem skýrslan hefur ekki verið kynnt í Mengunarvarnarráði hafna og fyrir umhverfisráðherra eru aðilar beðnir um að dreifa henni ekki fyrr en slík kynning hefur farið fram. Til stendur að kynna skýrsluna fyrir ráðinu í byrjun nóvember."

  Meðfylgjandi undir málinu er skýrslan sem er 48 bls. og er hún á ensku.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 80 Lagt fram til kynningar. Veitu-og hafnaráð vill benda Umhverfisstofnun á nauðsyn þess að skýrslan verði þýdd á íslensku. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Í fjárhagsáætlun Hitaveitu Dalvíkur þessa árs er gert ráð fyrir kaupum á færanlegum varaaflstöðvum.

  Fyrir fundinum liggur tilboð frá Merkúr ehf í tvær stöðvar 10 kw og 20 kw ásamt vagni undir hvorri stöð. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kr. 1.500.000,- til kaupanna en tilboðið hljóðar uppá kr. 2.800.000,- án vsk en með flutningi.

  Sviðsstjóri leggur til að gengið verði að þessu tilboði og kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á yfirstandandi ári.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 80 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra og leggur til við byggðarráð að kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á þessu ári. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með rafpósti, sem dagsettur er 23,10,2018, barst eftirfarandi erindi frá Samgöngufélaginu:
  "Meðfylgjandi í viðhengi er bréf Samgöngufélagsins, dags. í dag, 23. október 2018, til þargreindra aðila varðandi umsögn félagsins um tillögu að samgönguáætlun 2019 til 2033."
  Í bréfinu er vakin athygli á því að Samgöngufélagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögu til þingsályktunar að samgönguáætlun 2019-2033. Þar er óskað eftir að gert verði ráð fyrir gerð vega um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði á tímabili áætlunarinnar.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 80 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með bréfi, sem dagsett er 31. október 2018, óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn vegna skipulagslýsingar á íbúða- og þjónustusvæði í landi Laugarhlíðar í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð.

  Í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 óskar undirritaður hér með fyrir hönd Dalvíkurbyggðar eftir umsögn þinnar stofnunar á skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu á íbúða- og þjónustusvæði í landi Laugarhlíðar Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð.

  Innan skipulagssvæðissins eru átta íbúðarhús, eitt frístundahús og ein yfirbyggð sundlaug.
  Skipulagssvæðið er vestan við Svarfaðardalsveg á móts við Húsabakkaskóla í landi jarðarinnar Laugahlíðar, sem er í eigu Dalvíkurbyggðar. Heildarstærð skipulagssvæðisins er 16,3 ha.

  Óskað er eftir að umsögnin hafi borist undirrituðum eigi síðar en 14. nóvember n.k.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 80 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu, en gerir ráð fyrir því að náið samráð verði haft við ráðið vegna þeirra innviða sem veitur Dalvíkurbyggðar koma að, þegar deiliskipulagið liggur fyrir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitartjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 16, frá 29.10.2018

Málsnúmer 1810011FVakta málsnúmer

Til kynningar.
 • 10.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Undir þessum lið kom á fund stjórnar Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf, kl. 14:30.

  Á 15. fundi stjórnar þann 27. september 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er Katla ehf. á grundvelli tilboðs dagsettu þann 24. ágúst s.l. með fyrirvara um að forsendur tilboðsins standist og að tilboðsgjafi sé í skilum samkvæmt lögum um opinber innkaup. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf að ganga til samningagerðar við Kötlu ehf. og samningur verður svo til umfjöllunar og afgreiðslu í stjórn."

  Ágúst gerði grein fyrir þeim upplýsingum og gögnum sem hann hefur aflað frá Kötlu ehf. á milli funda varðandi ofangreint. Á fundinum voru gerðar nokkrar tillögur að breytingum á tækjalista og efnisvali.

  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 16 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf áframhaldandi vinnu að samningagerð við Kötlu ehf. með því markmiði að stjórnin taki til umfjöllunar á næsta fundi drög að samningi við Kötlu ehf. um verkið.

  Eyrún vék af fundi kl. 16:03.
  Ágúst vék af fundi kl. 16:05.
 • 10.2 201810099 Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform
  Guðrún Pálína gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um möguleika á lánveitingum, t.d. frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 16 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykktir samhljóða með 2 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að fylgja málinu áfram eftir. Bókun fundar Enginn tók til máls og fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2019. Síðari umræða.

Málsnúmer 201808024Vakta málsnúmer

Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 78. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi bókað: "Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem taka mun gildi 1. janúar 2019. Gjaldskránni var síðast breytt 1. janúar 2017. Í þeim tillögum sem liggja fyrir ráðinu er gert ráð fyrir að gjaldskráin taki breytingum vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 2017, 136,1 stig til september 2018, 139,9 stig eða um 2,79%. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. "
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til síðari umræðu í sveitarstjórn. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur sem taki gildi 1. janúar 2019.

12.Tillaga að álagningu útsvars 2019.

Málsnúmer 201811084Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga um álagningu útsvars fyrir árið 2019. Lagt er til að útsvarsprósentan verði óbreytt á milli ára, hámarksútsvar, 14,52%

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að útsvarsprósentan verði óbreytt á milli ára og verði því fyrir árið 2019 14,52%.

13.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022. Síðari umræða.

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30. október 2018 var tillaga að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Á fundum byggðaráðs á milli umræðna voru gerðar breytingar á fjárhagsáætlunarfrumvarpinu hvað varðar nýja verðbólguspá og fjárfestingar Eignasjóðs. Einnig voru gerðar breytingar á launaáætlun safna í málaflokki 05 vegna breytinga í starfsmannahaldi safnanna.

Til máls tók;
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna og helstu niðurstöðum.

2019:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 118.621.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 12.662.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 78.387.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 328.150.000 og kr. 16.251.000 vegna framlags til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hes.
Áætluð lántaka kr. 135.000.000.
Veltufé frá rekstri kr. 359.371.000
Veltufjárhlutfall 1,10.

2020:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 141.752.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 19.173.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 102.802.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr.136.690.000.
Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 390.966.000

2021:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 149.683.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 31.757.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 118.566.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 138.870.000
Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 400.677.000

2022:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr. 155.520.000 jákvætt
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr. - 47.358.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr. 135.293.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 118.270.000.
Áætluð lántaka kr. 0.
Veltufé frá rekstri kr. 407.956.000.

Einnig tóku til máls:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Jón Ingi Sveinsson.
Sveitarstjórn færir starfsmönnum, stjórnendum, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og byggðaráði bestu þakkir fyrir vinnuna að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.

14.Frá 887. fundi byggðaráðs þann 15.11.2018; Ósk um viðauka vegna kaupa á rafbifreið fyrir umhverfis- og tæknisvið

Málsnúmer 201811072Vakta málsnúmer

Á 887. fundi byggðaráðs þann 15. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagett þann 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að kr. 5.000.000 sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2018 vegna kaupa á rafbifreið fyrir umhverfis- og tæknisvið verði fellt niður þar sem gert er ráð fyrir þessari fjárfestingu árið 2019. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar á fjárfestingum að upphæð kr. 5.000.000 á deild 32200 og til hækkunar á móti á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar að fjárfestingum á deild 32200 að upphæð 5,0 m.kr. og til hækkunar á móti á handbæru fé.

15.Frá 887. fundi byggðaráðs þann 15.11.2018; Ósk um viðauka vegna framlags Dalvíkurbyggðar til hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 201811071Vakta málsnúmer

Á 887. fundi byggðaráðs þann 15. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna framlags Dalvíkurbyggðar til hraðhleðslustöðvar. Óskað er eftir að áætlað framlag að upphæð kr. 1.400.000 verði fellt niður og sett verði upp millihleðslustöð en styrkur Dalvíkurbyggðar dugar fyrir þeim kostnaði. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar að upphæð kr. 1.400.000 á deild 32200 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar á deild 32200 að upphæð 1,4 m.kr. og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

16.Kosningar í ráð og nefndir Dalvíkurbyggðar; Öldungaráð

Málsnúmer 201811085Vakta málsnúmer

Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð Kolbrún Pálsdóttir, formaður, og Þorgerður Sveinbjarnardóttir, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

Samkvæmt samkomulagi við Félag eldri borgara frá 23. mars 2017 er gert ráð fyrir að minnsta kosti 2 fundum byggðaráðs á ári með Öldungaráði Félags eldri borgara og sviðsstjóra félagsmálasviðs.

Samkvæmt nýjum lögum og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi 1. október s.l. þá er meðal nýmæla að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraða hefur fram til þessa verið falið að sinna. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettar þann 19. júní 2018 og 5. nóvember 2018, er varða staðsetningu og fyrirkomulag Öldungaráðs í stjórnsýslu sveitarfélaga.

Til umræðu ofangreint sem og meðal annars bílastæðamál, samþætting þjónustu félagsþjónustu, Dalbæjar og HSN,kynning á heimilisþjónustu, upplýsingatækni, fleiri bekki úti, möguleika á akstursþjónustu, bílastæðamál við Berg, Heilsueflandi samfélag,húsnæðismál.

Kolbrún og Þorgerður viku af fundi kl. 14:26.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningum á þremur fulltrúum í Öldungaráð frá vettvangi eldri borgara og einum fulltrúa frá Heilsugæslunni."

Til máls tók forseti sem leggur fram þá tillögu að fulltrúar Dalvíkurbyggðar í Öldungaráði verði byggðaráð, eins og það er skipað á hverjum tíma, og með ráðinu starfi sviðsstjóri félagamálasviðs.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta um skipun í Öldungaráð að hálfu Dalvíkurbyggðar.

17.Frá Dalbæ; Fundagerð stjórnar frá 15.11.2018

Málsnúmer 201806017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 15. nóvember 2018.
Enginn tók til máls. Lagt fram til kynningar.

18.Sveitarstjórn - 306, frá 30.10.2018

Málsnúmer 1810010FVakta málsnúmer

Enginn tók til máls. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs